Færsluflokkur: GULLKORN

Gullkorn

 

 Að meta hverja stund

Vinur minn opnaði undirfata skúffu eiginkonu sinnar og fann pakka sem var vafinn inní silkipappír.

Þetta" sagði hann er enginn venjulegur pakki. Hann tók utan af pakkanum og horfði á innihaldið. " Hún keypti þetta er við fórum í fyrsta skiptið til New York fyrir átta eða níu árum síðan.

Hún hefur aldrei notað þetta og vildi geyma fyrir alveg sérstakt tækifæri. "

Jæja ég held að nú sé alveg sérstakt tækifæri, sagði hann og lagði undirfötin við hliðina á öðrum fötum sem hann var búinn að finna, til að fara með í líkhúsið.

En kona hans var nýlega látin.

Hann snéri sér að mér og sagði: " Geymdu aldrei neitt fyrir sérstök tækifæri. Hver dagur í lífi þínu er sérstakt tækifæri".

Ég held að þessi orð hans hafi breytt lífi mínu.

Núna les ég meira og þríf minna.

Ég sit úti á verönd án þess að hafa stórar áhyggjur.

Ég eyði meiri tíma með fjölskyldunni og minni tíma í vinnu.

Lífið er uppspretta reynslu og það á að lifa því

en ekki bara komast af.

Ég er hættur að geyma hluti..

ég nota kristalsglös á hverjum degi.

Ég fer í nýjum fötum í stórmarkaðinn

ef mig langar til.

Ég geymi ekki besta ilmvatnið mitt lengur

fyrir sérstök tækifæri.

Ég nota það hvenær sem ég vil.

 

Þessi orð:

EINHVERN TÍMA eða SEINNA

eru að hverfa

úr orðaforða mínum.

Ef eitthvað

er þess virði

að SJÁ, HLUSTA eða GERA..

.vil ég SJÁ, HLUSTA eða GERA.

Bréf sem ég ætlaði að skrifa.....

EINHVERTÍMA.

Núna reyni ég að fresta ekki né geyma nokkuð það sem getur gefið líf mínu gildi

eins og hlátur og gleði,

heldur hleypi því öllu að.

Á hverjum morgni

segi ég við sjálfan mig

" Að þessi dagur verði alveg sérstakur.

Hver dagur...

hver klukkustund...

hver mínúta

er alveg einstök.

 

(höf. ók)


Hamingjan er ferðalag ekki áfangastaður.....

Í dag er tími til:

 

Að vinna eins og þú þurfir ekki á peningur að halda.

Elska eins og enginn hafi nokkurntíma sært þig.

Dansa eins og enginn sé að horfa..............

 

(höf.ókunnur)


Hugleiðing

Megir þú kynnast:

 

Hamingjunni svo þú verðir glöð

Erfiðleikum svo þú verðir sterk

Sorginni svo þú öðlist þroska

Voninni svo þú gefist ekki upp

Mistökum svo þú verðir ekki hrokafullur

Velgegni svo þér hlaupi kapp í kinn

Vináttu svo þú eigir þér skjól

Ríkidæmi svo þú líðir ekki skort

Áhuga svo þér leiðist ekki

Trú svo þú verðir ekki döpur

Ákveðni svo hver dagur verði öðrum betri.

 

(þýtt og endursagt: J.L)


Heimili mitt

Þú ert hér með þína styrku útveggi. Með glugga þína og hurðir. Útidyrahurð sem ég get gengið út og inn um hvenær sem ég vil.

Ég á þig, ég keypti þig og vinn fyrir þér. Þú ert heimili mitt. Allt sem ég legg til í þig eru mínar bestu óskir, langanir, vonir og þrár í lífi mínu Þú ert umgjörð utan um fjölskyldu mína en fyrst og fremst griðastaður. Tákn friðar, ánægju og gleði. Sameiningartákn, hláturs, gráturs, sorgar og huggunar ef eitthvað bjátar á. En umfram allt faðmur fjölskyldu minnar. Því hér verður eftir...þegar við yfirgefum þig, hús....minningar.... fullar af gleði, sorg, sáttum, unaði ,ást og umburðarlyndi. Hús með sál. (K.H.K)


Gullkorn

Ó..að ég væri himinninn og hefði öll hans augu til að horfa á þig. (Platon)

 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband