11.5.2011 | 10:34
Litla systir....
Kæra systir
Svo rík ert þú af kærleika
en snauð af veraldlegum auð
svo stórt er hjarta þitt
svo hlýr er faðmur þinn
sem gerir þig ríkari
en allur heimsins auður
því ást og hlýja
verður aldrei keypt fyrir gull.
En láttu áhyggjur þínar
ekki verða að steini
í götu þinni.
Láttu ekki umhyggju fyrir öðrum
verða til þess
að þú gleymir sjálfri þér.
Mundu...þú ert líka manneskja
með þrár og væntingar
sem þarft á ást og hlýju að halda.
Mundu...það eiga fleirri en þú
öxl til að gráta við.
Mundu..það eru fleirri
sem eiga gott hjarta og hlýjan faðm
til að hugga þig
og faðma
þegar þú þarft á að halda.
Mundu...þú ert ekki ein
kæra systir
þú stendur ekki ein.
Mundu eitt....
ég stend með þér
hvað sem á dynur
og elska þig af öllu mínu hjarta.
Meðan Guð leyfir mér
að ganga mín spor
hér í þessum heimi
að eilífu.....Harpa systi
(ort til Ingu 5.júní 1993 en á alveg við í dag sem þá)
Flokkur: DAGBÓKIN MÍN | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.