Alltaf leiðinleg þegar......

 Æ..hvað mér finnst það leiðinlegur ávani og stundum mannskemmandi, þegar ekki er hægt að koma hreint fram við fólk að ég tali nú ekki  um, við sína nánustu.InLove

Í stað þess að segja  eða einfaldlega spyrja ef einhver er ekki sáttur við eitthvað sem þú hefur gert eða sagt....eða ekki gert.

Viðkomandi segir ekki orð í návígi, heldur blaðrar  um þig þegar þú ert ekki viðstaddur sem kallast einu orði að baknaga.Ninja

En oftast berst þetta til eyrna þess sem er baknagaður...seint og um síðir . Verst af öllu er að í millitíðinni ertu búinn að umgangast baknagarann án þess að hafa hugmynd um hvað hann/hún var að bauka. Sleeping

Og meira að segja kemur baknagarinn rosa vel fram við þig í návígi og heldur og vafalaust vonar að enginn sé svo vitlaus að segja þér frá  hvernig hann/hún talar um þig.Bandit

Heldur að þú hafir ekki hugmynd um þau orð sem hafa verið látin falla þegar þú varst ekki viðstaddur og gast ekki varið þig. Undecided

Sumir upphefja sig akkúrat í svona löguðu til að fela eigin vanlíðan og auðvitað er fólki sem hagar sér svona, mikil vorkunn.

Ekki vil ég endilega segja að þetta sé gert í illkvittni...en hvað veit maður...Devil

Maður verður sár í hjarta sínu við að heyra frá 3ja aðila að illa sé um þig talað eða í niðrandi tón. Yfirleitt er mér slétt sama hvað annað fólk er að pæla en þegar það er einhver sem stendur manni næst...það er verst.

Oftar en ekki ,veit fólk ekkert um það rétta í stöðunni og losar um eiturbroddinn með sitt álit að leiðarljósi og skefur yfirleitt ekkert utan af hlutunum í annarra eyru, því meira því betra.

Og það er líka slæmt hversu margir trúa...Errm

En svona er bara blessað mannfólkið og helst þeir sem líður eitthvað illa í sálinni sinni og vilja frekar gera sína túlkun að staðreyndum en vita það sem er rétt og satt.

Sem betur fer eru nú ekki allir svona sem maður þekkir...Grin meirihlutinn er heiðarlegur og segir eða bara spyr frekar enn "fylla upp í eyðurnar sjálfur" og það kann ég einstaklega vel við. Enda eru það heiðarlegar manneskjur og það kann ég að meta. Og ég held nú að þær manneskjur séu í meirihluta sem betur fer...Tounge

Megið þið eiga góðan dag elskurnar....

Svo er ekki einfaldast að hafa yfir eftirfarandi: "Það sem þú vilt að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra"..Wink

  Kveðja úr Kollukoti.HeartLopapeysan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Harpa Vatnsdal  Kolbeinsdóttir

Ekkert fer fyrir kommentum á þessi skrif..hmmm..hver skyldi vera ástæðan?

Ætli ég hafi þá haft rétt fyrir mér eftir allt saman (klórar sér í hausnum og pælir) Ja..hérna hér....

Kolbrún Harpa Vatnsdal Kolbeinsdóttir, 25.11.2011 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband