Brrrr...hvað er kalt....

Í gær skellti ég mér í kuldagallann og leðurhanska og loðhúfuna og skellti mér í þriðja hlaupið mitt á nýja árinu...en mikið assgoti var hann kaldur. Rosaleg vindkæling svo fingurnir innan í hönskunum urðu fljótlega ískaldir svo ég ákvað að hafa þetta stutt en hlaupa í staðinn......Wink

Hljóp upp löngu tröppurnar við framhaldsskólann og kom mér aftur á óvart að ég blés ekki úr nös og verð enn og aftur að vitna í ógleymanleg orð eins úr fjölskyldunni: Mér bara brá ,hvað ég var góður....hahahahaha...frábært....Tounge 

En svona ykkur að segja þá leið mér eins og ROCKY þegar ég kom upp á efstu tröppuna...sigurtilfinningin gagntók mig og ég lyfti höndum til himins og öskraði "YEAH" en þá kom þessi líka norðanvindhviða framan í mig og orðin næstum kæfðu mig þegar ég fann ískuldann læðast oní lungu og ég hélt áfram að hlaupa niðrí móti og heim í hlýjuna.....Shocking

Það var ákveðið að fara í sundlaugina í gufuna og heita pottinn. Jésús minn hvað var kalt að tippla þarna úti...skelfilega kalt. En þegar inn í gufuklefann var komið sættist ég við allt ,því það var algjör sæla að sitja þarna inni og ljósin inni skiptu litum á meðan líkaminn svitnaði og hreinsaðist sem aldrei fyrr, þvílík nautn....Sleeping

Svo var tiplað í sturtu og út í heita pottinn....hendurnar næstum festust við handriðið á leið í pottinn því frostið var töluvert og það var ansi hált á köflum ...en ahhhh....oní komumst við. Þarna sátum við smá stund en þá fann ég mér til skelfingar þegar ég strauk mér um höfuðið að hárið mitt var frosið.... og maður þurfti að dýfa sér oft niður til að losa klakadrönglana úr hárinu eins gott að maður var ekki slefandi og með hor....Crying

Ekki fannst okkur þessi pottur nógu heitur svo við færðum okkur í þann heitasta með nuddinu og ég var bókstaflega að frjósa þessa stuttu leið á milli potta og þegar ég ætlaði að fara niður tröppurnar oní pottinn stóð upp heill her af peyjum sem voru að fara uppúr honum en ég stóð þarna og beið eftir að komast niður og skalf eins og lauf í vindi og sagði bara:"Í guðs bænum hleypið mér niður mér er svo kalt" og tennurnar glömruðu í munninum.

Þessar elskur sáu stráið sem stóð þarna..orðin blá og hárið frosið og hleyptu mér af sinni einstöku góðmennsku oní pottinn þar sem ég smáþiðnaði enda var þar var meira skjól fyrir norðanvindinum...ahhh...ahhh gott...gott...Og þegar ég var orðin sæmilega þiðin skellti ég nuddinu á sem er ansi kraftmikið og eins gott að halda sér í bandið sem er til þess gert...því annars myndi maður þeytast yfir eins og píla hinu meginn í pottinum....Tounge en mikið var þetta nú gott.

Eftir smá stund og gott nudd fórum við aftur í gufuna...elsketta...og hitinn yndislegur...Grin

þegar við fórum að klæðast fann maður hvernig áhrifin af hitanum hafði haft á mann...ég var allavega eins og ný manneskja á sál og líkama svona eins og nýfædd og ró og friður fyllti andann. Fannst ég tipla á mjúku skýi..fannst ég svo létt eins og fis og andvarpaði af sælutilfinningu..Kissing

Þarna var ég ákveðin í að nota þetta fljótlega aftur og leyfa gufunni að umleika mig og gefa líkamanum aftur sitt fyrra líf...fullan af þrótti..segja bless við vöðvabólgu og aðra verki og sem lyfti andanum í hæstu hæðir þarna inni í ljósagufubaðklefanum..þvílík slökun sem maður fær og svo gott að teygja sig og liðka eftir að líkaminn fer að hitna þarna inni. Og maður bara andvarpar við að skrifa þetta....InLove

En í dag er Þrettándadagur okkar Eyjamann og ég á von á fullt af fólki eftir hádegið svo manni er ekki til setunnar boðið og klára að gera allt mönnum boðlegt hérna í Kollukoti..nú er ég full af orku eftir gærdaginn svo það er best að drífa í þessu....núna kona...og hættu að skrifa....GrinTounge

Kveðja úr Kollukoti 

 

Jólin

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband