Sólbrúnir vangar...siglandi ský og sumar í augum þér.....

Veðrið hefur leikið við okkur hér í Eyjum í marga..marga daga. Yndislegt að fá svona sumardaga. Dúlla sér í garðinum eða bara liggja í sólbaði. Hundarnir okkar hafa flatmagað hér úti á palli eins og mannfólkið á milli þess að standa upp og svala þorstanum og fundið sér síðan skugga til að kæla sig í.

Og nú er Herjólfur byrjaður siglingar í Landeyjahöfn og það þykir mér frábært. Ótrúlegt að getað farið hérna út á hraunið og séð skipið í höfninni hinu megin við sundið. Þvílík breyting fyrir okkur hér í Eyjum og ekki síst fyir þá sem ekki hafa komið til Eyja eða ekki lagt í að vera á sjó hátt í þrjá klukkutíma en sjá sér fært nú í dag að SKREPPA hérna yfir og ferðin tekur aðeins rúman hálftíma.

Við eigum vafalaust eftir að sjá mikið rennerí af fólki ofan af fasta landinu í skreppitúr yfir í Eyjar á næstunni....Grin

Ég óska áhöfn og farþegum góðs gengis og megi haust og vetrarvindar fara mjúkum höndum um kinnunga skipsins og stýra því heilu til hafna beggja megin sundsins...Smile 

dsc_0001_1010562.jpgdsc_0001_1010562.jpg

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæl og blessuð Harpa, mikið eru orð þín í garð samgöngumála okkar falleg, ég tek heilshugar undir með þér.

kær kveðja. 

Helgi Þór Gunnarsson, 24.7.2010 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband