21.12.2011 | 05:20
Af hverju
Þar sem ég er frekar mikill "snemmuppvakningur" reyni ég að læðast um á morgnana.
Eflaust kallar fólk þetta að ég vakni um miðjar nætur..hehehhehe.. en þetta er bara fínt.
En það er eitt...nei mörg vandamál við að vakna svona snemma. Maður læðist um og reynir að anda ekki of hátt, hósta á lágmarks krafti,pissa ekki of hátt og margt fleira.
En hvernig sem á því stendur verða öll venjuleg hljóð.... eins og flugeldasýning á Gamlárskvöldi, sama hversu varlega er farið.
Kaffikannan aktar eins og verið sé að skjóta einhverjum til tunglsins ..prumpar og frussar, hagar sér vægast sagt afar einkennilega.
Klukkan á veggnum ákveður að haga sér eins og BIG BEN í London, hvert tikk verður eins og barið sé á bumbu í lúðrasveit.
Að sturta niðrúr klósettinu er einsog Niagarafossarnir hafi mætt án þess að gera boð á undan sér. Og þú reynir að sussa á þetta tryllitæki sem þverneitar að hlýða.
Og af hverju þarf maður alltaf að reka sig í hluti og búa til óstjórnlegan hávaða þegar aðrir sofa.
Bara eitt lítið dæmi að klippa/opna kaffipoka að morgni verður eins og nístandi ískur á skólatöflu svo er eftir að vöðla þessum poka saman og henda í ruslið...sussss....
Smellurinn í skáphurðinni verður ærandi og þú tiplar á tánum og rekst í tóma Pesí Max plastflösku á gólfinu eftir hundinn sem verður að kjarnorkusprengju á gólfinu.
Að leggja frá sér kaffibollann hversu vel sem þú vandar þig verður að sprengingu í hljóðhimnunum.
Að standa uppúr eða setjast í tölvustólinn verður eins og marr í 100 ára gömlum trébát í stórsjó við Íslandsstrendur.
Hósti verður eins og bergmál í fjallasalnum í Herjólfsdal á flugeldasýningu að ég tali nú ekki um að verða bráðmál að hnerra..... jesús minn. Enda er mitt hnerr ekkert venjulegt
Örbylgjuofninn er skaðræði í þögninni.. enda líkist hann 10 hjóla trukk sem settur er í gang og þetta týpiska ..DING.. hljóð sem heyrist eftir að aðgerð lýkur er algjör hljóðhimnubani.
Mér er sagt ég hrjóti...og hrjóti hátt. Held það sé bölvuð lýgi. Allavega vakna ég ekki við hroturnar....
Megið þið eiga góðan dag elskurnar...
Kveðja úr Kollukoti í ljómandi jólaskapi....
Flokkur: DAGBÓKIN MÍN | Facebook
Athugasemdir
hehehe snilld þessi lesning :) og mikið til í þessu sem þú skrifar
Irena lilja (IP-tala skráð) 9.1.2012 kl. 12:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.