Ótrúlega viðburðarríkt ár senn á enda...

Það er ekki hægt að segja annað en þetta ár 2012 hafi verið viðburðarríkt.Smile allskonar að ske..bæði erfiðir og góðir tímar. En uppúr stendur allt það góða sem hefur hent mig og kom vissulega sjálfri mér á óvart..Tounge

Baráttan við að halda húsinu okkar en við töpuðum þeim leik..búið og gert og er búin að ýta því alveg frá mér núna þó svo ég hafi ekki verið sátt á tímabili. Og tárin trítluðu ótal sinnum niður vangana þegar maður áttaði sig að ekki var vilji til að gera okkur kleift að halda því. Svo því fór sem fór..

En endir á einhverju tímabili í lífi okkar er byrjun á einhverju alveg splunkunýju og spennandi og við höfum tekið því fagnandi..Grin

Seinni partur þessa árs hefur verið vægast sagt ótrúlega gefandi og skemmtilegur svo ég horfi til baka á fyrri hluta ársins sem kennsluverkefni í erfiðleikum sem við brutumst upp úr og stöndum eftir svo til ósködduð.

Þegar maður hefur ekki lengur tök á að taka þátt í vinnu á vinnumarkaðnum þá þarf að finna sér eitthvað að gera...reyndar hefur mér aldrei leiðst og er búin þeim eiginleikum að GERA frekar en ekki.

Og það tókst heldur betur þegar ég fór að föndra með kertin sem hafa orðið afar vinsæl hjá mér og ekki verra að ég elska að útbúa eitthvað fallegt handa öðrum..Grin

Öll Gullkornin  mín sem ég hef sett á netið  með fallegum myndum í grunninn og hafa glatt marga og þar hef ég eignast marga góða vini..InLove

Leikið mér með ljósmyndir sem ég hef sett á á síðuna mína Kollukot þar sem ég hef sett nýjan bakgrunn og gert myndirnar enn persónulegri...Smile

Og rúsínan í pylsuendanum var þegar ég vann í ljóðakeppni  nú á dögunum í tilefni að 40 ára afmæli Eldgossins á Heimaey sem verður 23 janúar 2013.

Ég sendi inn gamalt ljóð sem ég orti 23 ára gömul og var um flóttann frá Heimaey móttökunum á fasta landinu og síðan þegar ég flutti aftur heim á gosárinu til Eyja og lýsti því hvað við blasti og allar gömlu góðu æskuslóðirnar horfnar undir hraun og ösku . Þetta ljóð mitt  féll dómnefndinni vel í geð og sögðu mér að þetta var akkúrat það sem þau  höfðu leytað að..Heart

Ég ætlaði vart að trúa mínum eigin eyrum  þegar var hringt í mig en svo eftir samtalsfund með dómnefndinni þennan örlagaríka morgun fór ég bara að gráta..þessu átti ég nú ekki von á..Smile

Og það verðu samið lag við ljóðið mitt sem Þorvaldur Bjarni -Topmobilmaður með meiru mun semja og það verður síðan flutt í HÖRPUNNI 27 janúar á næsta ári.. og engar smásöngstjörnur sem koma til með að flytja.

Og ég hlakka rosalega til að heyra hvernig lagið hljómar við ljóðið mitt "Yfir eld og glóð"ég fékk boðsmiða á viðburðinn og nú þegar ætla 14 manns að fylgja mér og manni mínum í hana nöfnu mína og hlusta...InLove

Ég er afar stolt yfir þessu og pínulítið montin að hafa verið valin til þessa verkefnis og fengið margar hamingjuóskirnar og upp hafa sprottið umræður um eldgosið og minningarnar flætt yfir glasbarmana við það eitt að lesa þetta ljóð.

Og rifja upp þessar hörmungar sem yfir okkur gengu hér á Heimaey fyrir rétt tæpum 40 árum síðan. Ég var aðeins 18 ára með elstu dóttur mína sem þá var  tæplega 6 mánaða og við þurftum að flýja Heimaey þessa nótt 23 janúar 1973.

Flytja svo heim aftur í júlímánuði  sama ár..allt á kafi í kolsvörtum vikri og ösku en þá var hreinsunarstarf byrjað og formlega búið að lýsa yfir að gosinu væri lokið.

Sjá hvernig smám saman kviknaði ljós í húsum vítt og breytt á Heimaey var eins og að sjá jólaljósin tendruð og gleðin fyllti hugann við það eitt að sjá hversu vænt fólki þótti um eyjuna sína og vildi hvergi annarsstaðr vera. Enda elska ég þessa perlu Atlantshafsins og hef ort mörg ljóðin til hennar í áranna rás.. Heart

Fegurðin er ólýsanleg sérstaklega á sumrin og margur hefur fallið kylliflatur fyrir töfrum eyjunnar okkar og sumir ekki snúið aftur eins og minn maður...Tounge

Ætli ég láti þessum skrifum ekki lokið í bili og fer að undirbúa komu yndislegrar jólahátíðar í ...krúttaralegu íbúðinni okkar.

Aries.. litla loðna barnið okkar Ómars er búinn að fá jólabaðið og angar eins og ilmpúði. Svo verða áramótin haldin með flestöllum fjölskyldumeðlimum..kalkúnn á borðum og glaðst saman.

Ég er full þakklætis fyrir þetta ár sem er að líða og þegar kirkjuklukkurnar kveðja árið 2012 veit ég að það eiga eftir að læðast tár í augnkrókana og trítla niður kinnarnar en það verða tár gleði og hamingju vegna þess fjársjóðs sem ég á...fjölskylda mín og ástvinir  og eyjan mín fagra...þar er mitt skjól og veit að þeim þykir ósköp vænt um kelluna..InLove

Óska ykkur öllum gleði og gæfuríkra jóla og megi nýja árið verða ykkur öllum gjöfult og gott.

Með innlegri kveðju úr Kollukoti..HeartHeart

jolagluggi.jpgauglysingxxxxx.jpg

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband