30.12.2012 | 05:33
ALLRA...ALLRA..LANGBESTA ..JÓLALEIKRIT..ALLRA..TÍMA.;)
Í þessu skemmtilega og innihaldsríka jólaleikriti leik ég skólastjóra barnanna í leikritinu.
Og það er næg lýsing..
Þau eru tekin á teppið og skömmuð fyrir..ja..að sumra mati.."ósanngjarna hegðan" sem vissulega á eftir að breyta ýmsu fyrir fjórmenningana...Katrínu..Arnar..Sigurbjörn og Guðfinnu..
Í stuttu máli tekst það..og þau koma til með að líta jólahátíðina, öðrum augum en þau gerðu í upphafi.. og vafalaust margur hver sem horfði og hlustaði af andakt í leikhúsinu með okkur..
Leikhúsið er fyrst og fremst töfraheimur..... ævintýraheimur...sem leyfir manni að takast á við ýmislegt utan raunveruleikans sem og "hjálpar á svo undraverðan hátt" mörgum hverjum að takast á við raunveruleikan utan leikhússins... ótrúlegt..en satt..
Leikhúsið breytir flestum ef ekki öllum..þú öðlast sjálfsálit..hafi það skort.
Þú verður ófeimnari við að koma fram..hafi það verið erfitt áður.
Þú getur opnað munninn..án þess að hafa áhyggjur yfir að segja einhverja vitleysu..eða það sem þú hélst að kæmi úr þínum munni ...að þínu mati..
Hættu að hafa áhyggjur.. því þú ert búinn að fá prófessjónal leiðbeiningu og aga um hvernig þú mögulega..þú átt að haga þér og hvernig ekki. "Svo er það "þitt fyrst og fremst"...hvernig þú vinnur út frá því í framtíðinni kæri meðleikari..
Til þess eru leikstjórar og okkar leikstjóri hann Þröstur gerði gott betur en það. Og það má merkja af flestum þeim leikendum sem ég er að leika með þessa stundina.
Vissulega hef ég reynsluna gegnum árin með eðalleikstjórum sem nú eru farnir yfir móðuna miklu
eins og Unni Guðjóns og Sigurgeiri heitnum.
Bæði ógleymanlegir leikarar og ekki síst leikstjórar og til þeirra hugsa ég með virðingu og mikilli hlýju..
Þau skópu mig og slípuðu á allra handa máta og að því bý ég alla mína æfi og er þeim óendanlega og ævinlega þakklát... fyrir að hafa komið mér útúr "gaukshreiðrinu mínu" sem saman stóð af einsemd og einelti og erfiðri æsku á timabili sem fylgdi mér á fullorðinsárin og komu mér á lappirnar með því að leyfa mér að skilja sjálfa mig gegnum leikhúsið hvernig þakkar maður slíkt?
Jú... kannski með því að deila sjálfum sér með öllum þeim yndislegu ungmennum sem eru að stíga jafnvel..sín fyrstu spor í leiklistinni . Þessi frábæri hópur sem ég hef fengið það hlutverk að vera með innan leikhússins hefur fært mig aftur nær þeim leikstjórum sem skópu mig í upphafi og ég sé marga innan þessa hóps sem höfðu kannski ekki mikið álit á sjálfum sér..blómstra...
Og það er yndislegt að sjá og upplifa...og þar sé ég mig aftur og aftur í þeirra sporum..
Þau hafa stundum undrast af hverju ég sé alltaf baksviðs að horfa á leikritið af hliðarlínunni þó svo ég sé búin að horfa á það margoft og taka þátt..
(ég leik stutt en skorinort hlutverk í upphafi leiks sem hefur svo mikil áhrif á hvað tekur við)
Og ég hef sagt við þau að það er alltaf jafn gaman að fylgjast með þeim og sjá hversu þau verða betri og betri með hverri sýningu.
Og á stundum er ég að horfa á alveg splunkunýtt leikrit í hvert eitt skiptið.. og þá verð ég svo stolt af þessu yndislega unga fólki sem öll upp til hópa er að sýna framför í hvert eitt sinn á sviðinu og verða betri og betri með hverri sýningu..
Takk fyrir elsku Jóhanna mín að hringja í mig forðum ..og bjóða mér að taka þátt í þessu einstaklega fallega og eftirminnilega ...."frumflutta stykki þínu" sem skilur eftir sig ómælda ánægju um ókomin ár..
Ég vona að ég hafi staðið undir væntingum í mínu hlutverki sem skólastjórinn..
Það eitt að heyra hlátur áhorfenda og hversu vel þeim var skemmt skilur eftir sig yndislegar minningar með góðu fólki leikara sem stóðu sig svo frábærlega .
Takk fyrir samveruna elskurnar mínar og gangi ykkur allt vel í framtíðinni.
Með kærri kveðju "SKÓLASTJÓRINN" (Kolbrún Harpa Ómarskona Vatnsdal)
Leikritshöfundurinn Jóhanna Ýr Jónsdóttir ásamt leikstjóranum frábæra ..honum Þresti..
Með kertin sem ég útbjó og gaf þeim í tilefni
frumsýningardagsins..;)
Takk enn og aftur elskurnar mínar fyrir samveruna..
öll sem eitt..
Flokkur: DAGBÓKIN MÍN | Breytt s.d. kl. 05:50 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.