Áhyggjur mínar

Umræðan í dag gerir mig smeyka..við hvað spyr einhver. Jú við þær fréttir sem berast til okkar um hryðjuverk og annað þeim tengdu. Eins og þetta horfir við mér er að styttast í 3ju heimsstyrjöldina (sem spáð var fyrir) fyrir ótal mörgum árum síðan. Þeir sem hafa lesið spádóma Nostradamusar sjá hversu mikil snillingur hann hefur verið því þú getur næstum rakið hverju hann var að spá fram á daginn í dag, svo nákvæmur var hann. Ef þið hafið ekki lesið spádómana hans þá endilega gerið það.
Nú ætlar Ísland að taka við flóttamönnum frá stríðhrjáðum ríkjum og í sjálfu sér hef ég ekkert á móti því nema..við verðum að staldra aðeins við eftir atburðina undanfarna daga. Ég ætla að vera svo gróf og spyrja hvaða fólk er þetta og er búið að kanna hvort innan um þennan hóp leynist ekki hryðjuverkamaður. Þeir eru lúmskt sniðugir að koma sér inn í önnur lönd og rotta sig saman og undirbúa hryðjuverk á saklaust fólk víða um heim. Þess vegna vil ég að Ísland staldri nú aðeins við í ljósi þessa. Ísland er  í sigtinu eins og fleiri lönd. Þökk sé ákveðnum íslenskum ráðamönnum sem studdu stríðsrekstur í Írak og tóku einhliða ákvörðun að styðja innrásina. Ef minnið er ekki í lagi þá er hægt að googla þetta.

Því er nú er svo komið að Ísland er komið á skotskífuna hjá þessum glæpamönnum sem eru að fremja hryðjuverkin.
Skil ekki af hverju Ísland segir sig ekki úr Sengen samkomulaginu strax svo hver og einn einasti maður/kona sem kemur inn í landið okkar verður að sýna vegabréf og einnig sakavottorð. Það þýðir ekki lengur þessi barnaskapur i okkur Íslendingum að halda að ekkert komi fyrir hér á landinu okkar og í þau skipti.. í mínum barnaskap hef ég hugsað þegar lönd eiga í stríði..hversu fegin ég er að búa á Íslandi.
En nú er svo komið að það er ekkert sem heitir að vera fegin að búa hér því það er ekki spurningin hvort..heldu hvenær ef íslenska stjórnin/alþingi ætlar að láta það óáreitt að hleypa hverjum sem er inn í landið. Það þarf að herða eftirlit eins og erlendis og vísa umsvifalaust fólki úr landi sem ekki getur sýnt fram á hreint sakavottorð og vegabréf. Þó svo að það taki lengri tíma  að afgreiða fólkið sem vill komast inn í landið okkar en það margborgar sig.
Yfir í annað áhyggjuefni,já ég hef áhyggjur, áhyggjur af svo mörgu.
Áhyggjur af blessuðu fólkinu hér á okkar fagra Íslandi sem getur ekki látið enda ná saman fjárhagslega og þarf að svelta sig fram að hverjum mánaðamótum eftir að búið er að borga það sem borga þarf.
Ég hef áhyggjur hversu lítilmótlega er komið fram við ellilífeyrisþega og öryrkja sem eru margir hverjir að lepja dauðann úr skel og fá ekki sínar réttmætu hækkanir á sín laun eins og aðrir í þjóðfélaginu.
Verð bara að segja eins og er að ef ég ætti ekki maka sem er útivinnandi þá væri ég afar illa stödd en undirrituð er örorkuþegi vegna heilsubrests. Og það er ekkert leyndarmál hjá mér hverjar mín laun eru frá Tryggingastofnun en útborgað fæ ég i peningum eftir skatt 126 þús rúmar. Og ekki má gleyma að ég hef réttindi úr lífeyrisjóði mínum og þar sem ég get ekki haft skattkortið mitt þar þá fæ ég heilar 53 þús kr í pening.
Ef ég væri ein með þessar tekjur borgandi af leigu/rafmagn og hiti/rekstur á bíl  o.s.fr þá sér hver sem vill að það er nú ansi lítið eftir af þessum peningum þegar upp er staðið.
Því sýnist mér í fljótu bragði að ég yrði að fá einhverja fjárhagsaðstoð til að komast af út mánuðinn eða fá gefins mat eins og svo margir neyðast til að gera. En sem betur fer er ég ekki ein.

Það er svo margbúið að brjóta á þessum einstaklingum launalega séð og það heldur áfram. Mér persónulega finnst að það eigi að fara með þetta fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og sýna heiminum hvernig brotið er á okkur og ég er viss um að sá dómstóll myndi dæma okkur í vil, ekki spurning. Svo ég skil ekki alveg þessa linkind hjá formanni Öryrkjabandalagsins að leyfa ráðamönnum að komast upp með þessi mannréttindabrot. Þannig fólk er ekki starfi sínu vaxið. Jújú..það var víst búið að lofa hækkun nú um áramótin næstu en samkvæmt áreiðanlegum heimildum er ekkert farið að gera í þeim málum ! Og ekkert er greitt aftur í tímann bara svo þið vitið það eins og flestir fá.
KÆRA EYGLÓ...er ekki kominn tími að líta sér nær.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband