Urðarkettirnir í Austurbænum

Fyrir nokkrum árum síðan er ég var er ég var beðin um að vera veislustjóri í afmæli næst yngstu systur minnar voru góð ráð dýr. Hvað átti ég nú að segja. Það var alltaf svolítið erfitt að standa frammi fyrir sínum nákomnustu og þylja eitthvað mismerkilegt upp en svo datt ég niðrá það að reyna að koma með ýmis minningarbrot tengd okkur flest öllum..

Auðvitað gekk á ýmsu á æskuárunum og nóg að gera á stóru heimili.. Ævintýrin reyndar ekki langt undan..sundlaugin, Skansinn og sjórinn. Það var ekki ósjaldan skroppið í laugina sem var örstutt frá heimili okkar. Þá var oftast farið í sundbolinn heima og gengið berfætt í sund og svo til baka. Skansinn og klappirnar við sjóinn heilluðu okkur systurnar. Og oft fundum við gull og gersemar í náttúrunni, grafnar í sand eða fastar undir sjóblautum steini. Gullin okkar voru fegurstu skeljar eða furðulegir smásteinar. Hafnargarðurinn varð leiksvæði okkar huguðustu, er við sættum færis í hvassri austan átt og stórsjóir gengu yfir garðinn að hlaupa eins og fætur toguðu út á enda hafnargarðsins og svo til baka. Þetta var spennandi en ég held að við höfum engan veginn gert okkur grein fyrir þeirri hættu sem við vorum í. Enda fær maður hroll við að rifja þetta upp. Og eins gott að þessi fífldirfska fréttist ekki heim. Við hefðum heldur betur verið teknar í gegn. Svo er verið að tala um að strákar séu slæmir FootinMouth Ævintýraferðir voru margar uppá Helgafell og var það í einni að ein systra okkar hreinlega fraus í hlíðum fellsins og komst hvorki afturábak né áfram. En einhvernvegin komum við hinar henni niður að mig minnir með því að mjaka sér  á maganum niður hlíðina og alls ekki horfa W00t. Strákarnir í hverfinu voru misskemmtilegir...oftast hundleiðinlegir. Þeir áttu það til að taka til sinna ráða og hrekkja okkur miskunnarlaust og elta okkur upp að rótum Helgafells og þóttust þá vera með kláðaduft sem þeir ætluðu að pína inn á okkur. Og það get ég sagt ykkur að oft voru þessi hlaup upp á líf og dauða. Í okkar augum voru þeir hálfgerð skrímsli. Stundum voru þeir bara ágætir og var þá  var farið í læknisleik Whistling . Við sváfum allar í sama herbergi systurnar, fjórar í kojum en ég á svefnbekk. Stundum tóku yngri systur mínar sig til og pískruðu mikið og þá var oftast einhver stórkostlegur hrekkur í uppsiglingu. Það var nefnilega eitt sinn er ég í sakleysi mínu var komin í rúmið og að ég taldi þær líka,gerðu þær mér ljótan grikk sem ég gleymi aldrei. Ég varð vör við eitthvað pískur og fliss..en algerlega í lágmarki. Skyndilega verð ég vör við  undarlega nálægð (ég sneri höfði að glugganum svo ég sá ekkert hvað um var aða vera) svo ég ákveð að snúa mér við og hvað haldið þið.......blasir ekki við mér ber ..rass og viðkomandi gerði sér lítið fyrir og rak þetta líka heiftarlega við...framan í mig...og svo var hlegið og hlegið... en hvert einasta höfuð hvarf á undraverðum hraða undir sængurnar sem hristust allar af niðurbældum hlátri. En...beri rassinn var ekki eins fljótur upp í efstu koju og ég hét því að hefna mín grimmilega..geymt en ekki gleymt Devil

Það er snemma morguns...skóladagur og öll hersingin vöknuð klukkan sjö. Allar að flýta sér að pissa..klæða sig og bursta tennur og svo drífa sig í franskbrauð með osti og kæfu. Sneiðarnar misþykkar því þá var ekki hægt að kaupa niðurskorið. Næst yngsta verður fyrst í brauðið og kæfuna og við hinar...bíðum....því ekki borgar sig að anda á hana svona snemma dags GetLost Hún er komin í stellingar KONG FU hins fræga og stendur við eldhúsborðið með annan fótinn upp á hnénu. Ósýnilegur en finnanlegur sveipur í kring um hana (dont fuck with me) hún brosir ekki...starir á gólfið í þessari stellingu og gleypir í sig brauðið og mjólkina. Svo þegar hún er við það að ljúka við....rennir skriðan sér á brauðið og kæfuna. Gleypir í sig og svo út og í skólann. Í hádeginu er hún farin að brosa Smile

Ég sé fyrir mér eina systra minna klædda í leðurjakka og með hjálm. Gæinn hennar er allur leðraður frá toppi til táar með hjálm í hendi og strýkur með hinni hendinni yfir eldrautt hárið. Stórt og mikið mótorhjól af ábyggilega frægri gerð við hlið þeirra, vel pússað svo glampar á. Hún er gengin í mótorhjólaklíku. Ég sé aðra sýn þessa sömu systur og tvo mótorhjólagæja í mat á heimili okkar sem var á Vatnsleysuströnd í gosinu. Annar rauðhærður en hinn dökkhærður..besti vinur hins. Allir setjast að borðum og mikið hlegið en skyndilega dettur einni systurinni í hug að nú eigi að fara með borðbæn. Því hér væri aldrei byrjað að borða nema fara fyrst með stutta bæn. Þeir voru hálfvandræðalegir vinirnir en við glottum hvor til annarrar. Og auðvitað félli það í hlut gestanna að fara með bæn. Hvorugur sagði neitt en við vorum ákveðnar...fundum fórnarlambið og létum þann dökkhærða njóta heiðursins. Hann spennti greipar..steinþegjandi og hljóðlaust og gerði það sem fyrir hann var lagt. Á meðan áttum við ansi bágt með okkur því hann tók þessu háalvarlega strákgreyið. hvort það var sama kvöldið að mótorhjólagengið ætlaði að gera víðreist til Keflavíkur að sýna sig og sjá aðra...vantaði þann dökkhærða svitasprey og við vorum nú ekki lengi að redda spreyi fyrir fórnardýrið okkar. Við náðum í Bídex-sprey sem kannski flestar konur kannast við til hvers var notað hér einu sinni. Nú ef ekki þá var það notað til að spreyja á "lilluna" ef konur vildu fá extra góðan ilm og þá sérstaklega einu sinni í mánuði. Hann gerði sér lítið fyrir og úðaði vel undir hendurnar...ægilega ánægður og brunaði til Keflavíkur á vit ævintýranna...angandi af Bídex.

Á  nokkurra vikna fresti var laugin okkar tæmd og hreinsuð. Þá var mesta fjörið í austurbænum hjá okkur krökkunum. Því allir máttu fara í laugina í fötunum og vera oní þar til síðasti dropinn hvarf. Þvílíkt fjör, þvílík útrás sem við fengum. Þá giltu engin lög og engar reglur og þrátt fyrir ærslaganginn meiddist enginn. Og við fórum rjóðar og heitar heim í franskbrauð og kakó til mömmu.Einn góður maður sem taldist ekki vera eins og fólk er flest var næstum daglegur gestur í lauginni. Hann var ansi þykkvaxinn og að því að hann var ekki eins og aðrir áttaði hann sig ekki alltaf hvar og hvernig hann henti sér út í laugina. Enda var það orðið þannig er vinurinn birtist á sundskýlunni og gerði sig líklegan til að stökkva út í....tæmdist sundlaugin við austurbakkann og flýðu allir sem hendur og fætur toguðu yfir á vesturbakkann..því nú var komið að því. Hann tók undir sig stökk með fæturna kreppta upp við maga og með lotningu horfðum við á hann í loftinu hverfa með ægilegum smell oní laugina svo stór sjóstrókur stóð marga metra upp úr gatinu sem hann hvarf oní. Í langan tíma á eftir var stórbrim í lauginni sem gekk upp á alla bakka laugarinnar. Þegar kyrrðist um tóku allir við sér eins ekkert hefði skeð og héldu áfram leikjum sínum.

Þessi sami maður kom oft á heimili okkar og fór út með ruslið fyrir mömmu og frúna á efri hæðinni. Stundum var hann alveg ágætur en stundum varasamur(sérstaklega fyrir bakveikt fólk) Hann var þannig að ef það var lægð á leiðinni varð hann galsafenginn og óútreiknanlegur og varð húsbóndinn á efri hæðinni oftast fyrir barðinu á uppátækjum hans. Hann þessi þykki maður tók sig stundum til  við að pína húsbóndann á efri hæðinni. Aumingja maðurinn lagði sig vanalega eftir matinn..grandalaus og vissi ekki fyrr en vinur okkar settist klofvega yfir hann og hótaði að pína hann í bakið. Við heyrðum hlátur og veinin í húsbóndanum alveg niður til okkar. En vissum líka að það var allt í lagi vegna þess að þeir voru perluvinir.

Meira seinnaGrin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helena

Ha ha ha ha ha ha Bara gaman af þessum sögum og endurminningum hjá þér Endilega haltu áfram á þessari braut og þó svo það gangi eitthvað erfiðlega að koma inn ljóðunum þá er bara um að gera að þrauka og gefast ekki upp. Þú hlýtur að finna einhvern flöt á þessu sem þú sættir þig við

Svo þarftu endilega að prófa að setja inn einhverjar myndir við færslurnar.....gerir þær enn meira lifandi

Keep up the good work

mbk,

Helena 

Helena, 26.8.2008 kl. 20:32

2 Smámynd: Kolbrún Harpa Vatnsdal  Kolbeinsdóttir

Takk fyrir Helena mín. Já ég verð ð segja að maður getur ekki annað en brosað þegar maður er að skrifa þetta. Og vonandi fer það ekki fyrir brjóstið á neinum ha..ha bara gaman. Já ég sé að það væri skemmtilegra að hafa eitthvað myndefni með. Ástarkveðjur

Kolbrún Harpa Vatnsdal Kolbeinsdóttir, 27.8.2008 kl. 07:02

3 identicon

Sæl Harpa mín,ég tek undir þetta með Helenu,það er bara gaman að lesa þetta :) Nú veit mar líka hvaðan Helena hefur það að vera góður penni hehe

Ljóðin eru líka æðisleg til lukku með síðuna ekkert smá flott hjá þér

kveðja

Anný

Anný (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 17:39

4 Smámynd: Kolbrún Harpa Vatnsdal  Kolbeinsdóttir

Takk fyrir Anný mín og gaman að sjá þig commenta á síðina mína. Love it  og þetta er nú bara smá byrjun hjá mér það á væntanlega fleirra eftir að koma í ljós úr gullkistunni minni góðu en hún samanstendur af troðfullri gamalli skjalatösku og kössum ha..ha  heyrumst

Kolbrún Harpa Vatnsdal Kolbeinsdóttir, 9.9.2008 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband