"Lemur í kjós "

"Lemur í kjós" er skemmtileg afbökun af  orðatiltækinu"Kemur í ljós Smile
Veit ekki af hverju þetta kom endilega upp í hugann akkúrat núna..hahahaha LoL
.

Ég vaknaði aftur á móti snemma í morgun á þessum annars dýrðlega laugardagsmorgni 29 mars 2014 með það í huga fyrst og fremst að taka til  á heimilinu eins og góðum húsmæðrum sæmir.
 Jújú..ég gerði eitt og annað..en ekkert merkilegra en að taka til og henda í þvottavélina. Því dagurinn bauð upp á þurrk á snúrunum sem löfðu letilega  úti í sólskininu  hér rétt fyrir utan.
Þegar veðrið er svona gott og sólin kitlar andlitið þá einhvernvegin fyllist maður aftur trú á lífið og tilveruna og hjartað verður fullt af svo yfirgengilegu þakklæti að fá að eiga þessa stund..í þessari paradís...akkúrat núna Heart
Ég bý á Heimaey, stærstu eyjunni í Vestmannaeyjaklassanum og þó svo ég sé fædd hér og uppalin..þá einhvernvegin er hver dagur..hver stund ..hvert augnablik í þessari einstöku paradís... alltaf eitthvað nýtt og svo fallegt sem ég upplifi á hverjum einasta degi. InLove
Og þannig hefur lífsganga mín verið gegnum tíðina þrátt fyrir boðaföll og storma á lífsleiðinni. Þá stendur alltaf uppúr þessi einstaki staður..  Heimaey.

Þessi eyja Heimaey er mitt ból og faðmur.Hún hefur alltaf tekið mér vel og það er gott að hvíla í faðmi hennar á hverjum einasta degi því hún býður upp á svo litríka og margbrotna náttúru og reynslu sem ég get sagt fullum huga að enginn upplifir nema að búa hér..allan ársins hring.
  
Sjáið bara... Heimaklettur vörður Eyjanna, Helgafell svo tignarlegt og Herjólfsdalur með öll sín yndislegu ævintýri  er líða fer að ágúst og svo mætti lengi telja..

 Ég elska þessa eyju og þykir einstaklega vænt um hana og allt sem henni fylgir.  Ég upplifði eldgosið  aðeins rétt 19 ára gömul með tæpra sex mánaða litlu dóttur mína og neyddumst til að yfirgefa fóstru okkar á einni nóttu...forðum.
Sem betur fór gátum við snúið aftur til eyjunnar okkar og hér erum við enn. Ég og elsta dóttir mín og þykir enn vænna um Heimaey fyrir vikið HeartVið komust af.... ég og litla stelpan mín þrátt fyrir hörmungar og fyrir það er ég ævinlega þakklát.InLove Ég veit ekki nema ég sé í álagafjötrum því enginn staður heillar mig eins mikið og Heimaey hefur gert og hér líður mér svo vel. Hér þekki ég næstum hvern stokk og stein og heilsa fólki á förnum vegi og lendi á spjalli við menn og konur..kunnugleg andlit..brosandi og hlýtt viðmót.Sérstaklega á degi sem þessum...er sól skín í heiði og varla bærist hár á höfði bæjarbúa..Cool allir verða einhvernvegin svo frjálsir og opnir.

Brosa og spjalla meira og kinka kolli til kunnugra á vegi þeirra í blíðunni. Því öll erum við á sama báti og hann heitir Heimaey.Við erum áhöfnin en hver er skipstjórinn ?

Hver er skipstjórinn...skulum við ósagt látið ... held hann sé enn óráðinn..eða bara óvirkur einhvernveginWink 
En það vantar í plássið ennþá held ég. Enda þurfum við skipstjóra með munninn fyrir neðan nefið. Skipstjóra sem lætur heyra í sér..er samkvæmur sjálfum sér og áhöfn sinni  og einnig fylginn sér í ákvörðunum og lætur ekki deigan síga..hvað sem á dynur. Stendur með áhöfninni  sem eru íbúarnir á Heimaey fram í rauðan dauðann.
Það er góður skipstjóriSmile  með heildina með sér.Enginn skipstjóri er skipstjóri nema með góða áhöfn með sér. Skipstjóri er ekkert án sinna manna.. það skulum við hafa í huga hvert og eitt.

  Enn..ef hann fær áhöfnina með sér  eru honum allir vegir færir.  Það virðist samt vera einhvernvegin í mínum augum að áhöfnin á Heimaey sé án skipstjóra svo það hefur orðið uppreisn á Heimaey  og mikil mótmæli í ræðu og riti og loks þegar áhöfnin er löngu búin að fá nóg..þá vaknar hinn svokallaði skipstjóri (sem lítið hefur heyrst í undanfarið) upp við vondan draum úr koju sinni og hugsar á undrahraða " Já.. ætli sé ekki best að reyna að segja eitthvað af viti" fyrst áhöfnin er búin að gera uppreisn..þá lúkka ég alla vega ekki eins illa í augum þeirra(áhafnarinnar) og sérstaklega þeirra sem mikils mega sín og hafa ávörðunarvaldið (hvort  eð er ) um hvort Heimaey verði lagt eður ei.

Það er stundum erfitt að vera skipstjóri á Heimaey..sérstaklega ef menn mega ekki mæla nema með leyfi þeirra sem eiga fjármagnið..allavega finnst okkur sumu hverju það vera ástæðan fyrir þögninni af hálfu skipstjórans...
Pifff..en það getur barasta verið bölvuð vitleysa í kollinum á mér og fleirrum sem hafa undrast yfir þögninni hjá skippernum þar til í fyrradag.
Einhverstaðar segir "þögn er sama og samþykki"..ertu ekki að grínast skipper? Bara orð engin framkvæmd..
Ææææ... vitlausa ég nú skil ég.Biðst mörg þúsund sinnum velvirðingar hahahahaha. Auðvitað eru "yfirskipstjórar" sem ráða yfir hinum svokallað skipstjóra á Heimaey.
"Pardonne moi france" best að þegja bara og koma sér undir árar og gera eitthvað að viti.
Allavega er áhöfnin á Heimaey tilbúin í róður Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband