8.2.2012 | 08:23
Brotnar sálir.
Ef þú handleggsbrotnar..þá ferðu til læknis
ef þú verður kvefaður..þá ferðu til læknis
ef þú tognar illa...ferðu til læknis
ef..ef..ef..
En ef sál þín er brotin, hvað gerirðu þá?
Þú ferð ekki til læknis það er næstum hægt að bóka það. Allavega eru það fáir sem hafa sig upp úr hjólförunum og leita sér hjálpar, því miður.
Og þessi brotna sál glímir við óendanlegan sársauka í sálinni sinni á hverjum degi. Stundum duga ýmsir plástrar á sálartetrið en svo byrjar glíman aftur við svartnættið og þú sérð ekki til sólar í lífi þínu. Farðu til læknis....ekki það nei?
Er það að því að ekki sér utan á þér að sál þín er handleggsbrotin,fótbrotin eða hefur orðið fyrir gríðarlega hörðum árekstri og ert nærri dauða en lífi. Farðu til læknis..ekki það nei?
Hversu langt skal ganga þar til þú áttar þig að þú ert stórslaðaður þó ekki sjáist á þér?
Allir í kring um þig eru vitni að sálarkvöl þinni, lifa helvíti á jörð því það er ekkert eins ömurlegt og horfa upp á ástina sína,barnið sitt ,foreldri og eða vini verða undir í glímunni við þunglyndi.
Næstum ráðalausir ástvinir upplifa sorg í hjarta sínu og finna til með þér á hverjum degi en þú vilt ekki leita læknis, hvað er þá hægt að gera?
Það er engin skömm að viðurkenna sig sigraðan íþessum bardaga við öfl sem þú ræður ekki við.
Það er engin skömm að vera handleggsbrotinn í sálinni
það er engin skömm að hafa verið klessukeyrður og allt brotnað í sálatetrinu og sent þig í rúmið fjarri hverjum fallegum degi.
það er engin skömm að viðurkenna skipsbrot sem þú réðir ekki við.
Farðu til læknis og ekki seinna en strax og fáðu hjálp og alla þá aðstoð sem er í boði.
Hlustaðu á ástvini þína sem vilja þér aðeins eitt og það er allrar þeirrar bestu umhyggju sem til er og vilja það eitt að þér batni sem fyrst. Þau sakna þín sem ert falinn þarna inni í myrkrinu og vilja ná þér út í sólina og eiga góða tíma meðþér.
Sjá þig verða hamingjusaman og geta tekist á við lífið aftur að fullum krafti og verða aftur sá/sú sem þú felur inní handleggsbrotnu sálinni þinni og kemst ekki út af sjálfsdáðum.
Ef þú kemst ekki sjálf/ur út.... leyfðu öðrum að hjálpa þér og leiða þig út úr myrkrinu og inn í birtuna. og smá saman byrjar batinn.
Fyrsta skrefið er eins og skref lítils barns sem er að byrja að feta sig áfram en sem lærist smá saman og viti menn, þú verður farinn að hlaupa áður en þú veist og uppvötvareins og litla barnið hvað lífið er yndislegt eftir allt saman.
Eiga að þetta yndislega fólk sem vill hjálpa þér að taka fyrstu skrefin og styðja þig ef þú fellur og hjálpa þér aftur á fætur svo þú getir haldið áfram að ganga litlum skrefum út í lífið.
Ég tók skref sem ég sé ekki eftir og er full af þakklæti fyrir. Fór til læknis og fékk þá hjálp sem ég þurfti. Og þvílík breyting sem átti sér stað er alveg ótrúlegt. Það vaknaði svo margt sem hafði legið í dvala einhversstaðar inni í myrkrinu en kom fram í dagsljósið um leið og byrjað var að laga handleggsbrotið mitt. Sálin fór að brosa og gleðjast yfir því minnsta..fallegu pínulitlu útsprungnu blómi...agnarlitlum grasanga sem var að byrja að verða grænn.
Glöð yfir að fá að eiga hvern yndislegan dag með ástvinum mínum ..hlægja eins og vitleysingur og eiga góðar stundir. Ég varð aftur hamingjusöm þrátt fyrir allt..:)
Ég geri mér grein fyrir að við erum misjafnlega sterk og árekstur á hverja sál er mismikill en við sem þjáumst í myrkrinu og sjáum ekki til sólar þurfum að komast út og oft með hjálp annarra.
Og ég veit að þú sem þetta lest og þekkir einhvern sem þjáist í sálinni sinni og jafnvel þú gengið þennan veg sjálf/ur. Þá veistu eins og ég að það eina rétta er að fara til læknis..
Svo tilhlökkunin er að getað tekið á móti lífinu í allri sinni fegurstu mynd með bros á vör eins og litla stúlkan hér að neðan.
Gangi þér vel
Ég læt fylja með brot úr ljóði eftir Hákon Aðalsteinsson.
"Ég á mér lítið, lokað skrín
sem liggur við mínar hjarta rætur
oft er þar sviði um svartar nætur
þar geymir sorgin, gullin sín"
Með kveðju úr Kollukoti
Flokkur: DAGBÓKIN MÍN | Facebook
Athugasemdir
allt til í þessu hjá þér elsku mamma mín ;*
Irena lilja (IP-tala skráð) 8.2.2012 kl. 20:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.