Hótel á þessum stað?

Miklar umræður eru að spinnast um væntanlega Hótelbyggingu í Malargryfjunni við Hástein hér í Eyjum. íbúar Heimaeyjar fá að kjósa um hvort þeir vilji bygginguna á þessum stað eður ei. Sem mér finnst frábært. Mér persónulega finnst ekki hæfa að byggja Hótel á þessum stað.




En staðsetning svona hótels væri frekar eitthvað sem gæti komið í stað GOLFSKÁLANS þar sem "Golfsambandið hefði sömu aðstöðu" í þessu ýmindaða hótel ef ekki betri en er í dag.
(Anda inn..anda út... kæru golfarar áður en þið tætið mig í ykkur)




Dettur í hug vegna þess að skálinn stendur hátt (og ýmindað hótel gæti skyggt á útsýni íbúanna þar nær) að rífa skálann og byggja hótelið neðan við þennan hól sem skálinn stendur á.


Og þá er spurningin hvort ýmindað hótel verði ekki bara snilldin ein með þessa staðsetningu með því að "lækka væntanlega byggingu"og  allir nærliggjandi íbúar njóta áfram útsýnisins inní Herjólfsdal:)
Skella torfi á þakið og mála það eða gera það eins náttúruvænt í útliti og hægt er. Ekki spurning að það yrði einnig vel nýtt yfir þjóðhátíð á þessum stað.

Hef ekkert á móti golfi en finnst nú að allt þetta landflæmi sem golfvöllurinn nýtir sé ansi stór biti af Eyjunni og því ekki að nýta hótelbyggingu á svæðinu eins og ég nefndi hér að ofan og væntanlegir gestir sem koma til með að spila golf munu njóta aðstöðunnar til fullnustu.

 

  Einhver nefndi Malarvöllinn fyrir hótelbygginguna og vissulega þarf að gera eitthvað í að hemja sandfokið þar sem skemmir húsin við Strembuna á hverju ári.

Annars var ég búin að sjá fyrir mér allt annað á Malarvellinum og þá meira tengt fjölskyldunum sem útivistarsvæði en allt hefur sinn vitjunartíma:)
Keiluhöll m.a. þar sem sést út og inn.
Grasbala/grillstæði / bekki /leiktæki fyrir börnin.
Sölubása fyrir handverksfólk á góðum dögum. Minigolfvöll sem bæði börn og fullorðnir geta haft gaman af. Og tjaldstæði /húsbílar fyrir aðkomumenn.
Held að þetta yrði þrælskemmtilegt. Og svo á veturna er möguleiki að hafa Jólaþorp eins og þeir gera í Hafnarfirði.
Malarvöllurinn býður upp á svo margt . Ég kom þessari hugmynd á framfæri þegar sýndar voru tillögur varðandi framtíðarsýn/byggingar á þessu svæði við Malarvöllinn

323606_4777471169000_1873567552_o.jpgKveðja úr Kollukoti


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband