Gimsteinar í snjónum

Eftir morgunverkin, smá æfingar á fótstiginu og bumbubananum. Dreif ég mig út í göngu með hundana mína.

Kuldagallinn varð fyrir valinu, hlý húfa og þykkir bláir vettlingar í stíl við gallann minn.  Hundarnir beltaðir og festir í annað belti um mig miðja svo hendur mínar voru frjálsar í göngunni. Snilldar uppfinning...Grin

Það hafði snjóað töluvert frá í gær og veðrið var yndislegt. Bærðist ekki hár á höfði hérna rúmlega sjö í morgun. Við ösluðum snjóinn ég og hundarnir mínir en líklega hefur litla tjúanum mínum fundist hann vera að vaða yfir fjöll og fyrnindi enda mikill snjór fyrir lítinn hund.

Ég hafði fest "litla" í ólina hjá Dísel boxernum okkar, svo ef sá litli vildi endilega stoppa og pissa var Diesel búinn að draga þann minni og virkaði aumingja Aries litli eins og snjóruðningstæki á stundum....Tounge Fyndið að sjá þetta þegar hann reyndi að spyrna við fótum en sá stóri dró hann áfram...hahahahaha...

Á meðan á göngunni stóð í þessu fallega veðri  og augun litu fegurðina  í kring..bílar þaktir snjó og trjágreinar þungar eftir snjókomuna þá sá ég alla fallegu gimsteinana í snjónum. Þetta var ævintýri líkast. Það stirndi og glitraði á snjóinn eins og allar stjörnur himinsins hefðu fallið til jarðar og skreytt bæinn okkar. Og auðvitað þegar svona augnablik fanga augað er maður ekki með myndavél á sér.

Það voru fáir á ferðinni svona snemma nema kannski einn og einn sem var að skafa og sópa snjóinn af bílnum sínum svo við gátum gengið úti á miðri götu, ég og hundarnir mínir. Yndislegt að fá svona gott veður í morgunsárið.

Fínt að koma heim eftir labbið og skella í sig nýlöguðu kaffi. Hundarnir lagstir í sófann og steinsofnaðir. 

Eigið góðan dag elskurnar...Smile

Kveðja úr Kollukoti..HeartHeart

snjor2016


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hehe sá það alveg fyrir mér hvernig Aries breyttist í snjóruðningstæki hehee :)

Irena Lilja (IP-tala skráð) 25.1.2012 kl. 12:19

2 identicon

'eg festi eitt sinn Perlu (poodlehund) við Diesel og kastaði svo bolta hahahaha það var eins og Perla væri á sjóskíðum á eftir honum hehehehe ;)

David (IP-tala skráð) 26.1.2012 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband