19.2.2011 | 06:06
Á þessum degi....
Æ..hvað maður getur stundum verið meyr þegar hugurinn fer með mann á flakk.Og maður ræður næstum engu hvert förinni er heitið.
Maður reynir að sporna við en svo flæðir allt en það er stundum gott að leyfa huganum að ferðast um liðinn tímann.... uppgötva,upplifa aftur,gleði eða sorg..Hlátur,eða....augun full af tárum.
Orð sem voru sögð ...og ósögð ..
.Já ..þegar maður vildi segja nei. Það er stundum bankað allhastarlega á hnakkann og maður er stundum minntur á eitthvað sem maður jafnvel sér eftir ..en ekki er hægt að laga...nema kanski að segja fyrirgefðu..og vona það besta...
Ósögð orð eru erfiðust ...sérstaklega ef þú hefur ekki lengur tækifæri til að segja það sem þig langar til að segja en hefðir svo virkilega viljað á ákveðnu tímabili. Það er vont og étur þig að innan smá saman...fyllir þig samviskubiti..
Nú er minn hugur virkilega farinn á flakk og meira segja með fingur mína á lyklaborðinu....ég segi stopp.
Það sem ég vildi segja er að ég sakna vinkonu minnar hennar Ninju Sigríðar.Það vantar svo mikið eftir að hún dó þessi elska.
Sakna þess að fá ekki knús frá henni á morgnana þegar hún þurfti að fara út og vakti mömmu sín með góðum kossum á andlitið eða serstöku máli sínu...sem ég skildi orðið eftir 6 ára samveru.
Þetta er eins og þegar maður skilur ómálga barn með tímanum og allir tilburðir segja þér hvað er verið að biðja um...
Þú og dýrið þitt verða næstum eitt..óaðskiljanlegt samband myndast milli ykkar með árunum og þú ein skilur hvers dýrið þitt þarfnast.
Ást hennar var takmarkalaus til okkar og allra innan fjölskyldunnar enda átti Ninja stóra fjölskyldu sem þótti mikið vænt um hana og saknar hennar í dag.
Ninja var hrikalega frek og yfirgangssöm en ofboðslega góð og gat stundum tekið upp á því að sleikja á manni mallakútinn út í eitt... en eftir dágóðan tíma var hún farin að narta og þá var kominn tími til að hætta en það gekk ekki svo glatt að koma henni í skilning um það þegar hún var komin í þennan mallakútsham....
Svo stundum læddist að mér sá grunur að það væri kanski ekki allt í lagi þarna inni í mér fyrst hún sótti svona fast að sleikja mallan minn út í eitt og heillengi... sagt er að hundar finni ýmislegt á sér varðandi mannskeppnuna...
En ég hef allavega ekki kennt mér meins ennþá í mallakútnum mínum svo kannski fann hún bara lykt af mat sem ég hafði látið ofan í mig yfir daginn...hmmmm
Eins og ég hef áður nefnt er ég svo þakklát fyrir að hafa tekið Diesel hálbróður Ninju að mér..því ég veit ekki hvernig Aries litli hefði komist af ef hans hefði ekki notið við og leytað til hans í kúr og augnasleik eins og hann var vanur að gera við Ninju þessi elska.....
Rúmlega viku eftir að Ninja dó fannst mér Aries vera eitthvað skrýtinn...borðaði ekki mikið og vildi vera svooo mikið í manni einhvernvegin. Svo ég fann það út að hann hefði kanski verið búinn að skilja það að hún væri í burtu í smá tíma en þegar hún kom ekki aftur... þá varð hann dapur litla greyið og sótti mikið í mann á tímabili...
Sorg hunda er ekki minni en manna...en eins og ég sagði guði sé lof fyrir Diesel. Þeir eru svooo góðir vinir...strákarnir mínir en þegar Aries vill fara í augnasleik við Diesel er hann ekki neitt rosalega fyrir það en leyfir honum hæfilega mikið.... Stendur upp og færir sig en litla skottið eltir hann hvert sem hann fer.
Hahhahaha...það er fyndið að fylgjast með þeim á morgnana þegar útidyrhurðin er opnuð og ég eða Ómar segir:"Út að pissa"... Aries bíður alltaf eftir Diesel....
Svo koma þeir inn aftur og Diesel leggst í sitt fleti en Aries kemur og starir á mann með biðjandi augnaráði inni í eldhúsi og dillar skottinu sínu og það þýðir:#Mamma má ég fara uppí rúmið þitt og kúra undir sænginni þinni"... og ég stend upp og fer með hann inn í rúm þar sem hann fer í felur undir sænginni minni og sefur eins og unglingarir..langt frameftir morgni...
Svo þegar maður kallar í hann þegar líður á morguninn og ekkert skeður..enginn Aries lætur sjá sig er alveg hreint yndisleg stund framundan ..
Maður kemur inn og kíkir undir sængina og þá liggur þetta krútt á bakinu og maður gjörsamlega bráðnar og knúsar þetta litla dýr í tætlur...krrrrrútttt....
En svo maður tali um Diesel og Ninju..Ninja var orðin hjartaveik og lungun hennar fylltust af bjúg(vökva) sem er fylgikvilli hjartveikinnar.. Diesel er líka með aukhljóð í sínu hjarta enda voru þau bæði hlustuð af dýralækni s.l nóvember en bar meira á hjartahljóði í Ninju minni.
Diesel er rétt að verða 8 ára þessi elska ..er orðinn miklu hægari í hreyfingu..ekkert að toga eins og hann gerði hér áður fyrr þegar maður fer með hann út að labba...orðinn gamall og kominn með fullt af gráum hárum á trýnið sitt...
Aries elskar hann og fylgir honum eins og skugginn...lítur ekki af honum fyrr en hann er viss um að Diesel er kominn í ró og vill helst kúra fast upp við hann eins og hann gerði við Ninju sína....

Svo er líka rosalega gott að kúra og knúsast í pabba sinn uppi í rúmi... Of fá fullt af mjúkum kossum á vangann....
Við elskum dýrin okkar og þau verða hluti af tilverunni og þegar það skeður eins og með Ninju okkar ríkir sorg í Kollukoti..
En við erum þakklát fyrir samveruna við hana því hún var einstök..
Hennar er sárt saknað en yndislegt að hafa hana nálægt okkur svo við getum farið að leiðinu hennar ..kveikt á kerti í minningu hennar og rifjað upp lífsleiðina með henni og hvað hún gaf okkur mikið og þá sérstaklega Ómari sem langaði alltaf svo mikið að eignast BOXER inn í sitt líf... Og hann fékk Ninju sem var elskuð frá fyrstu mínútu og þá rúmlega ársgömul og ég veit líka að hún naut ástar og umhyggju hjá okkur þessi elska allt fram á síðasta dag hennar í þessu lífi en það endaði þann 28 janúar á þessu ári....
Ninja til vinstri og Diesel á vaktinni í eldhúsinu og fylgjast með hvað mamsa sín er að bardúsa og hvort það gæti mögulega verið eitthvað spennandi handa þeim....
Yndisleg móment og var daglegt brauð í Kollukoti þegar húsmóðirin var að elda eða eitthvað að vesenast í eldhúsinu.....

Ninja..Aries og Diesel í göngu með okkur fyrir ekki svo löngu síðan.....

Litla deppan hennar mömmu sín....
Elsku vina mín..takk fyrir allt og allt..
Með söknuði kveðjum við góðan vin til 6 ára...
Ástarkveðjur úr Kollukoti......
Flokkur: DAGBÓKIN MÍN | Facebook
Athugasemdir
Fallegt að lesa það sem þú skrifar um dýrin þín
Kveðja, Bidda
Margrét Birna Auðunsdóttir, 11.3.2011 kl. 13:48
Takk fyrir Bidda mín og bestu óskir og kveðjur til þín...:)
Kolbrún Harpa Vatnsdal Kolbeinsdóttir, 12.3.2011 kl. 10:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.