Mjúkir eða grjótharðir....;)

Hvernig stendur á því að þegar maður þarf að fara að spá í jólagjafir þá fer heilinn í frí...bara stopp..getur ekkert hugsað, horfinn!Shocking

Jesús minn og hvað þá að úthugsa jólagjöf  handa bóndanum,það er sá mesti hausverkur sem ég upplifa þegar jólin nálgast.Shocking

Af hverju má bara ekki gefa gamaldags Flókainniskó og Old Spice rakspíra........allavega var ekki flókið að gefa mömmu og pabba jólagjafir í denn.

Sama jólagjöfin ár eftir ár og alltaf voru þau jafn undrandi og ánægð. GrinGrin

 

En núna..... je minn...ef ég væri tölva myndi ég "krassa" alltaf í desember og jafnvel fyrr.W00t

Af hverju var ég ekki fyrir löngu búin að kaupa gjafir sem ég er búin að ætla að gera í mörg ár og byrja strax eftir liðin jól  til að tapa ekki glórunni rétt fyrir næst jól ha..? Af hverju ekki.

Alveg ótrúlegt hversu mikið fífl maður getur verið . Ég er greinilega ekki þessi hagsýna húsmóðir sem ég "ætlaði alltaf" að vera í byrjun nýs árs, lofaði mér því eftir hver einustu jól..nó þeink jú very næs.

Eitthvað klikkar í hvert skipti...gæti verið að on/off takkinn sé ekki virkur nema á 11 mánaða fresti og þá rétt  í nokkrar  sársaukafullar mínútur, þegar rennur upp fyrir manni að það eru að koma  aftur jól og þá bara slokknar á honum aftur...sjálfkrafa. 

Eins og ég elska nú allt jólatilstandið og hlakka til að gæða mér á jólsteikinni á Aðfangadagskvöld. Ég held að ég yrði barasta ánægðust með að fá bara góðan mat og láta það nægja...hahaha...

Mér fannst nú nokkuð gott sem elsta dóttir mín talaði um á feisinu en hún hefur verið að prjóna eins enginn sé morgundagurinn. Nýbúin að læra að lesa uppskriftirnar á peysum og nefndu það..En það gerðist eftir að hún var búin að klára peysu  um daginn eftir að mig minnir 12 ár .

Peysan er í einu orði sagt afar skrautleg og eftir afrekið hafa margir mátað og hún virðist passa öllum en þó misjafnlega vel þ.e stærðin. Afturstykkið virðist allavega vera aðeins styttra en framstykkið. Allavega var það þannig á Davíð þegar hann mátaði hana og við urðum gjörsamlega vitlaus af hlátri.Og þegar ég mátaði hana voru axlirna niðrá olnboga...allt í lagi svosem...Tounge

En eitt gott sem hún sagði: Að nú mættu allir fara að "kvíða" fyrir jólagjöfunum hahahaahhaahahaha...Grin þær yrðu allar mjúkar í ár...

Svo ég er bara að pæla í "grjóthörðum" jólagjöfum í ár til að vega uppá móti Helenu ..ég hef líka verið að föndra..hahahahaha... Svo ég segi bara eins og hún: Þið megið kvíða fyrir jólgjöfunum í ár...hahahahahahahaha..GrinToungeWink

Bráðum koma

 Ástarkveðjur úr Kollukoti...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband