Mannréttindadómstóll Evrópu er það sem þarf

Nú um daginn heyrði ég í formanni Öryrkjabandalagsins í útvarpinu varðandi málefni sem liggur á okkur öryrkjum eins og mara sem og öðrum bótaþegum. Það kviknaði loksins ljós í myrkrinu þegar formaðurinn sagði að líklega þyrfti að fara með mál okkar fyrir dóm. Það hefði mátt gerast fyrir löngu síðan. Það er alltaf neyð að fara með mál fyrir dóm en í þessu tiltekna máli á að fara beinustu leið með þetta fyrir Mannréttindadómstólinn að mínu mati.
Við fáum engar hækkanir á þessum sultarbótum  sem ríkið skammtar okkur ..engar leiðréttingar aftur í tímann..kannski hækkun um áramótin..en samkvæmt áreiðanlegum heimildum þá er ekkert farið að gera í þeim málum s.s ekki búið að samþykkja eitt né neitt. Það er talað og talað þegar við eigum í hlut en aðgerðin er ekki orðin að veruleika enn þá. Hvað veldur..jú við virðumst vera einhver afgangshópur..ruslið í samfélaginu..einhver hópur sem má bara eiga sig og hefur ekkert við meira að gera. Ákveðin maður tók svo sterkt til orða fyrir margt löngu síðan sem er reynda hættur á þingi,einnig fyrir margt löngu að þessi hópur hefði bara ekkert við meiri peninga að gera..þeir drykkju bara meira.


Er það virkilega hugsun almennings að þessi hópur bótaþega séu bara einhverjir aumingjar sem bíða spenntir eftir að fá þessi lúsarlaun til að kaupa sér brennivín..er það þess vegna sem þessi sami hópur nýtur ekki sömu réttinda og flestir launþegar í landinu að fá ekki greitt t.d fyrir áramót?  Gerir fólk sér ekki grein fyrir því að örorkuþegi á fjölskyldu sem hann/hún þarf að sjá um. Fæða og klæða borga leigu og fleira af þessum lúsarbótum sem eru langt innan við fátækramörk og þessi sama fjölskylda hefur jafnvel ekki möguleika á að halda áramótin gleðileg með börnum sínum vegna þessa að Tryggingastofnun þóknast að gera ENGA undantekningu í slíkum tilfellum að greiða fólki út fyrir áramót.
Ég hef 2x skrifað til tveggja ráðherra er varða þetta málefni og þeir hafa báðir vísað á Tryggingastofnun sem hefur alfarið þetta vald í hendi sér að breyta. Hvers vegna sendi ég þeim bréf..jú akkúrat var það vegna áramóta að fólk fengi nú að halda áramótin með börnunum sínum en ekki bíða fram yfir áramót að fá þessar lúsarbætur.Ef það er enn við líði þessi hugsun hjá ráðamönnum að hafa nú vit fyrir þessum lúserum enda forsjárhyggjan allrosaleg þegar kemur að þessum hópum. Að þessi hópur hafi ekkert með það að fá meiri peninga í vasann þá er ekkert annað í stöðunni en fara með þetta mál og fleiri bótaþega beint í Mannréttindadómstól Evrópu. Íslenskir dómstólar munu aldrei samþykkja rétt okkar svo það er um að gera að fara beint í æðsta ráðið í Evrópu. Þó fyrr hefði verið því einhvernvegin hef ég haft á tilfinningunni að þeir sem hafa verið í forsvari fyrir þennan hóp séu haldnir meðfæddri linkind af versta tagi og þar af leiðandi ekki starfi sínu vaxnir.
Menn og konur sem stjórna hér á landi skulu bara muna eitt að það styttist í kosningar og ég er þess fullviss að við munum skoða vel og vandlega hvað við kjósum þegar þar að kemur. Þessi ríkisstjórn hefur allavega ekki staðið við sín loforð í svo ótal mörgum tilfellum að mér flökrar við að sjá þetta sama lið á sjónvarpsskjánum eða heyra í útvarpi. Innantóm loforð í upphafi kosninga og útkoman er enn í dag innatóm loforð.
Og enn og aftur sitja aldraðir og öryrkjar á bekknum og eiga ekki að fá að spila með í þessum leik sem og undanfarin ár.
Það er stundum kalt og nöturlegt á bekknum og erfitt að horfa á aðra leikmenn brillera í dansinum við mammon og þeir fá að leika með landsliðinu ár eftir ár á meðan við fáum einungis að horfa á og verða daprari og daprari..því þú ert ekki nógu góður/flottur til að spila með. Það eru ekki lengur nein not fyrir þig..þess vegna færðu að vera á bekknum svo lengi sem þú lifir og svo er það spurningin um hversu lengi þú lifir sem situr þarna niðurlútur á bekknum. Því leikmennirnir í landsleiknum hafa það flott og fínt..geta veitt sér bestu læknisþjónustu á meðan þú sem situr á bekknum hefur jafnvel ekki tök á að fara til læknis eða borga lyfin þín og þarft oftar en ekki að vera án peninga í tvær til eina viku þegar þú ert búinn að borga þitt og þá á eftir að lifa,komast af restina af mánuðinum jafnvel með börn á framfæri.


Mér finnst þetta mannvonska af versta tagi á sama tíma og Ísland er að taka við flóttafólki og mylur undir þetta blessaða fólk enda lítur þetta afskaplega flott út, út á við..á sama tíma lætur ríkistjórnin hluta af sínum eigin þegnum svelta og heldur þeim í fátækragildru.
Á sama tíma sem þeir sjálfir fá hækkanir á sín laun óumbeðið.. þökk sé kjararáði.Mikið vildi ég óska þessa að ég fengi að spila í landsliðinu allavega í nokkur ár áður en ég yfirgef bekkinn að eilífu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband