Draumur (ort í maí 1979)

"Sérðu blómið ég fann það í dag

þú mátt eiga það, mamma

blómið sem fann ég í dag".

 

Ég reikaði ein og golan var hlý

lagðist í grasið og horfði á ský

fannhvít svo dúnmjúk og létt

mig langaði að taka á sprett 

og þeysa á því um draumfagran himinn.

Ég lá þarna lengi og lét mig dreyma

hugsaði um þig sem beiðst mín heima.

Er snéri ég höfðinu, þá sá ég blómið

svo ungt svo fagurt og frítt.

Ég strauk því við vangann

og teygaði angann

ilminn af sumri og grasi. 

(höf. KHK) 

clip_image002_959668.jpg

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband