Yndislegur sumartími að baki í Eyjum

Þó svo nú sé komið ekta eyjaveður rok og rigning má maður ekki gleyma þeim yndislegu og sólriku dögum sem glöddu okkur Eyjamenn  í marga daga samfleytt.
Á stundum sem þeim er sólin skein í heiði og hitinn var slíkur að manni varð á orði Spánn hvað? Þetta sumar verður lengi í minnum haft og ylja manni um hjartaræturnar.Tjaldútilega á Laugarvatni með börnum,barnabörnum tengdadætrum,tengdasonum og tengdaforeldrum sem var virkilega skemmtileg fyrir utan mýið sem var aðeins að stríða okkur..hitt stóð uppúr :)
Dagarnir fyrir og yfir þjóðhátíðina og eftir voru alveg hreint dásamlegir. Langt síðan ég hef skemmt mér svona vel á þjóðhátíð ..húsið fullt af fólki sem hefðu alveg vilja lengja hátíðina a.m.k um einn dag í viðbót og það voru fleirri mér sammála um það því veðrið var einfaldlega geggjað,hiti og sól og bros á hverju andliti.
Allir komust yfir hafið og heim eftir hátíðina en ég fékk að hafa yngstu barnabörnin aðeins lengur hjá mér. Við Helena mín fórum með þau í KOSTA DEL KLAUF tvo daga í röð og þar var buslað í sjónum og pikknik í fjörunni á eftir með kókómjólk og köku og sólin bakaði kroppana. Seinni daginn var Helena með sykurpúða og pulsur með "yfsiloni"og kveitur lítill varðeldur í fjöruborðinu til að brúna sykurpúðana og grilla pylsurnar..frábærir dagar í fjörunni og þau Fannar og Sunna skemmtu sér vel með okkur :)
Seinna var farið í flottu sundlauguna okkar en við vorum á útisvæðinu með litlu gormunum og þar var mikið sprellað. Meira að segja varð ég að fara 2x í stóru rennibrautina með Fannar í fanginu og lentum á bólakaf í lauginni fyrir neðan og það fannst honum rosalega gaman hahahahhaha :)
Við Helena skemmtum okkur ekki síður en þau litlu. Svo var komið að því að skila litlu gormunum til pabba og mömmu á Selfoss,við hjónin fóru með þau á föstudeginum eftir þjóðhátíð..en það sem það var svooo.. gaman í eyjum þá voru þau ekki neitt rosalega spennt að yfirgefa eyjuna.
En allt tekur enda á einhverjum tímapunkti.
Í minningunni verður sumarið 2016 yndislegt,fullt af sól og hita,hlátriog brosi á hverju andliti. Það er góð minning sem ég mun geyma í hjarta mínu. Takk öll fyrir dásamdar samverustundir í Kollukoti elskurnar mínar <3 <3


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband