Með Dauða hafið á andlitinu (framhald)...;)

Sko...ég var búin að skrifa þetta með Dauða hafið þarna á undan en dauðlangaði að skrifa aðeins meira. En þar sem ég var ekki viss um hvort bóndinn minn yrði par ánægður með að ég klíndi honum saman við atburði dagsins í gær....lét ég kyrrt liggja..Tounge

En svo sá ég að hann var að lesa pistilinn minn í morgunn og var eitthvað kíminn á svipinn, svo segir hann: "Ég var nú hálfsmeykur um að þú værir að skrifa eitthvað þarna um mig"....Ég svaraði honum að ég hefði ætlað að gera það en ekki lagt í það...Grin  hahaha.. En hefði það verið í lagi? spurði ég.

"Hahaha...jáá..jáá sagði hann þá. Svo ég sagðist myndi líklega skrifa eitthvað í dag. Nú er hann farinn niðrí vinnu eitthvað að vesenast svo ég var fljót að setjast niður og skrifa..hahahahahaha ..Wink

Enda þegar "kötturinn er úti..fer músin á stjá"...látið mig kannast við það eins og til dæmis í fyrravetur..reyndar var þetta aðeins stærra kvikindi. Enginn köttur í húsinu, nei,nei.. en 2 hundar og létu sér hvergi bregða. Enda sagði meindýraeyðirinn að hundarnir hafi bara haldið að þetta væri eitt af húsdýrunum...GetLost oj..bara....

Jæja...ég ætlaði nú ekkert að fara út í þessa sálma enda ekkert sérlega  gaman að hugsa um þetta ógeð....

Sko...eftir að Helena var horfin sjónum með dökku sólgleraugun og sjalið yfir hárinu tók ég mig í gegn seinna um kvöldið. Og þar sem ég var í svo miklu hreinsunarátaki þessa stundina fór ég inn í stofu og starði á bóndann minn gagrýnum augum....Alien "Hvað"? spurði hann.

Á ég ekki að snyrta aðeins á þér augabrúnirnar..þær eru eins og villtur skógur í Afríku og svo ertu svo rosalega samvaxinn.... ég meinti sambrýndur....hann sagði ekkert strax og ég stóð eins og klettur og haggaðist ekki um þumlung á meðan ég virti óunnið verkið fyrir mér...Kissing

Hann var aðeins hikandi..svo ég tók því sem JÁ...og dreif í að ná í augnabrúnahnífinn...ekkert plokkvesen. Maður er svo assgoti fljótur að þessu með hnífnum.

Ég ýtti honum afturábak í stólinn sem Helena hafði verið í fyrr um daginn og byrjað að fara á milli augabrúnanna og tók hver eitt einasta hár sem ekki átti að vera þarna á milli. Og snyrti aðeins til rétt fyrir ofan brúnirnar....þá heyrðist allt í einu í mínum: "Í guðanna bænum ekki gera mig hommalegan"...þvílík vantrú á mínum einstöku hæfileikum..Devil

En ég gat ekki annað en brosað af manninum mínum...hahahaha...hommalegan..... svo ég snarhætti við að fara í illgresið sem var fyrir neðan augabrúnirnar sem við KONUR gerum jafnan til að fullkomna verkið. Því ég vissi að ef ég hefði fengið að klára meistaraverkið hefði birt svo mikið yfir augnsvipnum, svo ég varð fyrir smá vonbrigðum.

Bara að taka þessi óæskilegu hár á milli brúnanna lyfti andlitinu svo það birti til í skóginum...Grin 

Jæja ..en svo datt mér í hug að spurja hann hvort ég ætti ekki að taka hann í andlitshreinsun eins og ég gerði við Helenu..með Dauða hafinu...Hann var alveg til í það. Svo ég bleytti og nuddaði og raspaði eins og mér væri borgað fyrir það þ.e.a.s þar sem ekki var skegg.

Vááá...ekkert smá sem húðin lifnaði við. Svo þvoði ég hafið af honum og eftir stóð skínandi hreint andlit og ljómaði af sólinni við strendur dauða hafsins..en á meðan ég var að skrúbba, hugsaði ég með mér að ég barasta "verð" að komast í þetta óslegna gras neðan við augabrúnirnar enda held ég að hann myndi yngjast um mörg ár við það...InLove

 Koma tímar..koma ráð...kannski læðist ég inn að rúmi eitthvert kvöldið....hahahaha...LoLGrinKissing

Kveðjur úr Kollukoti

Jólin

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband