30.7.2011 | 02:17
Fyrsti í þjóðhátíð
Þjóðhátíð verður að vera án okkar í ár... enda eru við að passa alla gormana í húsinu. Ídag héldum við þessa dýrindis lundaveislu..nýjan og reyktan og smakkaðist einstaklega vel eftir 4ra ára lundasvelt.
Lundasteikin sem er tileinkuð Bíu heitinni á Saltabergi var í hávegum höfð enda með því betra sem maður fær og hjá þeim hjónum Súlla og Bíu lærði ég þessa frábæru uppskrift sem getur ekki klikkað nema hjá lélegum kokkum,þvílíkt sælgæti...namminamm
Vorum með fólk í mat sem greinilega kann ekki að LUNDA sig upp...hahhahaha.... en við hin sem erum lundanum vön elskuðum hverja sekúntu og nutum matarins út í eitt..hreint út sagt frábær matur með frábæru fólki, stóru sem smáu...
Ætli við reynum ekki að að gera þetta árlegt þó Lundinn sé ekki Vestmanneyskur.
Hann er orðinn miklu dýrari og þá aðallega vegna þess hversu erfitt er að fá hann.
Um að gera að taka sig saman eins og við gerðum fjölskyldan og skiptum kostnaðinum niðrá okkur og kom bara vel út svo sendi ég þeim bara rafmagnsreikning enda tekur 2 til 2 og hálfan tíma að sjóða lundann...hahahhahahaha...
Steinrotaðist yfir blessuðu sjónvarpinu eða einhverri spennumynd sem elskan mín var að horfa á en vaknaði við umganginn rúmlega hálf eitt er var verið að koma með börnin inn úr Dal eftir brennuna á Fjósakletti. Nú eru allir eða flestir komnir í ró og barnaparið farið á vit ævintýranna.....
Öfunda þau ekki neitt hahhahahahha...bara smá...
þjóðhátíðarkveðjur úr Kollukoti..

Flokkur: DAGBÓKIN MÍN | Breytt s.d. kl. 02:20 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.