28.1.2012 | 04:00
Söknum þín.
Í dag 28. janúar er dagurinn sem við þurftum að láta leiðir skiljast við hana Ninju okkar....fyrir akkúrat ári síðan..
Við söknum hennar á hverjum degi þessarar elsku.
En þegar veikindi bera dýrin okkar ofurliði og ekkert er hægt að gera..þá er stutt í viðveruna hinumegin svo þannig fór fyrir henni Ninju okkar.
Ninja átti afmælisdag sem var mér einkar kær og það var afmælisdagur mömmu og ekki spurning að gefa henni hið virðulega nafn Sigríður í höfuðið á mömmu sem var mikill dýravinur.
Ninja var rúmlega 1árs gömul er við tókum hana að okkur og fyrri eigendur kölluðu hana NINJU og við það nafn héldum við okkur.
Frá fyrstu stundu elskuðum við hana enda var hún svo blíð þessi elska.
Hún elskaði alla fjölskylduna eins og hún lagði sig..var góð barnapía og einstaklega hugulsöm við yngsta barnabarnið mitt hann Fannar Leví ef hann fór að gráta.
Og á stundum fannst okkur að Ninja hefði enga trú á móður barnsins því hún vék ekki frá fyrr en drengurinn hætti að gráta.
Alveg sama þó mamma hans væri að hugga hann..
Skipti engu þó við segðum Ninju að allt væri í lagi..
Nei ...hún þurfti að hnusa og koma við hann og hætti ekki fyrr en barnið komst í ró.
Þá fyrst fór hún og lagðist á sinn stað..en hún var líka fyrst allra til að mæta og hugga ef heyrðist í litla Fannari.
Og þar sáum við með miklum söknuði eftir á....hversu góð mamma hún hefði orðið ef hún hefði eignast afkvæmi.
En Ninja fékk aldrei að kynnast spennuþrungnu augnabliki milli hennar og annarra hunda enda hún af eðalkyni og ekki sama hver fengi að njóta..
Ninja kom frá hundaræktanda (yndislegu fólki) sem hafði selt hana til ungra hjóna en þegar kom í ljós að fjölskyldan myndi stækka og þau bjuggu í ofanálag í fjölbýli..sáu þau fram á að geta ekki haft Ninju áfram svo hennar góði ræktandi tók við henni aftur og framhaldið er flestum ljóst..hún kom til okkur ..og öllum til mikillar gleði.
Enda hafði manninn minn lengi langað til að eignast hund af Boxerkyni..og hann fékk ósk sína uppfyllta með góðri hjálp sonar míns og fyrrverandi tengdadóttur. Því þau eignuðust hvolp frá þessum sama ræktanda og nefndu hann Diesel og þeirra góða samband við þennan ræktanda varð til þess að við fengum Ninju.
Þegar kom að þeim degi að við fengum Ninju gerði maðurinn minn sér ferð á Bakka með flugi til að ná í hana og hitta ræktandann sem lét okkur fá hana.
Ég var í stöðugu símasambandi við hann enda var hann spenntur eins og barn að sjá hana. Á timabili slitnaði sambandið og ég heyrði ekkert fyrr en 2 klst seinna og þá heyrði ég á röddinni að Ómar var búin að hitta Ninju ..
Hún hljóp víst strax til hans og dillaði skottinu og vék ekki frá honum...tók hann í sátt á þessum stað og stund og síðan hafa þau verið bestustu félagar þar til hún veiktist og dó þessi elska fyrir ári síðan.
En Ninja var allavega hjá okkur á áttunda ár og mikið búið að bralla saman..fara í göngur ferðast uppá land og nefndu það að ég tali nú ekki um einkafélagsskapinn milli Ómars og Ninju þegar þau fóru saman í eitthvað útstáelsi vítt og breitt um Eyjuna okkar..í ýmsum veðrabrigðum að mynda....
Ég held hún hafi haft matarást á mér ...en var einstaklega góð við Ómar og tók uppá að sleikja hann í andlitið svo hann gat varla andað á milli blautu kossanna sem hún var að gefa eiganda sínum.
Reyndar tók hún sig til einstaka sinnum að taka uppá að sleikja á mér mallakútinn er við sátum og horfðum á sjónvarpið og hún gat ekki stoppað...ég var farin að halda að hún fyndi að eitthvað væri að þarna inni..því svo áköf var hún á stundum. En mér varð nóg boðið þegar hún fór að narta í mig..hahaha ... þetta var samt rosalega þægilegt.. að fá svona maganudd...
Það er eftirsjá af henni Sigríði Ninju enda var hún allra hugljúfust og kelaði og kyssti fjölskylduna alla og henni leið best í fanginu á okkur með höfuðið í kjöltu okkar og fá smá strokur.
Við söknum hennar meira en orð fá lýst en erum þakklát fyri þann tíma sem við fengum með henni.
Aries litli tjújinn okkar sem hún tók að sér eins og besta mamma og vinur átti pínu bágt í smá tíma en sem betur fer fengum við að taka Diesel að okkur(hálfbróður Ninju) svo sorgin varð ekki eins erfið fyrir litla krúttið okkar.
Aries heldur uppteknum hætti ...að sleikja augu og munn ...Disels en hann er ekki eins hrifinn að þessu og Ninja en leyfir honum að gera smá.. þar til hann urrar á litla greyið...
Eigið góðan dag kæru vinir
Kveðja úr Kollukoti
Flokkur: DAGBÓKIN MÍN | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.