Hörpuljóð

Kveðja til lífsins

 

Ég kveð ykkur yndislegu fætur mínir sem hafa borið mig gegn um líf mitt, hvernig sem á stóð.

Ég kveð ykkur kæru mjaðmir og skaut sem gáfuð mér unað jafnt sem sársauka. Unað elskendanna og sársauka fæðingar barna minna.

Ég kveð þig kviður minn og nafli.

Ég kveð brjóst mín sem gáfu mér unað. Sælu handa sem struku svo blíðlega og varir sem kysstu. Hamingju er barnið mitt saug brjóst mitt og saddi það. Veitti því öryggi og yl.

Ég kveð ykkur armar mínir sem hafa huggað og glatt í senn og verið til staðar þegar einhver þurfti á að halda.

Ég kveð ykkur fingur mínir sem lékuð á hljóðfærið og strukuð burtu sorgartárum.

Ég kveð ykkur dýrmætu hendur mínar með söknuði.

Ég kveð axlir mínar sem nutu kossa og yndis blíðlegra handa.

Ég kveð þig háls minn sem geymir rödd mína, ástarorð og hlýju. Og ljúfsára minningu vara sem kysstu.

Ég kveð þig andlit mitt og varir. Varir sem kysstu af ástríðu, varir sem kysstu af söknuði, varir sem kysstu vinakossa, varir sem kysstu barn mitt af ást og umhyggju.

Ég kveð þig nef mitt sem fannst ilminn af árstíðunum og þér. Ilminn af þér barnið mitt, ilminn af þér vinur minn.

Ég kveð augu mín sem sáu svo margt, skildu svo margt en voru stundum blind. Tár mín sem sefuðu mig og glöddu í senn.

Ég kveð ykkur eyru mín sem nutuð tóna náttúrunnar...tónlistarinnar...ástarorðanna og hlátra barna minna.

Ég kveð þig hár mitt ,geislandi, glansandi og ilmandi.

Ég kveð þig líkami minn...að eilífu................

ljóð. K.H.K

 

 

 

 

 

clip image002

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helena

Huhummm.......ef ég vissi ekki betur þá mætti halda að þú værir við dauðans dyr !!!!

Nei nei......þetta er mjög fallegt ljóð og segir svo margt. Minnir mig nokkuð á ljóð eftir W.H. Auden (1907- 1973) sem heitir Stop all the clocks. Veit ekki hvort þú kannast við þetta ljóð en það er rosalega fallegt og reyndar kann ég það nánast utan að eftir að hafa horft á myndina Four weddings and a funeral milljón og einu sinni. Það sem er þó ólíkt með því ljóði og þínu er að þar er það syrgjandinn sem talar en í þínu er það ,,hinn látni/hin látna" sem talar...eða það er allavega það sem ég les úr ljóði þínu

Læt ljóðið inn á síðuna mína ef þú skyldir ekki kannast við það

lovjú mommy dearest

Helena, 12.9.2008 kl. 00:44

2 Smámynd: Kolbrún Harpa Vatnsdal  Kolbeinsdóttir

Þetta ljóð varð til fyrir mörgum árum síðan og kom í kjölfarið á upplestri sögu sem einn af okkar ástsælu leikurum þessa lands las upp. Sagan hafði svo mikil áhrif á mig að úr varð þetta ljóð. En þetta er kveðja konu sem veit að tími hennar á þessari jörð er að verða lokið og í ljósi þess kveður hún lífið á þennan fallega hátt. Kveður líkama sinn með ást og söknuði.......

Kolbrún Harpa Vatnsdal Kolbeinsdóttir, 12.9.2008 kl. 06:42

3 identicon

Flott ljóð.

Dabbi (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 18:30

4 Smámynd: Kolbrún Harpa Vatnsdal  Kolbeinsdóttir

Takk fyrir commentin elskurnar mínar og gott að vita að það sem ég er að gera hérna er að skila einhverju. Enda var tilgangurinn sá í upphafi. En miðað við innlit og flettingar þá væri nú virkilega gaman að fá álit annarra úti í hinum stóra heimi.. Íslandi.. Fæ ég broskall eða ekki...... verið óhrædd við að segja ykkar skoðun....ég bít ekki..

Kolbrún Harpa Vatnsdal Kolbeinsdóttir, 14.9.2008 kl. 07:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband