"Fólk á þínum aldri"

Þetta ofnotaða leiðinda,orðatiltæki "fólk á þínum aldri" finnst mér persónulega að verið sé að tala niður til fólks. Þessi leiðinda setning bremsar mann svolítið af. Og um leið og þessi orð eru sögð brotnar eitthvað innan í manni.
Þarna er verið að setja þig í flokkinn,sem á ekkert að taka mikið mark á..þennan sem er næstum komin með tánna á grafarbakkann. Þú ert ekki lengur í liði með hinum þú ert annars flokks manneskja og það er talað niður til þín af yngra fólki og sérstaklega læknum og ekki ósjaldan af fjölskyldumeðlimum. Líkt og þú sért allt í einu orðin óviti í annað sinn og hafir ekki hundsvit á neinu lengur og það er fullt af fólki sem vill hafa vit fyrir "fólkinu á mínum aldri" óbeðið.

Má ég þó leyfa mér að benda á nokkrar mikilvægra staðreyndir..þó þið haldið að þið vitið allt þá ég er ekki dauð úr öllum æðum ennþá ég er full af lífi og ævintýraþrá, elska að vera elskuð, elska náttúruna,sumarið og sólina, haustið og á veturna kertaljósin. Ég er hræðilega rómantísk eins og ég nýt þess að elskast með manninum mínum. Ég hef yndi af því að gera mig fallega eins og þú, mála mig eins og þú fara í strípur og klippingu eins og þú, verða brún og hraustleg..eins og þú.
Ég er full af orku ennþá og fer oftar en ekki framúr mér enda nýt ég þess að skapa, smíða lög og texta. Ég er listhneigð og ég veit vart hvað ég get tekið mér fyrir hendur því það er svo margt sem mig langar að gera og skapa. Ég hef leikið nokkrum sinnum á sviði og er með diplóma sem leikkona. Ég hef orðið þess heiðurs aðnjótandi að ljóð sem ég gerði 19 ára var frumflutt við lag Þorvaldar Bjarna í Hörpunni þegar 40 ár voru liðin frá eldgosinu á Heimaey. Og nú á aftur að flytja það þann 20 janúar í nýrri útsetningu og  nýjum söngvurum og ekki af verri endanum og ég er svo spennt. Ég hef gefið út fyrstu skáldsöguna mína á hljóðdisk "Silfurskrínið"  Það hefur verið gefin út á safnplata "í Skugga meistara yrki ég ljóð" eitt laganna er eftir elstu dóttur minna við texta okkar beggja. Nú hugsa margir: "Sú er góð með sig" en ég hef einfaldlega verið að gera margt sem aðrir hafa ekki gert eða þorað og ég er mjög ánægð með það sem ég hef afrekað. En oft vill það verða að það sem gert er á heimaslóðum er ekki eins merkilegur pappír nema ná í það út fyrir landsteina Heimaeyjar.


Það má vel vera að einstaka persónur að verða 64 ára séu orðnar úr sér gegnar en ég er það ekki..ekki ennþá. Og meðan ég finn fyrir þessu lífsfjöri og ást á lífinu og tilverunni get haldið áfram að skapa, hlægja eins og vitleysingur/grátið yfir bíómyndum og haga mér óskynsamlega á stundum,grínast óspart og getað notið lífsins geri ég það meðan andi bærist í brjósti mínu.
Þegar ég aftur á móti mæti nakin út í búð og í krummafót þá er í lagi að taka undir handlegginn og vísa manni rétta leið. 
En þegar farið er að taka fram fyrir hendurnar á "fólki á mínum aldri" og tala niður til þeirra þá hef ég þá skoðun eins og ég nefndi hér að ofan að nú sé verið að bremsa mann af. Þú átt ekki að haga þér svona eða segja svona eða skipta þér af nú er komið að því að setjast í helgan stein þú átt að vera svona en ekki hinsegin s.s ekki eins og þú vilt
það er ekki við hæfi fyrir "fólk á þínum aldri". Hæfi hverra spyr ég og fyrir hverja ?
Það er komið að þeirri merku stund að mati þeirra sem yngri eru að nú er kominn tími til að setja þig í hilluna með vörunni sem er komið fram yfir neysludag en ég bara púa á svona hugsunarhátt.


Það var hér einu sinni að fólk var talið háaldrað 40-50 ára gamalt og þess sjást mörg merki í kirkjugarðinum en það var ástæða fyrir að fólk lést svo ungt í raun og veru en var talið gamalt á þeim tímum. Það var allt erfiðið og búskaparhættir sem urðu til þess að fólk náði ekki hærri aldri. En það ætlar seint að skiljast í dag að "fólk á mínum aldri" lifir lengur og hefur það betra. Betri húskostur og vinna. Hér lifir fólk langt fram á 90 aldursárið og jafnvel lengur og konur eru oftast langlífari en karlar. Aldurstalan er bara tala og meðan þér líður eins og 30-40 ára þá skaltu bara leyfa þér að líða þannig hvað sem öðrum finnst. Þetta er þitt líf.

Því inní þér ertu ennþá þessi unga manneskja sem átt allt lífið framundan. Allt lífið er dagurinn í dag og eins er það fyrir þig unga manneskja og vonandi á morgunn og hinn og hinn. Því enginn veit sína ævina fyrr en öll er og dauðinn fer ekki í manngreinarálit. Ef lífið væri þannig að sá elsti dæi fyrst þá væri vel en það er ekki svo gott, dauðinn fer ekki í manngreinarálit eins og ég nefndi og það versta sem hægt er að upplifa er að þurfa að fylgja barni til grafar og foreldrið stendur eftir og spyr sig af hverju ekki ég.

Þó ég sé að nefna mín afrek og langanir þá hefur lífið ekki alltaf verið dans á rósum og hefur það hefur mótað mína persónu og styrkt enda hef ég aldrei gefist upp þó ég hafi verið barin niður eða á mér traðkað og verið milli tannanna á fólkinu hennar Gróu á Leiti. Þetta fólk sem smjattaði á sögum um mig á sínum tíma þekkti mig akkúrat ekki neitt og hafði ekki hugmynd um mín spor í lífinu og marga þá erfiðu og slæmu reynslu sem ég hef lent í gegnum ævina. Það er hægt að brjóta hvern mann niður og sverta á marga vegu með illu umtali ég einfaldlega frétti af þessu alveg óvart og hvað ég varð reið og sár og var það lengi en svo tók ég mig taki og hætti að hugsa hvað öðrum fannst um mig og í dag er mér svo slétt sama hvaða álit aðrir hafa á mér. Búandi við ofbeldi og drykkju sem barn gerði mig skelfilega hrædda og það er nokkuð sem ég hef aldrei getað fyrirgefið og mun aldrei gera. Sífeld hræðsla við hvað yrði næst gerði það að verkum að ég pissaði á mig á stundum svo hrædd var ég. Búandi svo við það sama mörgum árum seinna rúmlega þrítug var skelfileg lífsreynsla og ekki síst fyrir börnin mín.Á þessum tímabili missti ég algjörlega traust á laganna vörðum því ofbeldismaðurinn var lögreglumaður sem ég var gift í þrettán ár og guð hvað mér fannst ég ein og ég var ofsalega hrædd við hann enda var hann snillingur í að hóta og haga sér vel er ég neyddist til að hringja eftir aðstoð samstarfsmanna hans þá breyttist hann í mann sem var alveg sallarólegur og yfirvegaður og það var bara spjallað saman á léttu nótunum og þá sá ég að engra hjálpar var að vænta úr þeirri átt og flúði og ekki í fyrsta sinn því þessi sjúku menn eru svo sniðugir og sannfærandi og fullir eftirsjár með loforð um að gera þetta aldrei aftur. En það kom að því að þetta gekk ekki lengur og við slitum samvistum og ég hef aldrei á ævinni verið eins fegin og þegar ég varð laus við hann úr lífi mínu og ekki síst börnin mín og það sem ég sá mest eftir var að hafa ekki fyrir löngu verið búin að ganga burtu. Því börnin mín hafa ekki beðið þess bætur, andlega að hafa búið undir sama þaki og hann. En af hverju gerði enginn neitt vitandi af ofbeldinu..af hverju sté ekki einhver inn og hjálpaði mér og börnunum og sagði hingað og ekki lengra því það vissu ansi margir af þessu en það var horft framhjá þessu og ég spyr mig..hvers vegna ?

Ég hef aftur á móti talað um það áður að ég vildi óska að ég hefði kynnst núverandi manni mínum fyrir löngu,löngu síðan ljúfari og betri manni hef ég ekki kynnst um ævina og hann er mér svo góður og elskar mig eins og ég er og ég hann eins og hann er. Hann er svo hlýr í alla staði og aldrei í slæmu skapi og kemur mér oft til að hlægja og öfugt enda er hann rosalega stríðinn og hefur mikið gaman af hversu trúgjörn ég er. Ég alveg vilja gefa honum barn en þar sem ég var komin úr barneign er við kynntumst þá varð svo að vera en ég veit það eitt að hann hefði orðið alveg einstakur pabbi.

Eins og sjá má á skrifum mínum þá hefur brautin verið pínu rykkjótt á lífsleiðinni ýmis áföll sem ég hef unnið misjafnlega vel úr en aldrei gefist upp það bara finnst ekki í mínum kokkabókum. Ég vinn í lausnum og það hefur gefist vel.Ég er full af eldmóð og ég þoli ekki óréttlæti né níð eða það sé verið að gera lítið úr manneskjunni og svo vil ég skora á konur í Vestmannaeyjum að opna ME TOO síðu og ég skal vera sú fyrsta til að skrifa mína sögu.Því ég veit að það eru ótal margar konur/stúlkur sem hafa lent í þessu !

Farið svo bara vel með ykkur elskurnar og njótið augnabliksins
Kveðja úr Kollukoti wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband