17. júní er brúðkaupsdagurinn okkar

Ég valdi þennan dag fyrir 11 árum síðan að biðja elskuna mína að giftast mér. Já ég..gerði það ;)
Hann var úti í garði að slá á þessum yndislega degi, blásaklaus og vissi ekkert hvað kærastan var búin að plana fyrir margt löngu síðan.
Þetta hefði ég aldrei gert..nema að ég vissi að hann var sá sem ég vildi eyða ævi minni með og hann var á sömu bylgjulengd og ég og við vorum eitt.. frá byrjun okkar sambands.
Yndislegri manni er ekki hægt að eignast sem eiginmann og þann eðalmann sem hann Ómar minn hefur að geyma.
Hann ljúfur,blíðlyndur,þolinmóður en um fram allt,einstaklega góður vinur.
Og ekki síst vinur vina sinna.
Ég tel mig heppna að hafa kynnst Ómari mínum á þessum tíma og miklu meira en það.
Ég vona innilega að allir þeir sem kynnast þessari ást..þessari hlýju og væntumþykju eigi yndislega daga,mánuði og ár framundan eins og ég og Ómar minn.
Það fer bráðum að skipast veður í lofti hjá okkur skötuhjúunum að flytja okkur um set og okkur hlakkar mikið til að fara í austurbæinn þar sem ég ólst upp sem barn en vissulega er þessi staður bara einn lítill hluti af þeim slóðum sem ég þekkti frá barnsaldri. 
Við förum úr stóru 3ja-4ra herbergja í helmingi minna húsnæði eða eitt svefnherbergi og stofa..en þar mun okkur örugglega líða vel..enda,enn nær hvort öðru ;)
Og þannig viljum við vera, saman,alltaf.
Sem segir að erfitt verður að fá næturgesti í framtíðinni en alltaf finnst lausn einhversstaðar og einhvertíma ;)

Við  gamla settið, bíðum bara spennt eftir kallinu úr austurbænum og ég er
lööööngu tilbúin..hahahahaha ;) 
Eigið frábæran 17.júní elskurnar og Guð geymi ykkur hvert og eitt
Við  Ómar á þjóðhátíð 20101 1

Kærar kveðjur frá okkur Ómari
úr Kollukoti






 







_mar_skipstjori.jpg Elskan mín :)






 

 

 

 

Uppáhalds presturinn okkar sem gaf okkur saman fyrir 11 árum síðan.

Svaramenn voru Helena  dóttir mín og Geir tengdasonur minn :)

DSCF0632


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband