Færsluflokkur: MINNINGARBROT

Genin mín þrjú.......

Írena,Helena og Davíð
 
 
 Söngvararnir
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Með þig hér við hlið mér.
 
 
 
Þinna handa minnist
strjúkandi af kinnum tár.
Hlýjan ylinn af huggandi hönd.
Mildra vara er kysstu langt í burtu
öll mín sár.
Þá treyst voru okkar bönd.
 
 
Ég löngu síðar minnist
hafandi þig mér við hlið.
Að ráðleggja og vísa mér veg.
Að friða sálina
og veita mér hinn innri frið.
Er endist meðan andann dreg.
 
 
Þú mátt vita að við þrjú
við elskum þig.
Aldrei óttast hef með þig hér við hlið mér.
Allt var gott
Allt var fínt
Já,eins lengi og ég hafði þig við hlið mér.
 
 
Þú kannski ekki veist
en lengi hefur fundist mér
þú falleg og yndisleg.
Í fáum orðum er ég að reyna að segja þér
Þú ert einstök og ómetanleg.
 
 
Þú mátt vita að við þrjú
við elskum þig.
Aldrei óttast hef með þig við hlið mér.
Allt var gott
Allt var fínt.
Já,eins lengi og ég hafði þig hér við hlið mér
 
 
All tíð mig hefur elskað heitt
og mér ástúð veitt.
Samastað á ég í hjarta þér.
Ég vil þú vitir að ég óttast ei
óttast ekki neitt.
Með þig hér við hlið mér.
 
 
Þú mátt vita að við þrjú
við elskum þig.
Aldrei óttast hef með þig hér við hlið mér.
Allt var gott
Allt var fínt
Eins lengi og ég hafði þig hér við hliðina á mér.....
 
 
Þetta ljóð sungu þau til mín  í afmælinu forðum daga, þessar elskur. Textinn er auðvitað frumsamin en var sungið við erlent lag. Og þau sungu eins og englar. Mig langar eiginlega að biðja þau einhverntíma að syngja þetta til mín aftur inn á band svo ég geti spilað það aftur og aftur InLove

Eftirherman :)

Eitt sinn er ég átti merkisafmæli og margir fjölskyldumeðlimir glöddu mig með nærveru sinni. Stóð  þá sonur minn upp og flutti eftirfarandi ræðu. Þar sem hann er snillingur í að herma eftir hinum ýmsu persónum kom hann fram með grásprengt hár og röddin varð rödd Kára hjá íslenskri erfðagreiningu. Og með þá ýmind í huga les maður þennan pistil:

 

Kæru gestir.

 

Fyrir hönd afmælisbarnsins langar okkur hjá íslenskri erfðagreiningu

að bjóða ykkur velkomin til þessarar veislu.

Hér rétt á eftir verður sest að snæðingi og langar mig að biðja

ykkur að hemja ykkur í átinu....því ekki hefur okkur enn tekist

að einangra genið sem veldur offitu.

 

Eftir átið verður magnþrungin stund...þar sem genin þrjú

Helena, ,Davíð og Írena Lilja mætast og beita raddböndum sínum.

En því miður eru gölluð gen í þessari fjölskyldu eins og flestum

íslenskum fjölskyldum...og vil ég með þessu að biðja Davíð

 að halda sér saman.

 

Eftir harmþrunginn söng þeirra systkina, sláum við á léttari strengi

með leikjum og sprelli ýmiskonar og er til þess ætlast

að þið, ágætu gestir, takið þátt af eldmóð og djörfung.

 

Að lokum er vert að minnast á það að ykkur gefst tækifæri

á að gefa blóð áður en þið farið til híbýla ykkar, sem notað

verður til rannsóknar á undraverðri fegurð kvenfólks

innan Vatnsdalsættarinnar eftir fimmtugt.

Að þessum orðum sögðum vil ég bjóða ykkur að ganga til átu

og haga ykkur eins og villtir úlfar í svörtustu Afríku.

 

 

Einbeittur Davíð sonur minn sem skellti sér í gervi Kára klára

hjá íslenskri erfðagreiningu.. alveg brill leikari ha..ha Grin


Minningarbrot

 Ég fór upp í garð í gærdag .....

Búin að kaupa fallegar Fjólur....

Gular og hvítar til að setja á leiðið hennar mömmu minnar. 

Meðan ég rótaði í moldinni og lagaði til 

greyp mig allt í einu svo mikil sorg og söknuður ....

svo ég grét og grét.....

Ég sá mína elskulegu mömmu fyrir mér

eins og í einhverri hraðmynd..sá hana deyja aftur í huga mér..

sá ömmu mína sem liggur við hennar hlið..

sá Eddu systur hennar mömmu sem hvílir stutt frá..

ég sá þær allar.....

Myndbrot hrundu í gegn um mig eins og stormsveipur..

þetta var rosalegt

og ég bara grét..

réði ekki við mig

þarna krjúpandi

við leiðið hennar mömmu minnar.

Ó guð hvað ég sakna hennar

óstjórnlega mikið.....

Sakna þess

að geta ekki komið í kaffisopa og spjall

eða til að syngja saman

eins og við gerðum stundum

og einnig Edda þegar hún lifði..

yndislegar minningar

en fullar af söknuði.

Við vorum góðar stundum ....við þessar  þrjár....

ég ,mamma og Edda..

sungum eins og englar

og það var stundum svoooo....gaman hjá okkur

og mikið hlegið....

bara svona smá fíblarí eins og gengur og gerist hjá góðum vinum.

Þannig var okkar samband.

Edda var mér ofsalega góð og hlý

og ég veit að henni þótti mjög vænt um mig

og ég gerði mér far um að heimsækja hana

eins oft og ég gat á meðan hún lifði..elskuleg.

Ég  bara fyllist hlýjum hugsunum

um hana elsku frænku mína.....

Og amma mín...

hún var nú ekki nein venjuleg amma

hún Imba frá Vatnsdal....

hún var hörkukerling en mér  svo góð...

Kannski ekki endilega uppskrift af ömmu .....

hún var svo sem ekkert að faðma að óþörfu blessunin

enda ekkert nema harkan dugði til í þá  daga

að vera ekkja og sjá um sig sjálfa...

En ég ætla að snúa mér að mömmu minni elskulegri s

em ég sakna allra mest..

Bara  að skrifa þessi orð

gera mig meyra og tárin læðast fram.

Er ég ekki í lagi...

hvernig getur þetta gerst svona rosalega harkalega

eftir öll þessi ár...ég græt eins og barn..

Ég bara græt.

Hver man ekki eftir svari hennar í síman “Hellúú...” 

það fór ekki á milli mála

hver svaraði símanum á þeim bænum....

Ó guð hvað ég sakna hennar mikið

og ég bara tárast við tilhugsunina.

Það er eitt sem ég hef séð í gegn um þetta blessaða líf

það er alveg sama á hvaða aldri móðir yfirgefur þetta jarðlíf 

að söknuðurinn og eftirsjáin er jafn erfið.

Enda kemur ekkert í stað mömmu...ekkert.

Þessi kona fæddi þig og klæddi..

hjúkraði þér í veikindum..

elskaði þig

frá fyrsta augnabliki

er hún leit þig augum...

og elskaði þig

af öllu sínu hjarta

meðan andi bærist

í hennar brjósti

hvernig svo sem þú reynist vera

í framtíðinni.

Og ef þú bregst hennar vonum..... 

þá elskar hún þig

jafnvel enn meira og heitara..

því þú þarft á því að halda.

Það kemur ekkert í stað móður..

ekkert.....

Og ég veit bara eitt

og það er....

að ég sakna mömmu minnar

oft óstjórnlega mikið.

Mér finnst

að það ætti að banna

mömmum að deyja

frá börnunum sínum.

Maður fær ekki einu sinni tækifæri 

til að greiða henni allt

sem hún lagði  í sölurnar

fyrir mann ....

og hlúa að henni

á sama hátt og hún gerði.

Ef hún mamma mín

hefði ekki dáið

langt um aldur fram

þá væri kannski möguleiki

að gjalda henni allt 

sem hún gerði fyrir mig.

Ég veit bar eitt....

að ég verð með grátbólgin augu

þegar ég vakna

og hjartað fullt af söknuði

og ást á þeirri manneskju

sem ég hef elskað mest

og þykir enn

alveg hreint óumræðilega

vænt um enn

þann dag í dag..

Mamma er  nokkuð

sem þú leggur ekki á vogarskálina....

mamma er mamma..

ást hlýja og umhyggja

og hún elskar þig

gegn um súrt og sætt

í blíðu og stríðu.

Mamma er eilíf............                              


24.nóvember 1995

Þennan merka dag var ég með smá ræðustúf í tilefni 40 ára afmælis þríburasystra minna og fann hana í gamalli glósubók í gullkistunni minni...enda geymi ég yfirleitt allt sem ég er að skrifa og læt hana vera nákvæmlega eins og þegar hún var skrifuð árið 1995:

Dúllurnar

Í dag 24.nóvember eru þríburasystur mínar Marý Ólöf, Guðrún Fjóla og Anna Ísfold Kolbeinsdætur og dætur Siggu heitinnar frá Vatnsdal 40 ára. Á því herrans ári 1955 er fæðingu þeirra bara að þótti þetta mikill viðburður hér í Vestmannaeyjum. Það var nokkurn vegin öruggt að mamma gekk með tvíbura svo mikið var vitað. En okkur er sagt að nærri hafi liðið yfir kallinn er það þriðja bættist við. Allt í einu áttu foreldrar okkar 4 stykki..allt stelpur og ég rétt rúmlega ársgömul.

Miðað við daginn í dag getur maður rétt ýmindað sér að oft hefur verið erfitt hjá þeim hjónakornunum á Hvoli í þá daga. En þau áttu góða að sem var fjölskylda mömmu. Enda var ég sett í geymslu svona á stundum til að létta undir með mömmu.

Íþróttafélagið Þór færði mömmu kristalsskál að gjöf enda mamma afreka kona mikil í íþróttum...en þetta afrek hennar að fæða þrjú börn í einu varð mesta afrek hennar og öllum til mikillar gleði og augnayndis. Reyndar hvíslaði ólygin að mér að þær hefðu stútað skálinni dömurnar seinna meir.

Ef þessa fæðingu hefði borið að í dag hefði vafalaust verið mulið undir þau með ársbirgðum af pampersbleyjum..þvottaefni..o.s.sfr sem hefði svo sannarlega komið sér vel. Því ég man eftir suðupotti til að sjóða í þvott og rullu sem var óspart notuð í þá daga. Meira að segja kolaeldavél.

Marý og Guðrún voru hinar sprækustu er þær fæddust en Anna átti erfitt uppdráttar. Samtals vógu þær 24 mörk en Anna vó aðeins 4 merkur og komst fyrir í skókassa...ekki veit ég númer hvað. Þá voru ekki súrefniskassar eins og eru nú. Anna var vafin inní baðmull og þurfti mikla aðhlynningu, enda komst hún ekki heim af sjúkrahúsinu fyrr en hún var orðin nokkuð lífvænleg á þeirra tíma vísu.. Svo má geta þess að Anna var í miklu uppáhaldi á sjúkrahúsinu og sérstaklega hjá Önnu-ljósu (ljósmóður). En auðvitað nutu þær allar athygli enda sjaldgæft að þríburar fæddust

En það var þeim til happs að þær áttu eldri systir sem varð að ryðja veginn og undirbúa foreldra okkar...sérstaklega pabba fyrir unglingsárin. Á vegi elstu systur voru hurðir..hlið.. og þröskuldar sem hún án þess að vita...opnaði fyrir þremur unglingum sem á eftir komu. Við hverja hurð stóð hún reynslunni ríkari er þær hver af annarri ráku út nefið og runnu eins og smurð vél í áttina til sólarlagsins og hún leiddi þær í allan sannleikan um reykingar í bernsku..hversu viðbjóðslega og hræðilega spennandi var að stelast í "stubbana" hennar mömmu og reykja bak við stól inní stofu í einu horni stofunnar á Hvoli. Verst var að Guðrúnu gekk svolítið illa að læra þessa snilli. Svo stóra systir sagði henni nákvæmlega hvernig hún átti að fara að " Sjáðu..þú sýgur reykinn upp í þig og segir svo.. ahhmen.. það gekk..hún varð næstum því græn í framanSick.

Jæja svo ég tali nú í alvöru.. þessar stelpur hafa alveg staðið fyrir sínu. Eru ekkert í neinum feluleik við náungann enda vinir vina sinna. Auðvitað hefðum við óskað eftir nærveru Guðrúnar en það er oft með nýjum viðhorfum..nýjum eiginmanni og nýju heimili, breytist kannski umgegni við sína nánustu. Þær eru allavega tvær hér staddar og sendum við bestu afmælisóskir til Guðrúnar í Vogana

Ég kann nú ekki neinar sérstakar prakkarasögur af þeim en mér dettur í hug Eggjaferð...Marýar og Stellu Jóns. Þær fóru í fjallaferð upp á Heimaklett og námu staðar rétt fyrir ofan Löngu þar sem var einna brattast . Ævintýraferðin hófst....skyndilega komu þær auga á egg á syllu..svolítið neðan við brún. Leikar fóru svo að Marý átti að síga...engin bönd..nei..nei.. heldur var úr eftir mikið japl og jaml að Stella skyldi halda í lappirnar á Marý svo hún gæti sigið niður og náð í eggin. Ég hef ekki enn fengið að vita hvort Marý náði einhverjum eggjum. Og ég veit að enn þann dag í dag fer hrollur um sumar er þær hugsa til þessarar ævintýraferðar upp á Heimaklett.

Jæja svo við höldum nú áfram... Anna var sett í "fitu" lengi vel framan af að því að hún var svo horuð. Hún fékk rjóma en ekki hinar. Anna og Marý þóttu svo líkar er þær voru börn að fólk vissi aldrei  hvor var hvor. Síðan varð millibilsástand og þær urðu ólíkari. En ég er ekki frá því að bilið sé að smáminnka aftur enda segir máltækið "Tvisvar verður gamall maður barn" ha..ha enda minnir mig að fyrir rúmu ári síðan eða svo var Anna  að slá sér upp með ónefndum manni og allt í góðu lagi með það..enda kona ein. En hvað haldið þið..var ekki Marý allt í einu farin að vera með nýjum gæja.. hún átti sinn Marinó og vissi bara ekki meir...alveg kolvitlaus yfir þessu. þarna var nefnilega  gamli góði misskilningurinn á ferðinni að fólk hélt Önnu vera Marý og öfugt...svona getur þetta verið. Það er ekkert gaman stundum að vera lík...þ.e.a.s lík einhverjum. Enda má segja hér og nú að Marý er sú eina okkar systranna sem er ennþá með sínum manni í dag..þvílíkt úthald..Grin

Ef í dag ég þyrfti að lýsa karakterum systra minna..kemst ég nokkurn vegin að niðurstöðu. Marý fæddist fyrst, þá Guðrún en Anna var í fyrstu talin æxli þar til annað kom í ljós. Marý býr yfir forystuhæfileikum en veit bara ekki af því og heldur sér til baka. Hún er trygglynd,einlæg og er vinur vina sinna. Guðrún er fiðrildi..ekki jarðbundin ,fljót að kynnast fólki er ófeimin og glaðlynd. Anna "litla sponsið" er svolítið lík karlinum honum pabba í sér. Hefur ákveðnar skoðanir. Á sér margar ljúfar hliðar..viðkvæm en á til að vera of alvörugefin.

Eins og ég sagði hér að ofan er Marý með forystuhæfileika þó hún fari vel með þá. Og ef maður hefur svolítið ýmindunarafl gæti maður hugsað sér að mikið hafi gengið á "þarna niðri" er þær voru um það bil að koma í heiminn...jafnvel rifist um hver þeirra færi fyrst út. Nú fyrst Marý fæddist fyrst...hlýtur hún að hafa sest ofan á Önnu greyið sem var jú minnst og klipið í kinnarnar á Guðrúnu og og sagt: " Gujún....étla fyðst..... sem og hún gerði. Nokkrum mínútum síðar birtist Guðrún..eldrauð í kinnum. Nú...svo héldu allir að ballið væri búið og það leið og beið...ekki kom Anna litla. Enda hafði hún ákveðið að bíða svolítið lengur..allt í einu komin með einbýlieftir að hafa verið í þessum þrengingum í marga mánuði. Marý og Guðrún biðu þolinmóðar en fóru svo að ókyrrast.

Loks kallaði Marý "Koddu út ðtrax litla hrukkudýðið þitt"... og rennir mín barasta sér með það sama út...agnarlítil og krumpuð með húð sem var eiginlega mörgum númerum of stór fyrir hana. Mamma sagði líka að Anna hefði verið eins og lítil hrukkótt kona.

Það væri ábyggilega hægt að tína ýmislegt til en ég læt þetta duga að sinni. Og langar að biðja alla viðstadda að rísa úr sætum og skála þeim til heiðurs. Svo óska ég ykkur innilega til hamingju með að vera orðnar næstum alveg jafngamalar og ég.


Urðarkettirnir í Austurbænum

Fyrir nokkrum árum síðan er ég var er ég var beðin um að vera veislustjóri í afmæli næst yngstu systur minnar voru góð ráð dýr. Hvað átti ég nú að segja. Það var alltaf svolítið erfitt að standa frammi fyrir sínum nákomnustu og þylja eitthvað mismerkilegt upp en svo datt ég niðrá það að reyna að koma með ýmis minningarbrot tengd okkur flest öllum..

Auðvitað gekk á ýmsu á æskuárunum og nóg að gera á stóru heimili.. Ævintýrin reyndar ekki langt undan..sundlaugin, Skansinn og sjórinn. Það var ekki ósjaldan skroppið í laugina sem var örstutt frá heimili okkar. Þá var oftast farið í sundbolinn heima og gengið berfætt í sund og svo til baka. Skansinn og klappirnar við sjóinn heilluðu okkur systurnar. Og oft fundum við gull og gersemar í náttúrunni, grafnar í sand eða fastar undir sjóblautum steini. Gullin okkar voru fegurstu skeljar eða furðulegir smásteinar. Hafnargarðurinn varð leiksvæði okkar huguðustu, er við sættum færis í hvassri austan átt og stórsjóir gengu yfir garðinn að hlaupa eins og fætur toguðu út á enda hafnargarðsins og svo til baka. Þetta var spennandi en ég held að við höfum engan veginn gert okkur grein fyrir þeirri hættu sem við vorum í. Enda fær maður hroll við að rifja þetta upp. Og eins gott að þessi fífldirfska fréttist ekki heim. Við hefðum heldur betur verið teknar í gegn. Svo er verið að tala um að strákar séu slæmir FootinMouth Ævintýraferðir voru margar uppá Helgafell og var það í einni að ein systra okkar hreinlega fraus í hlíðum fellsins og komst hvorki afturábak né áfram. En einhvernvegin komum við hinar henni niður að mig minnir með því að mjaka sér  á maganum niður hlíðina og alls ekki horfa W00t. Strákarnir í hverfinu voru misskemmtilegir...oftast hundleiðinlegir. Þeir áttu það til að taka til sinna ráða og hrekkja okkur miskunnarlaust og elta okkur upp að rótum Helgafells og þóttust þá vera með kláðaduft sem þeir ætluðu að pína inn á okkur. Og það get ég sagt ykkur að oft voru þessi hlaup upp á líf og dauða. Í okkar augum voru þeir hálfgerð skrímsli. Stundum voru þeir bara ágætir og var þá  var farið í læknisleik Whistling . Við sváfum allar í sama herbergi systurnar, fjórar í kojum en ég á svefnbekk. Stundum tóku yngri systur mínar sig til og pískruðu mikið og þá var oftast einhver stórkostlegur hrekkur í uppsiglingu. Það var nefnilega eitt sinn er ég í sakleysi mínu var komin í rúmið og að ég taldi þær líka,gerðu þær mér ljótan grikk sem ég gleymi aldrei. Ég varð vör við eitthvað pískur og fliss..en algerlega í lágmarki. Skyndilega verð ég vör við  undarlega nálægð (ég sneri höfði að glugganum svo ég sá ekkert hvað um var aða vera) svo ég ákveð að snúa mér við og hvað haldið þið.......blasir ekki við mér ber ..rass og viðkomandi gerði sér lítið fyrir og rak þetta líka heiftarlega við...framan í mig...og svo var hlegið og hlegið... en hvert einasta höfuð hvarf á undraverðum hraða undir sængurnar sem hristust allar af niðurbældum hlátri. En...beri rassinn var ekki eins fljótur upp í efstu koju og ég hét því að hefna mín grimmilega..geymt en ekki gleymt Devil

Það er snemma morguns...skóladagur og öll hersingin vöknuð klukkan sjö. Allar að flýta sér að pissa..klæða sig og bursta tennur og svo drífa sig í franskbrauð með osti og kæfu. Sneiðarnar misþykkar því þá var ekki hægt að kaupa niðurskorið. Næst yngsta verður fyrst í brauðið og kæfuna og við hinar...bíðum....því ekki borgar sig að anda á hana svona snemma dags GetLost Hún er komin í stellingar KONG FU hins fræga og stendur við eldhúsborðið með annan fótinn upp á hnénu. Ósýnilegur en finnanlegur sveipur í kring um hana (dont fuck with me) hún brosir ekki...starir á gólfið í þessari stellingu og gleypir í sig brauðið og mjólkina. Svo þegar hún er við það að ljúka við....rennir skriðan sér á brauðið og kæfuna. Gleypir í sig og svo út og í skólann. Í hádeginu er hún farin að brosa Smile

Ég sé fyrir mér eina systra minna klædda í leðurjakka og með hjálm. Gæinn hennar er allur leðraður frá toppi til táar með hjálm í hendi og strýkur með hinni hendinni yfir eldrautt hárið. Stórt og mikið mótorhjól af ábyggilega frægri gerð við hlið þeirra, vel pússað svo glampar á. Hún er gengin í mótorhjólaklíku. Ég sé aðra sýn þessa sömu systur og tvo mótorhjólagæja í mat á heimili okkar sem var á Vatnsleysuströnd í gosinu. Annar rauðhærður en hinn dökkhærður..besti vinur hins. Allir setjast að borðum og mikið hlegið en skyndilega dettur einni systurinni í hug að nú eigi að fara með borðbæn. Því hér væri aldrei byrjað að borða nema fara fyrst með stutta bæn. Þeir voru hálfvandræðalegir vinirnir en við glottum hvor til annarrar. Og auðvitað félli það í hlut gestanna að fara með bæn. Hvorugur sagði neitt en við vorum ákveðnar...fundum fórnarlambið og létum þann dökkhærða njóta heiðursins. Hann spennti greipar..steinþegjandi og hljóðlaust og gerði það sem fyrir hann var lagt. Á meðan áttum við ansi bágt með okkur því hann tók þessu háalvarlega strákgreyið. hvort það var sama kvöldið að mótorhjólagengið ætlaði að gera víðreist til Keflavíkur að sýna sig og sjá aðra...vantaði þann dökkhærða svitasprey og við vorum nú ekki lengi að redda spreyi fyrir fórnardýrið okkar. Við náðum í Bídex-sprey sem kannski flestar konur kannast við til hvers var notað hér einu sinni. Nú ef ekki þá var það notað til að spreyja á "lilluna" ef konur vildu fá extra góðan ilm og þá sérstaklega einu sinni í mánuði. Hann gerði sér lítið fyrir og úðaði vel undir hendurnar...ægilega ánægður og brunaði til Keflavíkur á vit ævintýranna...angandi af Bídex.

Á  nokkurra vikna fresti var laugin okkar tæmd og hreinsuð. Þá var mesta fjörið í austurbænum hjá okkur krökkunum. Því allir máttu fara í laugina í fötunum og vera oní þar til síðasti dropinn hvarf. Þvílíkt fjör, þvílík útrás sem við fengum. Þá giltu engin lög og engar reglur og þrátt fyrir ærslaganginn meiddist enginn. Og við fórum rjóðar og heitar heim í franskbrauð og kakó til mömmu.Einn góður maður sem taldist ekki vera eins og fólk er flest var næstum daglegur gestur í lauginni. Hann var ansi þykkvaxinn og að því að hann var ekki eins og aðrir áttaði hann sig ekki alltaf hvar og hvernig hann henti sér út í laugina. Enda var það orðið þannig er vinurinn birtist á sundskýlunni og gerði sig líklegan til að stökkva út í....tæmdist sundlaugin við austurbakkann og flýðu allir sem hendur og fætur toguðu yfir á vesturbakkann..því nú var komið að því. Hann tók undir sig stökk með fæturna kreppta upp við maga og með lotningu horfðum við á hann í loftinu hverfa með ægilegum smell oní laugina svo stór sjóstrókur stóð marga metra upp úr gatinu sem hann hvarf oní. Í langan tíma á eftir var stórbrim í lauginni sem gekk upp á alla bakka laugarinnar. Þegar kyrrðist um tóku allir við sér eins ekkert hefði skeð og héldu áfram leikjum sínum.

Þessi sami maður kom oft á heimili okkar og fór út með ruslið fyrir mömmu og frúna á efri hæðinni. Stundum var hann alveg ágætur en stundum varasamur(sérstaklega fyrir bakveikt fólk) Hann var þannig að ef það var lægð á leiðinni varð hann galsafenginn og óútreiknanlegur og varð húsbóndinn á efri hæðinni oftast fyrir barðinu á uppátækjum hans. Hann þessi þykki maður tók sig stundum til  við að pína húsbóndann á efri hæðinni. Aumingja maðurinn lagði sig vanalega eftir matinn..grandalaus og vissi ekki fyrr en vinur okkar settist klofvega yfir hann og hótaði að pína hann í bakið. Við heyrðum hlátur og veinin í húsbóndanum alveg niður til okkar. En vissum líka að það var allt í lagi vegna þess að þeir voru perluvinir.

Meira seinnaGrin


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband