19.12.2010 | 07:35
Tengdasonurinn og kaffisopinn...;)
Kaffi er eðaldrykkur að mínu mati..rjúkandi heitt og "nýuppáhelt" og ég hef alltaf haldið að það væru "allir" aðrir sömu skoðunar. En NEI..ekki tengdasonur minn uppá Smáró...
Ég fór ósjálfrátt að draga úr heimsóknum þangað þegar hann var heima, þegar ég uppgötvaði að kaffið sem mér var boðið var 2ja til 3ja daga gamalt , ef ekki barasta miklu eldra og upphitað í þokkabót en þakka nú samt pent fyrir að það var allavega smá ylur á því ...
Svo ég gerði uppreisn..ég bara þverneitaði að að taka við margra daga gömlu kaffi þegar ég kom í heimsókn og "rooosaleega ákveðin"í að fá nýuppáhellt, þegar hann bauð mér kaffisopa...
Ég hélt nú að ég ætti það inni hjá honum að fá nýlagað eftir að ég tók hann að mér kaldan og þvældan angandi af kaupstaðarlykt ,hérna forðum....en menn eru svo rosa fljótir að gleyma svona eðalgóðmennsku. Ég hefði alveg getað sleppt því að svara útidyrabjöllunni þarna forðum og leyft honum að verða bara úti..... En við skulum svo sem ekkert vera að "rifja það upp"...nei..nei...nei..
Uppreisnin bar hægt og sígandi árangur því nú fæ ég nýlagað á Smáró hjá tengdasyninum...en hann er orðin ROSALEGA mikið vakandi yfir kaffinu mínu þessa dagana eins og t.d í gær þegar ég kíkti í heimsókn. Minn skellti á könnuna um leið og ég birtist..þurfti ekki einu sinni að nefna það.
Og eftir smá stund var ilmandi kaffið borið á borð fyrir mig og meira að segja skúffuterta....
Og þar sem hann er orðinn vakinn og sofinn yfir því að ég vildi alltaf nýlagað hafði hann voða miklar áhyggjur af því hvort kaffið í bollanum sem hann var að skenkja mér í "væri nokkuð orðið of kalt" og spurði hvort hann ætti að hella uppá nýtt...hahahahahaha...og glotti..
Lóti..lóti alltaf að stríða tengdamömmu sinni....
Ég verð að segja það að á stundum var ég nú að pæla í að koma bara með heitt á brúsa á tímabili þegar ég vissi að hann var heima...djö..ef vel er að gáð hefði ég bara átt að gera það..svona hljóðlát mótmæli.....
En sem betur fer þarf ég ekki að hafa áhyggjur lengur..kanski þarf ég bara að útbúa svona flott viðurkenningarskjal handa honum eins og ég fékk eftir að hafa hleypt honum inn úr kuldanum þarna forðum en þar segir að: Ég sé besta tengdamamma í heimi og þar með komin í guðatölu, undirskrifað af honum í vitna viðurvist..innrammað og allt...
Það er bara spurningin hvernig það á að vera..hmmm.... Lifið heil elskurnar.
Kveðja úr Kollukoti

Flokkur: DAGBÓKIN MÍN | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.