28.4.2013 | 05:42
Kom ekki á óvart...
Svei mér þá..... nennti ekki að vaka mikið lengi yfir kostningasjónvarpinu í gærkvöldi allt benti í þá átt að B og D yrðu stærstu flokkarnir í ár.
En B er greinilega stórsigurvegari kostninganna og nú má formaðurinn Sigmundur Davíð.. aldeilis þurfa að standa við stóru orðin.
Fylgi hans er að mestum hluta vegna skoðanna hans í ICESAVE málinu og þar var hann maður minna skoðanna.
Ég kaus hann ekki í þessum kostningum ....en þó ekki væri nema fyrir þá sem hann kusu "Stattu þig strákur" og sýndu einu sinni að það er hægt að treysta formanni flokks.
Og ég get lofað einu....að ef hann stendur við þau loforð sem vonandi eru ekki innantóm eins og hjá Jóhönnu í Samfylkingunni forðum "um skjaldborg til handa heimilinum í landinu"... þá fær Sigmundur Davíð mitt atkvæði að 4 árum liðnum.
Ætla að leyfa tímanum að skera úr um hversu ötull hann kemur til með að vera eftir þennan kosningasigur .
Ég vona innilega að hann verði maður sinna orða og verka á þessu 4ra ára kjörtímabili því það er greinilegt að þjóðin hefur trú á þessum strák og sérstaklega þær manneskjur sem vildu ekki láta þetta ICESAVE mál gera út af við okkur til langframa. Ég er mjög stolt yfir því að hafa verið ein af þeim manneskjum sem sagði NEI á þeim tíma..
Ég er ekki flokksbundin og vil hafa frjálst val í kosningum ekki bara niðurnjörvuð út af pabba/mömmu-pólitík eins og svo ótalmargir eru og má líkja við heilaþvott.
Það er mjög óeðlilegt að mínu mati að innan fjöldskyldna séu allir sem einn hlynntir einum stjórnmálaflokki og segir meira en mörg orð (heilaþvottur er annað orð yfir þetta) því öll erum við ólík sem manneskjur og persónur.Og að mínu mati afar óeðlilegt að allir sem einn séu á sama máli.
En svo má horfa á að þú veist EKKERT hvað tekur við í kjörklefanum þrátt fyrir yfirlýsingar sem ég held að séu aðeins til að falla inn í fjölskyldumynstrið svo allt sé í ró og spekt meðan á undirbúningi kostninganna stendur.
Þar erum við ALEIN og gerum upp okkar hug. Og enginn í veröldinni veit að þú kaust kannski allt annað en pabbi og mamma sögðu þér að kjósa en heldur andlitinu er þú kemur út úr kjörklefanum og leyfir þér að vera (undir niðri) manneskja með sjálfstæðar skoðanir..ekki með skoðanir annarra límt sem sement í heilabúi þínu.
Mér hefur alltaf fundist að þegar heilu fjölskyldunnar upphefja sig með að segjast vera hlynntar þessum og þessum stjórnmálaflokk þá sé eitthvað mikið að..það þarf ekki að segja mér að þessir einstaklingar innan þessarar ýminduðu fjölskyldu hafi ekki mismunandi skoðanir á pólitíkinni.
Þess vegna vitna ég í.. ÞÚ VEIST EKKERT HVAÐ SKEÐUR Í KJÖRKLEFANUM þegar kemur að kostningunni sjálfri.
Allavega vona ég að þær manneskjur sem telja sig ELDHEITA þetta- eða hitt hafi sjálfstæða skoðun og láti ekki áhrif annarra hafa gildi fyrir hversu einörð manneskja þú ert þegar kemur að svona MIKILVÆGUM atburði í lífi okkar ÍSLENDINGA og kemur til með að koma við okkur..hvert og eitt næstu 4 árin.
Ég vona innilega að ÞÚ sért sátt/ur við þitt atkvæði því þú þarft að lifa við þitt val næstu fjögur árin.
Ég þurfti að gera það s.l 4 ár og hef aldrei á ævi minni séð eins mikið eftir því atkvæði
Ég vona innilega að ÞÚ hafir valið það sem þér var næst og einnig að þitt val verði þér til sóma og árangurs næstu 4 árin ..því miður hef ég litla trú á að loforð flokkanna verði að veruleika fyrir heimilin í landinu,
Með vinsemd og virðingu fyrir atkvæði þínu
Kveðja úr Kollukoti
frá Heimaey
Flokkur: DAGBÓKIN MÍN | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.