Samgöngur og ekki síst ÍBV

Segi bara bravó fyrir samgöngumálaráðherra..loksins loksins er verið að rétta hlut okkar Eyjamanna að borga sama fargjald í Þorlákshöfn og við borgum í Landeyjar. Enda hefur þetta verið ansi stór biti að kyngja fyrir marga hverja og rándýrt fyrir fjölskyldur að borga í Þorlákshöfn. Næsta skref er að viðurkenna sjóleiðina sem þjóðveg okkar Eyjamanna. Löngu kominn tími á það mál líka. Svo þegar fram líða stundir mætti fara enn dýpra í málin og greiða fyrir farið eins og í Hvalfjarðargöngin. Mikill vill meira hugsar einhver en þetta er bara réttlætismál fyrir okkur tæplega 5 þús manna þjóðfélag.

Maður getur nú ekki sleppt því að tala um ÍBV handboltaliðið okkar..djös..snillingar cool
ekki þekki ég til hvernig tekið er á móti Bikar- eða Íslandsmeisturum annars staðar á landinu en ég er hundrað prósent viss um að hvergi er tekið eins vel og veglega á móti sigurvegurum eins og hér á Heimaey. Ég hef verið við þessi tækifæri einu sinni um borð  með fótbolta hetjunum okkar og á bryggjunni og mér fannst alveg spes að verða þeima samferða alla leið heim og móttökurnar maður..vá. Þetta er bara míni þjóðhátíðarflugeldasýning par exelans og bros á hverju einasta andliti. Ég vil óska Bikarameisturunum í handbolta karla hjartanlega til hamingju  frábær leikur í undanúrslitunum og hvað þá í úrslitaleiknum. Maður verður bara að bugta sig og beygja fyrir hetjunum okkar bæði fyrr og nú, stelpum og strákum.. þið eruð frábær laughing Og Eyjunum til mikils sóma. Áfram ÍBV
Kveðja úr Kollukoti


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband