31.12.2010 | 07:35
Síðasti dagur ársins...;)
Ekki veit ég hvað er að angra mig...en ég ætlaði bara aldrei að sofna. Og loksins þegar það hafðist var koddabíóið svo rosalegt og mannmargt að ég glaðvaknaði..bullandi sveitt..
Ekki mikill svefn þarna eða bara svefnfriður yfirleitt fyrir einhverju fólki sem bara birtist þegar því dettur í hug og ég þekki ekki helminginn af því..Væri bara fínt að það héldi sig í sínu eigins draumalandi en ekki vera að troða sér inn í mitt... reyndar sá ég eina manneskju sem ég þekkti forðum og vann með en hún er dáin fyrir nokkru síðan. Hún var öll einhvernveginn miklu yngri í útliti og ég spurði hana hvort hún þekkti mig en á svipnum að dæma gerði hún það ekki svo líklega hefur birting hennar verið fyrir þann tíma sem hún kynnist mér...En ég þekkti hana...
Það var ansi margt fólk í þessum draumi og flest allir á eyrunum og hávaðinn maður..ekki furða að maður gat ekki sofið fyrir þessu fyllerýispakki... Eins gott að leggja sig í dag svo maður hafi eitthvað úthald fyrir kvöldið í kvöld....
það stendur til að skella sér í innkaupaleiðangur á slaginu níu með Helenu og kaupa það sem vantar í veisluna, því ekkert má vanta né til spara á síðasta kvöldi ársins.
Ég sé um kalkúninn en Helena um Londonlambið og rækjukokteilinn..Ágætis skipti..
Vona bara að ef ég get lagt mig í dag og að kalkúnninn endi nú ekki eins og hjá Griswold hjónunum þegar átti að byrja að skera kræsingarnar..."Plúff"..ekkert nema skelin...aðeins ofeldaður...hahahaha....
Skil ekkert í þessum krökkum mínum þegar minnst er á kalkún að ég hafi einhverntíma gleymt öllu innvolsinu í plastinu inní fuglinum!! Ég held að þau séu með nokkurskonar alsheimer light og það hafi verið einhver annar en ekki ég..Hvernig fór ég þá að því að troða öllu gumsinu inní hann ef þetta er rétt...bara bull í þessum krökkum..
Svo bullar sonur minn "rosalega mikið" ,sérstaklega þegar hann hefur farið með mig í bíltúra gegnum tíðina og hlær og hlær því hann er þá með einhverja sýnikennslu hvernig ég er í bíl með honum. Hann fullyrðir að höfuðið á mér sé á gormum því þegar hann tekur af stað hendist hausinn á mér afturábak og dinglar svo fram og aftur eftir keyrslunni..eins og eitthvað dinglumdangl sem bílstjórar hafa fyrir framan sig við framrúðuna..... það sér hver heilvita maður að hann kann ekki að keyra....
Bull..bull...hann er að gera þetta viljandi ..látið mig bara vita það..hef 2var sinnum farið í "ísferð" með honum og ég skal bara láta ykkur vita það strax að það er helst ekki hægt. Ekki séns að hitta uppí sig og ef það tekst er hálft andlitið þakið ís..svo mig langar ekkert lengur í ís þegar ég er með honum í bíl....held að hann þurfi að læra að aka uppá nýtt..
Alltaf að bulla þessi drengur og segir að ég sé geðveik í skapinu...hann sé nú bara vitni af því í einum göngutúrnum hérna á Eyjunni í brjálaðri austanátt og það fá ALLIR að heyra við hin ýmsu tækifæri að þegar bandið á anoraknum slóst í andlitið á mér mörgum sinnum (og það var vont) hafi ég orðið svo geðveik að ég hafi rifið hettuna af og hent henni eitthvað út í loftið......og svipurinn hafi verið rosalega geðveikislegur (segir hann) þegar ég gerði þetta...hmmmm..Ég verð að viðurkenna eitt að ef ég meiði mig..rek mig í eða eitthvað þvíumlíkt og sársaukabylgjurnar hver af annarri skjótast um líkamann...umbreytist ég og það er "hin ég"..svo kannski er þetta pínulítið satt ....
Hvaða..hvaða ..rosalegt þegar maður dettur í eitthvað allt annað en til stóð og masar bara og masar.
Já og auðvitað skrapp ég í heimsókn uppá Smáró í gær.....aldrei flóafriður fyrir kellingunni í Kollukoti. Sko..ég á mitt bank..svona leynibank...svona spes lyklabank... og þá vita allir í húsinu hver er að koma í heimsókn og meira að segja hundurinn og kötturinn þeirra...Já talandi um köttinn..hann hefur ekki sést í nokkra daga..eitthvað bölvað útstáelsi á honum. En viti menn var minn ekki bara mættur heim til sín og lá makindalega í einum stólnum, búinn að éta familíuna út á guð og gaddinn. Hann var víst svo rosalega svangur þegar hann loksins lét sjá sig..
Ég settist auðvitað og strauk honum í bak og fyrir og hann teygði út loppurnar og krækti með klónum í peysuna mín..þetta var svo gott og hann malaði...Talandi um ketti..hahahahha...
Það var einn dag seinni part að bóndinn minn var nýkominn úr sturtu og skellti sér síðan í sloppnum uppí rúm til að slaka á. Það var einhver villingur í mér svo ég þaut inn í herbergi og hoppaði ofan á hann
og hossaði mér ....."Hvað ert að gera"..spurði hann. Ég bara hló og skellti mér í hálskotið hans og sagði "MÍJÁÁ"..þá ýtti hann við mér og horfði undurfurðulega á mig og sagði þessi fleygu orð: "Hvað ert þú svona..hálfníræð að segja "MÍJÁÁ"....ég bilaðist..hahahahahhaha
Sko ...og aftur dett ég í einhverja vitleysu og bulla bara eins og sonur minn...hahahaha..
Jæja ætli maður fari ekki að setja endapunktinn á þessi skrif í dag og láti sér hlakka til kvöldsins með stórum hluta fjölskyldunnar. Eitt er víst að ég hlakka til að smakka á kalkúninum og minni eðalrjómasósu Svo óska ég ykkur öllum gleðilegs árs og friðar...
Kær kveðja úr Kollukoti

Flokkur: DAGBÓKIN MÍN | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.