Perustefni eða mjúkar línur...;)

Karlmenn eru flestir með ístru eða perustefni eins og það er kallað stundum þegar þeir eldast en konur mýkjast aðeins ..Wink

Þeir fara í afneitun og nota sömu stærð af buxum þrátt fyrir að þyngdarlögmálið harðneiti að láta loka sig svona inni og fær hreinlega innilokunarkennd og flæðir út yfir beltið eftir að hafa barist fyrir lífi sínu að komast út úr þessum þrengingum....Tounge

 Þekketta sjálf....þegar ég fer í gamlar gallabuxur og held inni maganum rétt á meðan lásnum er rennt upp...jesús minn.. og þegar þeirri þrautargöngu líkur flæðir fyrrverandi stinnur maginn út á alla kannta og býr til svona hring,mjúkt björgunarbelti. Þetta umfram húðflæði er ekkert grín og hvað þá fyrir konur...Gasp

Rosa sætt eða hitt þó.....en það er til ráð. "Aðhaldsbuxur" fyrir okkur kvenpeninginn..búin að prófa það líka takk fyrir og hélt ég myndi kafna..þær voru svo þröngar....og var fljót að fara úr þeim og úr gallabuxunum og í gömlu góðu joggingbuxurnar sem hreinlega elska línurnar mínar og ég gat andað eðlilega...er ekki frá því að ég hafi verið orðin aðeins blá á vörunum af súrefnisskori...Kissing

Hverjum ætli hafi dottið þessi fjárans vitleysa í hug að búa til eitthvað svo hrikalega þröngt úr svona hrikalega sterkri teygju til þess eins að konur þjáist af súrefnisskorti með því að troða sér í þetta. Og það veit guð að ekki er auðveldara að komast úr þessum teygjustrokk enda þarf maður að berjast eins og óð manneskja til að komast úr þessu aftur..hreinlega berjast fyrir lífi sínu til að getað andað eðlilega....Joyful

Ætla bara ekkert að nota þessa teygjubyssu aftur og loka hana niðrí skúffu um aldur og æfi..takk fyrir.

Guði sé lof fyrir víðar og þægilegar flíkur..elska að vera í einhverju sem gælir við kroppinn..ekkert öndunarstopp né súrefnisskorturog engin innilokunarkennd fyrir litla kroppinn minn sem hefur mýkst með árunum... Wink

Kveðja úr Kollukoti.

bleik

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband