Bölvað myrkrið náði tökum enn og aftur...

Ég hef áður sagt og viðurkennt að ég er þunglynd og var komin á gott skrið sem þýðir að lyfin sem ég var á voru að virka bara vel. En það er komið babb í bátinn. Undan farna rúma tvo mánuði hef ég fundið fyrir því að lyfið er ekki að verka eins og var og líðanin eftir því verið upp og niður. Skildi ekkert í þessum geðsveiflum og fannst flest allt ómögulegt og óyfirstíganlegt suma daga.

Stutt í tárin og svo annað sem ég hef aldrei gert á ævi minni  ég hætti að fara út nema það allra allra nauðsynlegasta. Hef bara hvílst og lagt mig stundum þrisvar sinnum yfir daginn og þar spiluðu fj...verkirnir í kroppnum vegna vefjagigtarinnar. Gat ekki orðið sofið nema nokkrar klukkustundir í senn.

Svo það var ekkert annað að gera en hitta lækninn sinn og ræða þessi mál við hann enda leið mér mjög illa í sálinni. Hann var mjög alvarlegur þegar ég sagði honum frá þessu öllu  og hvað væri að þjaka gömluna bæði kroppurinn og geðheilsan. Niðurstaðan var sú að nú er verið að skipta um lyf og er ég svo til nýbyrjuð á þeim og þá er það bara þolinmæðin sem tekur við eins og ég hef áður nefnt að geðlyf byrja ekki sína alvöruverkun fyrr en eftir 10- 14 daga. Einnig fékk ég lyf til að getað sofið og það er einnig einhverskonar þunglyndislyf..ekki svefnlyf.

Fyrsta breytingin sem ég finn að ég er ekki eins verkjuð og geng ekki um eins og hundrað ára gömul kona og það finnst mér svo æðislegt. hef svo sem aldrei getað ýmindað mér að svona lyf hefði þessi áhrif en það virðist ætla að gera það. Kissing

Samkvæmt lækni á ég að taka eina töflu að morgni í fimm daga og fara svo í tvær á hverjum morgni ásamt því að taka inn þessa töflu að kvöldi  og ég vona það besta að þær virki vel á mig eins og hinar gerðu í töluvert góðan tíma.

Bestu dómararnir um líðan manns eru þeir sem eru manni næstir og búa með manni og taka eftir breytingum ef þær verða til hins verra og til hins betra meðan þú ert að berjast við gímaldiðog reyna að halda í brúnina eins lengi og þú getur. Ef þú missir takið á brúninni þá verður og ég segi verður þú að fara til læknis. Annars verður þú bara í frjálsu falli ef þú gerir ekkert og tala nú ekki um meðan þú sjálf gerir þér grein fyrir hvernig komið er fyrir þér. Að þú ert meðvituð um hvað er að gerast..kannski ekki í fyrstu en þegar dagarnir eru orðnir þannig að þú lokar þig inni og sefur þá er mikið að. Og það var eitthvað sem aldrei hefur fyrir mig komið.

Þunglyndissjúklingar eru margir hverjir snillingar í að villa mönnum sín..eru oft hrókur alls fagnaðar, virka glaðir og kátir  út á við þó þeim svíði í sálina sína ,þeir bera ekki stórslasaða sál sína á borð á mannamótum né úti í búð.En svo er hitt að þegar þú ert komin á góða ferð með hjálp lyfjanna þá eru þér yfirleitt allir vegir færir. Þú færð aðra yfirsýn á málin og getur betur leyst úr vandamálum ef þau verða á vegi þínum. Allt verður auðveldara ekki lengur eins óyfirstíganlegt. Smámál hætta að vera að stórmálum eða eins og sagt er að "Hættir að gera úlfalda úr mýflugu"  það er svo góð tilfinning og þú getur jafnvel hlegið seinna meir að vitleysunni í þér Tounge

styrkur_minn_var_ekki_til.jpg

 

Finnst við hæfi að setja inn eitt af Gullkornunum mínum  sem gefa mér styrk ekki síður en þeim sem njóta þeirra á síðunni minni

 Eigið góðan dag elskurnar og gangi ykkur vel Heart

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband