Var svona erfitt að segja "Ég elska þig"

Eins langt og ég reyni að muna þá man ég ekki eftir því að pabbi eða mamma hafi sagt þessi orð við mig meðan þau ólu mig upp.

"Óþarfa tilfinningasemi"  var ekki við líði í þá daga og við það ólst ég upp. Og í dag þykir mér það afar sárt...meira að segja tilfinningar mínar hafa borið mig ofurliði við þessa tilhugsun og ég hef tárast við þessa hugsun og jafnvel farið að gráta, aðeins vegna þess að ég man ekki eftir að hafa heyrt þessi orð úr þeirra munni.

Man eftir að hafa heyrt orðið !"vænt um"  af og til en ekki þessi orð  hlýju orð og stöku faðmlag.
Ég geri mér grein fyrir  í dag  að þetta skiptir mig svo miklu máli. Ég bara tárast við að setja þetta á blað en ég þarf að gera það..mín vegna.
Ég er ekki að segja  að foreldrar mínir hafi verið vondar manneskjur heldur eins og ég nefndi hér að ofan óþarfa tilfinningasemi var ekki til þá.
Það gekk enginn upp að mér,faðmaði mig og kyssti og sagði þessi fallegu orð þegar ég var barn...því miður.
það var vegna þess að ég ólst upp við svona óþarfa tilfinningasemi að ég hélt því áfram í uppeldi á mínum börnum langt fram eftir aldri þeirra sérstaklega þeirra eldri og það finnst mér afar sárt þegar ég lít til baka.
 Hvað ég hef gert þeim í móðurhlutverkinu og enn verra ef ég hef gert þau að því sama. En sem betur fer hef ég fengið tækifæri til að betrumbæta mig í umgegni við fjölskyldu mína og lært að sýna hlýju og fullt af tilfinningum faðmlögum og kossum.


Sá sem ég á þetta allt að þakka er þessi yndislegi og ljúfi maður sem ég var svo heppin að hitta fyrir margt löngu síðan og ég nýt ennþá þeirrar hlýju,ástar,væntumþykju og vinskapar eins og þegar við hittumst fyrst.

Hann læknaði hjarta mitt og mörg hver sárin sem ég hef borið undir þykkum skrápnum .


 Verið einstaklega góður hlustandi og minn besti vinur gegnum súrt og sætt. Hann tók við mjög brotinni manneskju sem var ég... þótt ég gerði mér ekki fulla grein fyrir því þá.

En hann gafst aldrei upp á mér þrátt fyrir ýmis erfið tímabil. Þannig er ástin í öllu sínu veldi og fyrir allt þetta elska ég manninn minn meira en orð fá lýst.
Og það veit guð að ég elska börnin mín af öllu hjarta og vil veg þeirra sem bestan og það hef ég lært að sýna í orði og verki á þessum árum frá því ég kynntist elskunni minni. Það er ekki annað hægt en að breytast í betri manneskju þegar maður hefur engil við hlið sér.


Á þessum árum hefur svo margt breyst til hins betra og ég segi óhikað við börnin mín  í dag..Ég elska þig  eða segi..ástin mín og faðma þau að mér.

Þau hafa gefið mér barnabörn sem ég elska út af lífinu... öll með tölu og reyni að sýna það eins oft og ég fæ tækifæri til. Ég á yndisleg tengdabörn og þykir ofboðslega vænt um þau eins og börnin mín  <3 <3

Ég hef átt mörg góð samtölin við elstu dóttur mína við eldhúsborðið  enda alltaf sagt að hún hefði átt að vera sálfræðingur/geðlæknir/sálusorgari eða allt það sem hefur með manneskjur að gera.

Synd að fleirri fái ekki að njóta hæfileika hennar sem hlustanda og gefa góð ráð .En hún er allavega í starfi þar sem manneskjur  fá að njóta þjónustu hennar sem sjúkraliða.

Og hvað er betra en fá manneskju sem elskar starf sitt til að hugsa um velferð eldri borgara og umönnun þeirra. og minna þegar fram líða stundir :)

Ég starfaði sjálf í mörg ár við ummönnun aldraðra og ég elskaði vinnuna mína og leið vel á þessum stað Og ég hlakkaði alltaf til að mæta í þessa einstaklega gefandi vinnu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband