Með Dauða hafið á andlitinu....:)

Dagur þrifa og snyrtimennskunnar setti svip sinn á gærdaginn. Þ.e að ég byrjaði á að fara í jólaklippinguna á stofu hér í bæ og leit snökktum skárr út eftir yfirhalninguna..Halo

Sá á feisinu að elsta dóttir mín var eitthvað að barma sér yfir að hana vantaði að láta klippa sig eftir að hafa klippt alla fjölskylduna. Meira að segja hundinn og köttinn....og blessaðan Snjótittlinginn sem sat í sakleysi sínu úti á sólpallinum hennar....W00t

Svo ég bauð fram mína eðalþjónustu enda ýmsu vön gegnum tíðina að klippa,lita og setja PERMANETT í hárið á ónefndum manni fyrir margt löngu síðan...best að vera ekkert að tala of mikið um þetta permanett ef ykkur er sama...Tounge

Dóttir mín vissi samt ekki hvort hún átti að gleðjast eða hræðast þetta boð mitt en hún lét sig hafa það og setti hár og höfuð í mínar hendur...Wink Þrátt fyrir að ein frænka mín aðvaraði hana að láta mig ekki koma nálægt hárinu hennar....hahhaha..en þá kom sú aðvörun of seint...Tounge

Ég fékk mínu fram og klippti og litaði á henni hárið. Snyrti augabrúnirnar og setti kolsvartan lit á þær...sumir eru svo fjandi fljótir að taka lit og hún er ein af þeim en ég huggaði hana með því að þetta yrði orðið fínt fyrir jólin....Cool

Liturinn sem fór í hárið var rosa rauðleitur svo ég sagði henni að vera ekkert á ferðinni næstu daga því annars yrði kallað á Slökkviliðið..1..2..0g snellý....Devil

 Nú svo kom að andlitshreinsuninni og ég skvetti framan í hana smá vatni... því það má ekki vera þurrt þegar" Dauða hafið "er sett á andlitið.....Ninja

Ég makaði þessu á andlitið og raspaði vel og vandlega svo allar löngu dauðar húðfrumur hurfu eins og dögg fyrir sólu með undraverðum hætti og gamli góði meyjarroðinn birtist eins og sól í heiði svo úr varð frískandi og leikandi létt áferð á andliti dóttur minnar...Grin 

Svo auðvitað varð að setja á andlitið DNA  eitthvað krem frá NIVEA eftir skrúbbið,sem ég dúppaði á enni, kinnar, höku og nef. Þetta "Dauða haf" er bara brill en ekki hef ég hugmynd um hvernig þeir setja" Dautt haf " í svona flottar krukkur með ábyggilega gömlum strand sandi í sem margir hafa gengið á misjafnlega hreinir á fótunum ehemmm..Kissing

En eftir alla yfirhalninguna fór hún þokkalega ánægð heim...reyndar með risastór sólgleraugu sem huldu kolsvartar augabrúnir og skellti sjalinu sínu yfir hárið svo ekki yrði hringt í 112 meðan hún lagði land undir fót uppá Smáró...Cool

Svona ykkur að segja er ég ekkert hissa á að maðurinn hennar þekkti hana ekki þegar hún kom heim, því hann spurði víst hver hún væri og hvað hún var að gera í hans húsum.....hahahaha..ToungeGrinWinkWink

DSC 0001

 

Kveðja úr Kollukoti  og gleðileg jól elskurnar mínar...Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband