7.3.2010 | 13:16
Ánægð með daginn í gær 6 mars 2010...;)
Ég er ánægð með daginn í gær og sátt við að hafa fengið að hafa mína skoðun og haft áhrif á gang mála. Og ég er stolt yfir að tilheyra INDEFENS /til varnar ÍSLANDI-hópnum sem kom svo sínum kröfum áfram til forseta Íslands og hann tók mark á kröfum okkar...
Og í gær laugardaginn 6 mars fengum við þjóðin..fólkið í landinu að velja milli feigs og ófeigs og það er vel....
Ég er mjög ánægð að hafa svona mann sem forseta sem tekur mark á vilja þjóðarinnar en ekki einhverjum 63 hræðum sem þykjast vera að stjórna landinu og hefur tekist illa að ráða við aðstæður. Einblína á skuldir til erlendra aðilla á meðan þjóðinni þeirra "blæðir út".
Ég vil þessa ríkisstjórn burtu og vil fá að velja menn og málefni "hvaðan svo sem þeir koma úr hinum svokallaða pólitíska geira".
Bara til þess eins að velja menn og málefni sem koma okkur..þjóðinni í landinu til góða og rífa okkur uppúr þessum þunglyndisdvala sem tröllríður öllu ... og með okkar hjálp..okkar fólkinu í landinu.
Ég vil ekki lengur heyra þessa sífelldu bábylju sem hefur sært eyru okkar landsmanna dag eftir dag og er löngu komin með upp í kok af og þessari blessuðu ríkisstjórn/óstjórn....
Ég vil nýja sýn á landið mitt..ég vil fólk sem ég get treyst fyrir framtíð barnanna minna og barnabarna og jafnvel barnabarnabarna...
Ég vil ekki setja þau í hlekki skuldaklafa einstakra manna sem hafa farið með landið okkar eins sorptunnu... allavega skyldu þeir okkur þjóð sína eftir...þannig og það er dapurt....
Og nú stöndum við frammi fyrir því "Jón og Gunna" venjulegir íslenskir ríkisborgarar að þurfa að opna okkar götóttu vasana og reyna að finna einhverja leið til að borga Hollendingum og Bretum samt sem áður. Jú ríkisstjórnin segist vera með betri samninga í höndunum í dag..En það væri fróðlegt að heyra í hvaða skuldaklafa "samt sem áður" ríkisstjórnin er að setja okkur í...
Ég mæli með að forseti vor Ólafur Ragnar (með mikilli virðingu) upplýsi okkur fólkið í landinu hversu "góðir " þessir samningar eru og um leið fáum við enn og aftur að láta okkar álit skína frammi fyrir stórþjóðunum Bretlandi og Hollandi. Við vorum seintekin í þorskastríðinu en við höfðum okkar fram, ekki satt....?
Þó svo við verðum að bakka aðeins um stundarsakir og verða sjálfum okkur nóg um tíma ..hvað er að því?
Ekkert..nákvæmlega ekkert að því.....lítum okkur nær og verndum okkar land...hjálpumst að við að reisa landið upp úr þessari ösku sem brunaliðið skyldi eftir (svo kallaðir útrásarvíkingar en kýs að kalla þá glæpamenn)
Hversu hátt Hollendingar og Bretar öskra...leyfum þeim að öskra..
En ég veit, að þetta er aðallega hinn almenni borgari þessara ríkja sem situr við það borð að fá ekkert á diskinn sinn..
En ef við Íslendingar eigum ekki einu sinni disk...hvað eigum VIÐ þá að gera...?
Ég trúi því ekki að óreyndu að eitthvað verði bara samþykkt án vitneskju (okkar fólksins í landinu)"sem þurfum svo að borga allt á endanum" ....
Ég trúi því ekki... að það verði ekki reynt að ná í rassgatið á þessum mönnum sem settu landið í þær ógöngur sem við erum í, í dag...ekki að óreyndu.....
En ég vil trúa því, að við komumst heil útúr þessu en stóra spurningin er hvenær?
Mér líst reyndar ekki vel á framtíðina næstu 3-4 árin og sé fyrir mér stórfelldann niðurskurð hjá fólkinu í landinu....enda eru það alltaf "við " sem þurfum að borga brúsann þegar upp er staðið og fólkinu er að fækka..það flýr landið vegna þessarar óstjórnar.....og skattanna..
Hversu þolinmóð getum við verið..ég bara spyr...? Við getum í dag ekki einu sinni reynt að afla aukatekna vegna þess að þá kemur skatturinn inn í dæmið og tekur það frá okkur sem við ..þó svo við værum að reyna að gera eitthvað til að getað greitt reikninga heimilisins...Nei það er ekki lengur eitthvað til að fara í ,eins og í denn....
Vertíð..sem gefur vissulega aukapening í budduna er ekki lengur eftirsóknarvert því þá þarftu að borga hærri skatta...og þessi vertíð er kannski, ef vel gengur í 2- 3 mánuði á ári.....
Hver vill vinna meira en þarf ,ef þú ert að borga miklu meira af tekjunum sem þú ert svo sannanlega að reyna að gera til að getað greitt lánin þín...sem stöðugt hækka..hmmmm...
Þetta er ömurlegt að horfa uppá.. enda viljum við öll standa við okkar skuldbindingar en okkur er leiðin ekki gerð greiðfær... í kjölfarið á þessu fjandans ICESAVE máli......
Ég veit að það eru einstakir aðilar sem eiga sitt á þurru og það er bara fínt og skulda engum neitt og það er enn betra. En stór hluti fólksins í landinu er í hrikalegum aðstæðum og þið afsakið mig þegar ég segi eftirfarandi: Það er verið að styðja við fólk utan úr heimi (sem ég hef fullann skilning á enda nutum við Eyjamenn stuðnings frá ýmsum þjóðum vegna Heimaeyjargossins)
Þá er ég að tala um jafnvel árlega styrki til þjóða sem eru í krísu...en þá segi ég bara "Maður líttu þér nær" hvernig væri að snúa sér að sínum og bjarga því sem bjargað verður..?
Nei..það er engin fátækt á ÍSLANDI.....nei einmitt ...þ.e.a.s ef þú hugsar þannig.
Hvar hefur þú þá verið ef þú kannast ekki við þetta orð "fátækt á Íslandi" og ástandið versnar stöðugt því ríkistjórnin er fötluð og horfir aðeins í eina átt..til Hollendinga og Breta,,,en ekki til okkar fólksins síns í landinu sem er að blæða út mörgum hverjum eins og ég hef áður nefnt......
Mér þykir leitt að draga upp þessa dökku mynd en því miður er hún sönn..
Við sjáum og heyrum af Jóni og Gunnu sem eru að missa allt sitt og eru jafnvel að fara í burtu frá þessu okkar annars elskaða landi..þvert ofan í það sem þau vildu..af hverju? Spurjið þessa svokölluðu ríkisstjórn....
Flokkur: DAGBÓKIN MÍN | Breytt 1.1.2011 kl. 07:06 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.