Gullkorn

 

 Að meta hverja stund

Vinur minn opnaði undirfata skúffu eiginkonu sinnar og fann pakka sem var vafinn inní silkipappír.

Þetta" sagði hann er enginn venjulegur pakki. Hann tók utan af pakkanum og horfði á innihaldið. " Hún keypti þetta er við fórum í fyrsta skiptið til New York fyrir átta eða níu árum síðan.

Hún hefur aldrei notað þetta og vildi geyma fyrir alveg sérstakt tækifæri. "

Jæja ég held að nú sé alveg sérstakt tækifæri, sagði hann og lagði undirfötin við hliðina á öðrum fötum sem hann var búinn að finna, til að fara með í líkhúsið.

En kona hans var nýlega látin.

Hann snéri sér að mér og sagði: " Geymdu aldrei neitt fyrir sérstök tækifæri. Hver dagur í lífi þínu er sérstakt tækifæri".

Ég held að þessi orð hans hafi breytt lífi mínu.

Núna les ég meira og þríf minna.

Ég sit úti á verönd án þess að hafa stórar áhyggjur.

Ég eyði meiri tíma með fjölskyldunni og minni tíma í vinnu.

Lífið er uppspretta reynslu og það á að lifa því

en ekki bara komast af.

Ég er hættur að geyma hluti..

ég nota kristalsglös á hverjum degi.

Ég fer í nýjum fötum í stórmarkaðinn

ef mig langar til.

Ég geymi ekki besta ilmvatnið mitt lengur

fyrir sérstök tækifæri.

Ég nota það hvenær sem ég vil.

 

Þessi orð:

EINHVERN TÍMA eða SEINNA

eru að hverfa

úr orðaforða mínum.

Ef eitthvað

er þess virði

að SJÁ, HLUSTA eða GERA..

.vil ég SJÁ, HLUSTA eða GERA.

Bréf sem ég ætlaði að skrifa.....

EINHVERTÍMA.

Núna reyni ég að fresta ekki né geyma nokkuð það sem getur gefið líf mínu gildi

eins og hlátur og gleði,

heldur hleypi því öllu að.

Á hverjum morgni

segi ég við sjálfan mig

" Að þessi dagur verði alveg sérstakur.

Hver dagur...

hver klukkustund...

hver mínúta

er alveg einstök.

 

(höf. ók)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband