Fegurð....

Dulúðugur þokuslæðingur liggur yfir Eldfelli og Helgafelli og felur efstu toppana í fjöllunum sem umkringja Heimaey.

Daggarábreiða liggur yfir grasinu svo maður getur heyrt sönginn í grasrótinni og heyrt maðkana dilla sér undir yfirborðinu.

Söngur fuglanna er byrjaður eldsnemma og þeir kasta kveðju hver á annan um leið og þeir fljúga á markaðinn í leit að fæðu handa ungunum sínum sem nóg er af eftir rigninguna.

Tært loftið fyllir lungun og hreinsar hálfsofandi hugann sem sér allt svo yndislega hreint og glansandi eftir að móðir náttúra úthellti tárum sínum á öskumettaða jörðina. Þök húsanna,skítuga gluggana og gruggugt grasið og kaffærir öskuna djúpt í svörðinn. Yndislega tært og hreint.

Trén og runnarnir dilla sér glaðlega í golunni eftir hressilegt steypibaðið og grasið sprettur sem aldrei fyrr..hvanngrænn haddurinn geislar og breiðir úr sér svo Eyjan okkar og fjöllin í kring verða fagurgæn og geta vart beðið sólarinnar sem er að stelast  í feluleik við mánann einhversstaðar þarna uppi í skýjunum og má ekkert vera að því að þerra grasið þessa stundina. Líklega hefur hún villst í þokunni eða bara nennir ekki og vill bara sofa frameftir.

En ég veit að þegar sólinni fer að leiðast  feluleikurinn, birtist hún í öllu sínu veldi og vermir öllu sem geislar hennar snerta og allt lifnar við og brosir út að eyrum og mannfólkið líka. það verður einhvernveginn allt öðruvísi. Brosin verða breiðari og gjafmildari...blik í augum því fegurðin er í algleymingi og fyllir hjörtun stór og smá tilhlökkun og gleði fyrir hverjum dýrðarinnar degi á þessari einstaklega fallegu eyju..Heimaey...InLove

Óskasteinninn

 

 Kveðja úr Kollukoti...Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband