18.10.2010 | 19:17
Ljóð til þín litli minn...:)
Dag og nótt er hugur minn hjá þér
ég sé þig litli drengur minn
hjarta mitt er meyrt
með tár á kinn
ég faðma þig úr fjarlægð
mín hugsun sterk
minn hugur mætir þér
Ég rétti út hendur mínar
minn styrk þér allan gef
og sendi þér ást mína
sem umvefur þig kærleika
umvefur þig hjarta mínu
og allri sál minni.
Þú ert litla ástin mín
von mín og framtíð
ég hlakka til að fá að leiða þig
fá að brosa og hlægja með þér
faðma þig og elska.
Segja þér sögur og kúra með þér
í ömmu rúmi.
Hugga þig þegar þú grætur
koma þér til að brosa og hlægja
heyra þig segja: amma
Þú sérð hversu miklar væntingar
ég hef þér til handa, litli minn
og ég hlakka til er sá dagur kemur.

Á meðan pabbi og mamma
umvefja þig og elska þig
vernda þig af öllum þeirra mætti
litli gimsteinninn minn
því þar ertu í kærleiksríkustu höndum
sem til eru í heiminum
Hvert augnablik er greypt og geymt
hver hreyfing, hver andardráttur
eru augnablik sem aldrei gleymist.
Þú ert elskaður af öllum mætti
af allri sál, litli vinur.
Guð geymi þig og verndi
Öll þín ógengin spor.
Amma-Harpa
Flokkur: DAGBÓKIN MÍN | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.