Kvekendin í Heiðmerkurskógi....

Hæ ....jólabörn..stór og smá..SmileSmile

Við eyddum jólunum í þetta skiptið á eyjunni í norðri, nánar tiltekið í Kópavoginum hjá syni mínum og tengdadóttur og börnunum þeirra fjórum....og það get ég sagt að mér leiddist ekkert að vera í smá mömmuleik við þau yngstu..Sunnu og Júníorinn..ToungeTounge

Fá að knúsast með þau alveg heilmikið..faðma og kyssa og hlægja með litlu stelpunni minni og fá bjarta brosið frá honum litla mínum...Grin

Það var alveg ógrynni af pökkum að taka upp á Aðfangadag og krakkarnir alveg himinlifandi yfir gjöfunum sem þau fengu...LoLLoL

Það var ákveðið að fara í smá göngutúr í Heiðmörkinni á Jóladag. Yndislegt veður..allt hvítt og kyrrt veður. Við vorum 10 manns ,3 hundar og einn sleði ...sem stóð til að draga litlu Sunnu mína á en hún þverneitaði að láta draga sig. Vildi bara láta pabba halda á sér....GrinGrin

Og þar sem við vorum með 2 Boxerhunda, skellti mín sér bara á sleðann og beitti hundunum fyrir..eitthvert "kvekendið" í hópnum kallaði á hundana og þeir þutu af stað með mig...argandi og gargandi af hræðslu, því þeir stefndu beint á Írenu og Róbert og svo á trén á bak við þau...Gasp

Mín barasta flaug af sleðanum og Róbert flæktist í bandinu og endaslengdist á fannhvíta jörðina....og hláturinn bergmálaði um allan skóginn í hinum sem stóðu hjá og horfðu á aðfarirnar.....enda var ekki hægt annað ..hahahahaha.....Tounge 

Írena gat nú ekki verið minna hugrökk en mamsa sín og settist á sleðann...ég kallaði á hundana og hljóp allt hvað af tók og þeir eltu  mig eina 50m,með Írenu í eftirdragi...hahahha..en svo skeði það...hún flaug af sleðanum eitthvað út í loftið  og kútveltist í snjónum og sem betur fer er bara til myndband "af Írenu" í fórum Drífu sem við fáum að berja augum og hlægja aftur af ósköpunum...hahahaha....KissingKissing

En það var vissulega gaman að fara í þessa göngu inn í skóginn, þarna voru gríðarlega há tré og stundum svo dimmt að manni stóð ekki á sama..beið bara eftir að úlfurinn í Rauðhettu birtist inn úr dökkum og dimmum trjágöngunum hvað úr hverju...W00t

Eftir góðan dag var farið heim í heitt súkkulaði með rjóma og þessar fínu tertur sem Davíð hafði slett í kvöldinu áður....á meðan mallaði hangikjötið í pottinum og fyllti húsið af þessari einstaklega góðu jólalykt. Hangikjöt með uppstúf og alles var kvöldmaturinn og maður stóð á blístri en það var ís í eftirrétt..það er eins og það sé "alltaf pláss fyrir ís" á eftir með heimalagaðri súkkulaðisósu sem Dabbi bjó til....WinkWink

Daginn eftir eða á Annan í Jólum fórum við öll á Selfoss í matarboð og þvílíkar kræsingar sem voru í boði...Lambalæri, gæsapottréttur og hangikjöt og auðvitað ís með allskonar kruðeríi á eftir....líkaminn var lamaður af öllu þessu áti ,barasta í sykur og saltsjokki....CryingCrying

það er á hreinu að það verður fiskur í kvöld og morgunn og hinn...eða þar til næsta kjötkveðjuhátíð með Kalkún verður á Gamlársdag heima hjá Helenu og Geir...hehehhe..hlakka samt til að gúffa í mig þennan fína fugl og eyða góðu kvöldi upp á Smáró...vonandi verður skaupið skemmtilegt og flugeldasýningin yfir Heimaey dýrðleg sem endranær......GrinGrin

DSC_0033

 

 Gleðilega hátíð og gleðilegt nýtt ár.

Kveðja úr Kollukoti.... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband