Að gefa líf....

Það er ekki sjálfgefið að þegar þú ert í þörf fyrir líffæri til að halda lífi að þarna úti sé einhver tilbúinn að koma færandi hendi og gefa þér nýtt líf.

Næst yngsta systir mín fær nýtt nýra í þessum mánuði en búið er að fjarlægja bæði nýrun hennar vegna sjúkdóms sem eyðilagði þau og hefur hún oft verið mikið veik þessi elska.

'Í dag fer hún 3x í viku í nýrnarvélina á Landspítalanum til að hreinsa blóðið og tappa af umfram vökva  og alltaf þarf að stóla á flug eða bátinn svo hún komist á nýrnavélina á réttum tíma.

Mig minnir að aðeins einu sinni hafi þetta staðið tæpt hjá henni að komast og þá var ekki flug og skipið fór ekki. En þá höfðum við samband við aðila úr björgunarsveitinni sem var tilbúinn að fara með hana ef annað brygðist. En sem betur fór var svo flogið og hún komst upp á fasta landið.

Núna erum við fjölskylda hennar farin að telja niður því brátt kemur að þessu stóra degi henni til handa og þá breytist allt.

Hún fær nýra frá elskulegum frænda okkar honum Dadda.Hann er hetja í okkar augum og við verðum honum að eilífu þakklát að gefa henni systur minni henni Ingu nýtt líf ,það á svo margt eftir að breytast, svo ótrúlega margt. Og ég veit að hún er orðin mikið spennt og hlakkar til stóra dagsins og getað horft fram á betri tíma.

Hún er mjög heppin að fá nýra úr lifandi nýrnagjafa því oftar en ekki þarf fólk að bíða í nokkur ár eftir líffæri og þá úr látnum einstaklingi þar sem þú ert settur á biðlista.En ef þú ert svo heppinn að einhver lifandi einstaklingur geti gefið þér líffæri ertu í góðum málum.

Í dag er 9 maí og Daddi á afmæli er orðinn 35 ára gamall. Hans gjöf er ómetanleg og ég fæ ekki með orðum lýst hversu stórkostlega gjöf hann er að færa systur minni eftir c.a tíu daga eða svo. En ég held að hann sé manna glaðastur að getað komið til bjargar. Takk elsku Daddi minn þetta eru fátækleg orð en ég veit að þú skilur hvað okkur býr í brjósti.

19167_1307759046674_1011503086_30945834_1734146_n

 Hetjan okkar hann Daddi t.v á myndinni.

 

 

Inga og Aron

 Inga litla systir mín með yngsta syni sínum honum Kolla/Aron.

 

 

 

 

 

Óskasteinninn

 Gleðilegt sumar með kveðju úr Kollukoti..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært :) Yndisleg gjöf!

Irena (IP-tala skráð) 9.5.2011 kl. 11:11

2 identicon

Þetta er vel skrifað hjá þér Harpa. Þakka þér fyrir og sjáumst eftir rúmlega viku.

Daddi (IP-tala skráð) 10.5.2011 kl. 07:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband