Hörpuljóð

Brostu gegnum tárin.

 

Brostu

gegnum tárin

þó eflist hjarta sárin

þó allt á móti blási

þá brostu bara á móti

þó engist þú

af hjartasorg

 þá ber þær raunir

ei á torg

brostu

og sjá

hvað skeður

gleðstu

og leiðinn kveður

 

Ef sorgin

gegn um andlit skín

brostu

og sjáðu

hve hún dvín.

 

Gráttu aðeins

er þú ert ein

ef aðrir sjá

þá stattu bein

En láttu

táraflóðið renna

ef þér finnst lífið

sárt og brenna

beið um hjálp

og finndu mig

ég skal brosa 

fyrir þig.

 

 



Því þegar eitthvað

bjátar á

getum við ekki

komist hjá

að leita hjálpar

öðrum frá.

að gráta sárt

og finna til

finnast sér ekkert

verða í vil

sjá aðeins

inn í tómið svart


sjá draga skugga

yfir allt


sem áður fyrr

var bjart.

 

Þá þyngir yfir 

hverri sál

þá finnst oss lífið

aðeins prjál

enginn gleðst

og enginn hlær

enginn

er okkur

hjartakær

en brostu samt

í mótbyr þeim

sem við bjóðum

ávalt heim

þótt harmþrunginn

þú sért í dag

þá brostu samt

og gleðstu í dag.

 

ljóð K.H.K maí´77)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæl Harpa, mikið eru þetta falleg ljóð hjá þér, kær kveðja.

Helgi Þór Gunnarsson, 28.9.2008 kl. 23:46

2 identicon

Mamma þú ert náttúrulega bara Hreinasti Snillingur þegar kemur að Ljóðagerð alltaf kemur þetta frá innstu rótum hjartans enda ertu Yndislegasta Og Hlýjasta Manneskja í Heimi Elska þig  Ástarkveðja Frá Álftanesi

Írena Lilja (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 20:17

3 Smámynd: Kolbrún Harpa Vatnsdal  Kolbeinsdóttir

Ástarþakkir fyrir falleg orð

Kolbrún Harpa Vatnsdal Kolbeinsdóttir, 1.10.2008 kl. 05:43

4 Smámynd: Helena

Þetta er rosalega vel gert hjá þér mamma eins og oft áður. Og góð áminning á þessum tímum sem við erum að upplifa í dag....

Helena, 6.10.2008 kl. 16:15

5 Smámynd: Kolbrún Harpa Vatnsdal  Kolbeinsdóttir

Veistu það að það borgar sig hundraðfalt að reyna allavega að brosa þó svo manni sé ekki hlátur í huga...kannski færðu eitt undurfagurt bros á móti sem lyftir sálinni og gleður þó svo það sé ekki nema andartak....

Kolbrún Harpa Vatnsdal Kolbeinsdóttir, 6.10.2008 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband