10.2.2010 | 13:36
Hvað felst í brosi þínu?
Enginn veit hvað felst í brosi þess er úthellir því fyrir þig. Oftast geturðu ráðið í hvort það er einlægt eða ekki. En svo einhvernvegin birtist bros sem þér finnst ekki alveg eins það ætti að vera.
Bak við hverja þá brynju er fólk sýnir dag hvern með brosi og svarar fínt þegar það er spurt frétta...er kannski "fínt" ekki endilega rétta svarið en það skásta fyrir viðkomandi.
Enda kemur flestum ekkert við hvað felst á bak við brynjuna. Það geta verið fjárhagsáhyggjur eða áhyggjur af ættingja....hvað sem er og þú ferð ekkert að útsegja öðrum það á förnum vegi svo þú segir bara "fínt" og brosir til að sannfæra hinn um að það sé barasta allt í fínu lag.
Enda vill fólk heyra að allt sé í þessu fína og að ég tali nú ekki um í dag..nóg komið af svartsýnisrausi í útvarpi og sjónvarpi allan liðlangann daginn...
Og þrátt fyrir svartsýnisrausið segir fólk bara "fínt" þegar það er spurt frétta..er jafnvel að missa sitt...atvinnulaust....o.s fr...heldur því öllu fyrir sig og engist í hjarta sínu yfir öllu þessu bjargarleysi.
Tala nú ekki um þegar atvinnutækifærin eru lítil sem engin, hvert sem litið er.
Fólk er að hverfa af landi brott með von um betri tækifæri...yfirgefur landið sem er að verða rjúkandi rúst....
Svo mundu næst þegar þú spyrð frétta að bak við fallega brosið gæti leynst sorg og vonleysi..þ.e.a.s nema þú þekkir viðkomandi mjög vel. Ótrúlegustu persónur geta verið ansi góðir leikarar og hlegið og brosað og verið hrókur alls fagnaðar en bak við brynjuna leynist kannski djúpt þunglyndi þegar aðrir sjá ekki til...
En ef þig virkilega langar til að heyra meira en orðið "fínt" þá skaltu spurja hvernig gangi...hvort sé nóg að gera..um fjölskylduna ,um heilsufar, atvinnu. Þá kannski færðu annað svar en "fínt"...
Bara svona smávegis til umhugsunar á þessum annars yndislegu vordögum sem hafa verið frá því um áramót. Eigið góðan dag elskurnar..

Flokkur: DAGBÓKIN MÍN | Facebook
Athugasemdir
Sæl Harpa, góðar hugleiðingar hjá þér.
Kær kveðja frá Áshamrinum.
Helgi Þór Gunnarsson, 23.2.2010 kl. 20:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.