Takk fyrir samfylgdina elsku Ninja Sigríður okkar......

Með sorg í hjarta kveðjum við hana Ninju,boxertíkina okkar í dag. Við erum búin að eiga með henni tæp 6 ár en hún koma til okkar rúmlega ársgömul og við urðum ástfangin af henni á stundinni..

Falleg og elskuleg í alla staði og hennar verður sárt saknað. Hún átti sama afmælisdag og mamma mín eða þann 26. ágúst svo hún fékk nafnið hennar með.

 

"Dýpsta sæla..sorgin þunga"

svífa hljóðlaust yfir storð.

Þeirra mál ei talar tunga

tárin eru...beggja orð"

Með kveðju frá pabba og mömmu ....HeartHeart

(höf. ókunnur) 

 

Ninja

 

 

 

 

 

 

 

Þessi fallega potrait mynd af NINJU sem Ómar tók af henni ekki fyrir svo margt löngu síðan..

 

 

 Hann trúði mér fyrir því  eitt sinn að hans eina  af einlægustu óskum í lífinu væri að eignast BOXER...og hvort hann fékk BOXER......InLove Hann eignaðist NINJU....

 

Þvílíkt gæðablóð sem hún var hún Ninja Sigríður ....

 

Nýjasta barnabarn mitt  í fjölskyldunni sem er sonur Davíðs og Drífu...þau fengu aðeins að finna fyrir mömmuheitum NINJU....InLoveInLove

Ef sá litli fór að gráta var Ninja umsvifalaust mætt með sínar "Boxermömmuáhyggjur" af afkvæminu  og varð hún ekki sátt fyrr en sá litli hætti að gráta..fyrr fór hún ekki í burtu frá litla sonarsyni mínum...InLoveInLove Og Ninja var ekki alveg viss á stundum  hvort mamman sem er 3ja barna móðir réði við þetta litla kríli....Heart Hun vildi vera með í að hugga barnið...

Ég  er búin  að fá margar samúðarkveðjur sem segja meira en orðin tóm" Innilegar samúðarkveðjur til ykkar Ómars .....kem til með að sakna litlu barnapíunnar,,,,"segir mamma litla drengsins sem NINJA hafði svona miklar áhyggjur af.......

Við vorum við heppin á sínum tíma að eignast hana  Ninju ...orðin eins og hálfs árs gömul og tók okkur svona líka vel frá byrjun. Það var eins og hún hefði alltaf og alla tíð verið okkar...svo vel tókst til

 Enda varla hægt annað...hún var svooo... falleg og yndisleg..og svoooo ....góð...HeartHeart

 

Eins og Ómar sagði þegar hann hitti hana í fyrsta skiptið, þegar hann flaug  "spes ferð" upp á BAKKAflugvöll til að ná í Ninju .....(en ég á einhverstaðar lýsinguna á þeim aðstæðum í gullkistunni minni) þá hljóp hún til hans strax......og hvað segir það manni.....HeartHeart

Ást við fyrstu sýn ....bæði af manni og dýri og hún hefur fundið hversu yndislega hlýr og góður þessi ókunni maður sem hún hitti forðum á Bakkaflugvelli ....sá sem vildi taka hana að sér og elska.

Enda hafði hann alltaf í sínum viltustu draumum langað til að eignast BOXER..og þarna fékk hann Ómar minn tækifæri lífs síns... og hann elskaði hana frá fyrsta augnabliki eins og ég... þegar hann kom með hana heim...SmileSmile

Á fyrsta árinu sínu hjá okkur  varð hún mjög veik og missti líkamshárin að hluta til því hún fékk svona heiftarlegt ofnæmi þessi elska og skýringin fannst seint og um síðir eftir miklar og víð tækar rannsóknir sem voru svo sendar til Bandaríkjanna til greiningar....

Og sem betur fer segi ég .....áttum við ættingja uppi landi sem tóku hana að sér meðan á meðferðinni til bata stóð og þann heiður ætla ég að eigna fyrrverandi tengdadóttur minni sem sá um Ninju frá a-ö.

Takk fyrir allt Ása mín..þú og Davíð gerðuð okkur stóran og mikinn greiða sem er ómældur enn þann dag í dag... og Ninja læknaðist en þurfti á sérfóðri að halda í kjölfarið  og sprautum í hverjum mánuði fyrir hinum ýmsu kvillum sem voru  ónæmisgefandi....Enn og  aftur innilegt þakklæti , Ása mín  fyrir alla þína þáttöku í að hjálpa NINJU til bata á þessum krítíska tímabili......InLove

Hún  Ninja komst yfir þetta og við lærðum að gefa henni fóður og annað sem átti að forðast. Ninja var búin að vera á þessum sprautum í ein 3 ár en svo smá saman drógum við úr þeim því við þekktum orðið ofnæmisvaldana. Svo s.l  2 ár var hún án þessara lyfja....

Ninja var ekkert unglamb  þegar hún yfirgaf okkur orðin rúmlega 7 ára enda er okkur sagt að Boxer lifir yfirleitt 8-10 ár góð ár..svo eru það plúsar og mínusar ef eitthvað er að hrá þessar elskur..

Ninja var orðin það gömul í hunda og mannaárum að hjartað var að eitthvað að plaga hana en á því var tékkað eftir heimsókn til dýralæknis í október 2010 og þá kom í ljós aukahljóð frá hjarta ..bæði í Ninju og hálfbróður hennar honum DIESEL sem við  eigum í dag.

 En það er sjúkdómnur sem fylgir BOXERNUM þegar hann eldist...

Ég þakka bara guði fyrir að við skyldum hafa tekið DISEL ..hálfbróður NINJU að okkur fyrir stuttu síðan..því eg hefði ekki boðið í litla ARIES okkar ef hann hefði orðið aleinn allt í einu..því hann elskaði NINJU sína út af lífinu...

Hvert sem hún fór..þangað fór hann...sleikti og snyrti í bak og fyrir áður en hann leyfði sér að koma í fangið á mér....

 Svo ég segi enn og aftur..þið sem sáuð um NINJU okkar undir hvaða merkjum sem voru á þessu stutta ÁRATÍMABILI..ENN OG AFTUR INNILEGT ÞAKKLÆTI FYRIR ALLA AÐSTOÐINA gegn um ..ÁRIN....

 Það eru ekki allir  sem skilja þessa ást á dýrum og það ber að virða.

En við hin sem erum svona gjörsamlega "ÖÐRUVÍSI"..eigum i góðu og innilegu sambandi við þessi dýr okkar að það er ekki hægt að útskýra fyrir fólki sem er ekki dýravænt..

Nema að þessi tlfinning er næstum eins og að eiga barn......ég sagði NÆSTUM....

Erfitt að hætta að tala um einhvern sem manni þykir ofsalega vænt um og rúmlega það,,,enda elskaði ég NINJU og því verður ekki breytt....

Ég er búin að gráta en ekki nóg finn ég...við fengum alla vega að fá hana heim og svo er spurningin um grafreitinn hennar.

þAð er erfitt að skrifa þessi orð en ég veit og þekki að það hjálpar manni að skrifa sína innstu hugsanir hvort sem er í ljóðaformi eða á öðrum nótum...KissingKissing

Með innilegasta þakklæti til Helenu og fjölskyldu fyrir þau ótalmörgu skipti að passa litlu dísina og Aries þegar við þurftum á að halda. Takk innilega fyrir Ása mín  og Davíð fyrir ykkar  ómælda erfiði að sjá um NInju á einu erfiðasta tímabili hennar í lífinu en tókst svo innilega vel á endanum...InLoveInLove

Takk fyrir elsku Írena mín...þú passaðir Ninju oft á tíðum  fyrir okkur heima og heiman...Smile 

Í bljúgri bæn bið ég Ninju okkar velfarnaðar og þakklæti mitt er takamarkalaust henni til handa.....

 

 Ég kveð þig kæra vina

ég kveð þig NINJA mín

í faðmi drottins sefur

blíðust sálin þín

á vængjum morgunroðans

um röðulglitrað haf

fer sála þín

á guðs vors helga stað.

Þar er engin þjáning

né kvöl  né sorgartár

aðeins ró og friður

í hverri þreyttri sál

þér þakka samveruna

og minninguna um þig

nú bið ég góðan guð..

að geyma þig... 

 

DSC 0014Blautur kossNinja skvísasólarlag

 

Ástarkveðjur gimsteinninn okkar .....HeartHeartInLove

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ömurlegt, mun sakna hennar sárt :(

David (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 16:19

2 identicon

Ömurlegt ;'/ á eftir að sakna hennar svo sárt

Irena (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 18:30

3 identicon

Samhryggist ykkur elskurnar mínar, hún Ninja var svo blíð og góð :/

Inga Rós (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband