1.5.2011 | 09:52
Undir Gullregninu...
Undir Gullregninu
Ég hvíli undir Gullregni mín gömlu lúnu bein

Ég var ansi veik er ég kvaddi þennan heim
Ég vissi að hverju stemmdi því sorgina hver sér
Ég heyrði mömmu gráta er feldinn strauk á mér
Ég sá pabba strjúka augun..æ hve ég sakna hans
Eg sakna þeirra beggja en einkum þessa manns
Ég átti marga daga í þeirra ljúfa heim
Ég fékk að leika og dafna með elskunni frá þeim
Ég sakna lítils vinar, mig elti út og inn
Ég sakna þess að kúra með litla vininn minn
Ég mun bíða þeirra, er ævin rennur skeið
Ég mun þeim taka á móti og vísa rétta leið
Ég hlakka til að fara með þeim aftur, göngur í
Ég hlakka til er verðum við öll, sameinuð á ný....
(KHK)
Flokkur: DAGBÓKIN MÍN | Facebook
Athugasemdir
Fallegt :)
David (IP-tala skráð) 1.5.2011 kl. 11:10
Ljúft
Sigrún Aðalsteinsdóttir, 1.5.2011 kl. 11:25
Ég bara táraðist :/
Enn mjög flott mamma.
Irena Lilja (IP-tala skráð) 1.5.2011 kl. 11:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.