30.12.2010 | 08:12
Þegar skipt er um umræðuefni.....
Var í heimsókn á Smáró i fyrradag...húsbóndinn sat í sófanum og lét loft og súrefni leika um perustefnið sem honum þykir svooo vænt um...Bullandi sveittur eftir að hafa gengið heim úr vinnunni. Allt uppí móti og þjáðist af súrefnisskorti mörgum sinnum á leiðinni.....
Nú á að taka á því og fara að hreyfa sig og minnka litla perustefnið í áföngum og byggja upp þol...því hann er alltaf að tapa í badminton og borðtennis fyrir Halldóri syni sínum svo sjálfsmyndin er ekki upp á það besta þessa dagana...
Svona ykkur að segja og ekkert vera að ræða það neitt frekar....þá fékk hann þessi fínu jakkaföt í jólagjöf fyrir þremur jólum síðan og spurði bara sína heittelskuðu: Á hvern hún hefði eiginlega verið að kaupa fötin, því þau voru allt of stór á hann". Eiginkonan horfði bara á hann og sagði með sinni stóísku ró: Þú átt eftir að stækka elskan mín"... en hann hristi bara hausinn og átti bara ekki til orð..
Jakkafötin voru reynd jólin eftir, en sama sagan..bóndinn hafði ekkert stækkað og jólin þar á eftir og alltaf voru þau jafn stór...Held að Helena mín, hafi nú eitthvað klikkað á þessu með að hann myndi stækka enda er maðurinn komin yfir fertugt svo er hann laaang..minnstur á heimilinu fyrir utan köttinn og hundinn....
En viti menn rétt fyrir jól var honum boðið í jólahlaðborð og þá voru góð ráð dýr...í hverju átti maðurinn að fara.. Hann mátaði föt af sonum sínum en það gekk ekki lengur að koma buxnastrengnum saman og hann skildi bara ekkert í þessu..
Og þá var komið með jakkafötin góðu og hvað.... Þau smellpössuðu á hann. Helena hafði haft rétt fyrir sér eftir allt saman...hún er ábyggilega með svona 3ja augað og sér inn í framtíðina...
Barasta dragfínn og flottur í splunkunýjum jakkafötum skellti hann sér á jólahlaðborðið ... held að heilsan hafi ekki verið upp á sitt besta daginn eftir...það er alltaf verið að "hella í menn" í svona veislum og nauðbeygðir opna þeir munninn og láta undan uppáhellurunum...vinnufélögum sínum...
Ég ætlaði nú svo sem ekkert endilega að tala um þessi jakkaföt en það datt bara upp úr mér rétt sí svona ....hitt, þegar menn skipta um umræðuefni og það svo út úr korti að maður veit ekki hvort maður er að koma eða fara...
Eftir þessa hrikalegu göngu þarna um daginn heim úr vinnunni og tengdasonurinn var að pústa þarna í sófanum, færðum við okkur fram í eldhús á meðan hann skellti sér í sturtu til að skola af sér lýsið..Birtist hann með einhverja raksáputúpur í hendinn og spyr sína heittelskuðu hvar hann megi setja þetta því hann vantaði hillu undir sínar græjur þar sem frúin á heimilinu var með söfnunaráráttu fyrir gömlum ilmvatnsglösum sem hann vildi nú barasta henda.
En dóttir mín horfði bara á hann og sagði að hann skyldi ekki voga sér að henda þessum dýrmætu ilmvatnsglösum hennar,hún ætlaði að eiga þetta...Já einmitt sagði hann og til hvers, ef ég má spurja.
Bara....sagði hún, kannski langar mig að eignast eitthvað af þessu seinna og þá verð ég að muna nafnið á ilmvatninu.... En hann fékk náðarsamlegast að setja sitt dót í hillu sem hún bauð honum afnot af í þetta skiptið.....
Svo kom rúsínan í pylsuendanum: Annars er ég alltaf að bíða eftir að þú setjir upp skápinn sem var á milli baðkarsins og sturtunnar" segir hún. "Ha..hvaða skáp...enda löngu dottið út úr minnisbankanum..." Mikið rosalega er ég svangur" segir hann allt í einu upp úr eins manns hljóði ...
Við gjörsamlega biluðumst...hvaða samasem merki var með að setja upp skápinn og því að hann var að drepast úr hungri.?...Hahahahahha...hef aldrei á æfinni heyrt neinn skipta svona gjörsamlega um umræðuefni á broti úr sekúntu eins og hann gerði þarna..... hahahahaha....Kannski er hann bara að hefna sín.....Helena fær ekki skápinn upp fyrr en eftir 3 jól eða svo...hahahahaha..
En svo í gær þá fór dóttir mín alveg með það.....við sátum við eldhúsborðið og mauluðum á Ritskexi/rifsberjahlaupi og vínberjum og pepsíi og vorum að spjalla um hitt og þetta þá segir hún upp úr eins manns hljóði á meðan hún smurði osti pg rifsberjahlaupi á kexið sitt: Mamma..hefur Ómar aldrei smurt svona rifsberjahlaupi á pjölluna á þér og sleikt það af"?....
Ef ég hefði ekki verið nýbúin að kyngja þá held ég að ég hefði kafnað þarna við eldhúsborðið...hahhahahahaha.....jesús minn það sem dettur stundum upp úr henni...hahahaha...bara svo þið vitið er ekkert heilagt í þessari fjölskyldu.... hér er talað opinskátt um hlutina og enginn undanskilinn..ekki einu sinni háöldruð mamman í fjölskyldunni....
Svo ég verð bara að segja eitt..þau eru stórfurðuleg þessi hjón á Smáró hvaða samhengi er með: Skápur/hungur eða þá Kexi og pjöllusleikur......klikkað fólk en þið skuluð ekkert vera neitt að minnast á þetta.....
Kær kveðja úr Kollukoti
Flokkur: DAGBÓKIN MÍN | Facebook
Athugasemdir
ÓMG !!!!! HAHAHAHAHAHAHHAHAHAHAHAHHAHAHHA... Gæti kafnað úr hlátri hér... þið eruð ótrúleg þarna á eyjunni ..úfffffffffff :) Held að ég vilji ekki vita svarið við Spurningunni sem Helena spurði þig hehehe ;)
Annars svona til að skipta um umræðuefni að þá ertu rosalega góður penni Harpa og ættir að skrifa bók svona á milli vinnu og listaverka ;)
Drífa (IP-tala skráð) 30.12.2010 kl. 11:07
Þetta er bara blessað sjávarloftið Drífa mín sem fer svona í okkur..hahahaha....:) Takk fyrir komplímentið...er búin að vera að safna saman efni í bók...;) En þetta verða svona smásögur sannar og lognar og svo kannski eitthvað af ljóðum í bland...;)
Kolbrún Harpa Vatnsdal Kolbeinsdóttir, 30.12.2010 kl. 12:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.