16.1.2011 | 15:04
Frjálsíþróttakonan ég...:)
Hæ elskurnar..eins og ég hef tipplað á undanfarið er mín barasta farin að hreyfa á sér skrokkinn... sem hefur svo sannanlega þjónað hlutverki sínu í ...hmmm..hmmm..mörg ár..
Sko...fyrir mitt leyti tel ég að ég sé og hafi verið ,afburðaríþróttakona enda bý ég að fyrri burðum sem Frjálsíþróttakona í 4x100m boðhlaupi (var alltaf látin starta og Árný Heiðars endaði hlaupið) af hverju???...Jú ,við vorum svona assgoti fráar á fæti og stungum andstæðingana af og þá helst af öllu TÝRARANA ...blessuð sé minning þeirra og..hmmmm...okkar ÞÓRARA....
Hástökk var bara nokkuð gott hjá mér og langstökkið ...en spjótið og kúlan voru ekki alveg að gera sig í mínum höndum....
Mamma sá um spjótið og kúluna...vááá...þvílíkur snillingur þessi mamma mín enda ekta ÞÓRARI og köstin voru falleg og vel gerð og einhversstaðar í bókum eru til Vestmannaeyjameistari í hennar nafni...en hvar finn ég þau plögg....???
Óli bróðir mömmu var frábær í kylfunni..enda man ég eftir einu rosa atviki í Kópavogi forðum daga þegar var bæjarkeppni milli Vestmannaeyja og Kópavogs (sem var nokkuð oft)
Óli var staðsettur á þessu sérstaklega hringlaga svæði (ath.engin öryggisnet og eru í dag) og byrjar að sveifla...er komin á fullan snúning og....kylfan slitnar frá (var á einhverskonar vírbandi) og þeytist út í loftið í áttina að áhorfendum...jesús minn..takk fyrir..allir þutu í burtu eins og eldur væri í rassgatinu á þeim og forðuðu sér undan stórslysi..svo vægt sé til orða tekið....
Veit ekki alveg hvort það var eftir þetta tiltekna atvik varð til þess að það voru sett upp öryggisnet hér á landi..ekki yrði ég hissa ef svo hefði verið ...
Óli greyið varð alveg miður sín yfir þessu en kastið var rosa langt og þeir herramenn sem sáu um mælingar í þessum tilteknu köstum sá sér metnað í að mæla þetta kast þó svo það hafi ekki farið alveg í rétta átt..og kastið var risavaxið...ekki spurja mig hvað það var langt... Óli frændi á Stapa hlýtur að muna það...
Ég aftur á móti brilleraði í 100 m hlaupi..hástökki og svokölluði knattkasti. Sem var keppni milli skóla hvaðnæva af landinu. En þá var um að ræða sérstakan knött sem rétt fyllti lófan og aðdragandinn var sá sami og í spjótkasti...að kasta eins langt og þér var megnugt.....
.Fékk meira að segja verðlaun fyrir besta árangur í mínum 12 ára aldurhópi á móti liðum og vann til verðlauna sem var ferð til KULUSUK á GRÆNLANDI ásamt verðlaunahafa í elsta aldursflokki...Guðmundur hét sá peyji....
Rosa skrýtið að koma til Grænlands sem var "dagsferð" í boði íþróttamála á Íslandi..hmm.. fyrir okkur hetjurnar sem vorum með afburðastigagetu í úrslitunum..Ég var 12 ára og Guðmundur var 14 ára...afburðaríþróttamaður í sínum aldursflokki. En ég var samt lang stigahæst yfir mótið...
Það sem stakk mann fyrst við komuna til KULUSUK ...var grýtt og frosin jörðin og þústir með krossum (sem ég vissi ekki fyrr en seinna að voru grafir) enda ekki séns á pota þér ofan í einhverja holu á Grænlandi nema með sprengiefni..allt helfrosið ..
.Svo þeir sem skyldu við sitt hefðbundna jarðlíf urðu voru
.hreinalega "urðaðir" á gamla mátan. Þ.e. ...að leggja viðkomandi ofan á frostbitna jörðina og hlaða svo steinum yfir..
..Mér fannst þetta furðulegt og aðeins pínusorglegt að geta ekki komið viðkomandi ofan í jörðina eins og við erum vön hér á landi en svona var þetta nú samt og hefur ekkert breyst....
Ég man að við fórum í kynningarferð um þorpið og okkur var boðið inn til töframannsinns og læknisins í þorpinu ..man eftir lyktinni af af selspiki sem mér fannst ekki góð.Þar kyrjaði hann fyrir opnum eldi einhverja endemis vitleysu sem ég skyldi hvorki upp né niður í enda enginn túlkur á staðnum.....
Ég sá hvítabjarnarskinn sem var strengt fyrir utan eitt húsið í KULUSUK og dauðlangaði að eignast það en var því miður ekki með næga peninga til að kaupa svo...það endaði með að ég keypti einn minjagrip frá þeim innfæddu sem var afar fallegt hálsmen..sem er í dag er löngu týnt...
Lítið meira man ég úr þessari för okkar til KULUSUK en ég hitti aftur á móti strákinn sem var með mér í þessari ferð ..mörgum..mörgum árum seinna á árshátíð þar sem ég var að skemmta ásamt Marý frá Kirkjubæ (sem allir Eyjamenn þekkja) hjá Ísfélaginu nýja sem varð til eftir Gos..
Þegar við Marý frá Kirkjubæ ...vorum að skemmta liðinu var mér litið yfir fólkið í salnum og staðnæmdist við þetta andlit karlmanns sem mér fannst ég kannast við..( Getur það verið að þetta sé strákurinn sem fór með mér út til Grænlands á sínum tíma?)
Svo þegar okkar Marýar hlutverki var lokið skálmaði ég yfir til þessa manns og sagði: Ekki heitir þú Guðmundur Guðmundsson...?
"Jú" segir hann...
"Getur verið að þú hafir fengið einhverntíma verðlaun sem voru dagsferð til KULUSUK á Grænlandi...?
"Svipurinn varð undurfurðulegur á honum: "Hvernig veistu það" spurði hann??
"Þú mannst greinilega ekki eftir mér" sagði ég þá.
"Neiii...en finnst ég samt kannast við þig" segir Guðmundur..
"Ég er sú sem vann til verðlauna og fór með þér út þarna forðum"......
Það varð sprenging.....hann gjörsamlega trylltist og faðmaði mig og kyssti í bak og fyrir : "Ert þetta virkilega þúú....? Ég hef sjaldan séð nokkurn jafn glaðan
og ánægðan yfir að hitta mig eftir öll þessi ár...hahhahahahaha.....
Bara knúsað og kreist og kysst í bak og fyrir...svo sagði hann hvað ég hefði verið feimin og ekkert vilja tala við hann í ferðinni forðum..hahhahhahha..bara gaman að svona tilviljunum og varð ákveðinn aðili gríðarlega abbó þega þessi maður faðmaði mig og kyssti þarna fyrir framan alla...eins og ég væri týndi sonurinn eða eitthvað álíka,.......hahahhahahahaha... Skrýtið þetta tilviljanakennda líf á stundum en gaman að rifja þetta upp...
En þessi verðlaun og sú staðreynd að ég var langstigahæst yfir mótið gerði mig að smáhetju og myndir birtust í bæjarblöðunum ásamt greinum um mig. Ég á þessar úrklippur í úrklippubókinni minni og geymi eins og gull...
Kærar kveðjur úr Kollukoti


Flokkur: DAGBÓKIN MÍN | Facebook
Athugasemdir
hehehe gaman að þessu :) love you momý
Irena Lilja (IP-tala skráð) 16.1.2011 kl. 21:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.