Færsluflokkur: HÖRPULJÓÐ

Hörpuljóð

Óskasteinninn
Óskasteinninn
  • Ef ég aðeins vissi um lítinn óskastein
  • sem verndargrip þér færði ef snúa viltu heim
  • Þú strýkur steininn varlega ósköp nett og blítt
  • og viti menn þá alsjáandi augað opnast vítt.

  • Gegn um holt og hæðir yfir  Atlantshaf
  • sérðu það sem hug þinn fangað hefur
  • þér opnast fegurst sýnin gullið sólartraf
  • á Heimaey sem guð þér góður gefur

  • Af dýrustu perlum hennar Heimaklettur ber
  • í austri Helgafell við bæjarrætur
  • í vestri Herjólfsdalur hvanngrænn orðinn er
  • hann býður okkur töfra ágústnætur.
    • Svo gleymdu aldrei vina hvar sem ferð um lönd
    • þeim stað sem hafið kyssir fjörusand
    • ef heimþráin þig bugar og togar í þín bönd
    • þá mundu eitt þú átt þér griðastað

    •  Ljóð.K.H.K

 

 


Hörpuljóð

 

 

Mamma
Hinsta kveðja
Ég kveð þig kæra vina ég kveð þig mamma mín
í faðmi drottins sefur blíðust sálin þín
á vængjum morgunroðans um röðulglitrað haf
fer andi þinn á guðs vors helga stað
þar engin þjáning né kvöl né sorgartár
aðeins ró og friður í hverri þreyttri sál
þér þakka samfylgdina og minninguna um þig
nú bið ég góðan guð að geyma þig

    Ljóð. K.H.K

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband