8.6.2013 | 06:43
Þegar óskin um nýtt líf....."rætist" :)
Ætli séu ekki að verða næstum því 2 ár síðan ...næst yngsta systir mín hún Inga fékk lífgjöf frá systursyni okkar honum Dadda (sonur Marý og Marinós í Miðstöðinni sem flestir þekkja) og systursonur okkar Ingu. Þessi ljúfi drengur verður alltaf og ætíð hetja í mínum augum og annarra .
Takk enn og aftur elsku frændi..
Þess má geta að Marý systir mín (móðir Dadda) er ein af fyrstu og einu þríburum sem hafa fæðst hér á Heimaey á seinni part ársins 1955 eða 24 nóvember það ár.
En ég undirrituð er sú elsta í systkinaröðinni fædd snemma árs 1954 eða í febrúar ...svo það varð næstum eitt og hálf ár milli mín og þríburana á Hvoli við Urðarveg 17. ( mamma varð sjálf nýrnarþegi á sinum tíma með þenna nýrnarsjúkdóm /blöðrunýru
Inga (nýrnarþeginn)með yngsta syni sínum Kolbeini Aroni
Svo seinna meir eignuðust mamma og pabbi.. Ingu sem er fædd 1957 (nýrnaþeginn) og svo Elfu 1963 (Surtsey sem er með sama nýrnasjúkdóm) og svo í lokin Kolbeinn Freyr (1973 með sama nýrnasjúkdóm ...Heimaeyjargosið en fæddist í Keflavík á gosárinu)
Að eignast nýtt líf er guðsgjöf og að verða hennar aðnjótandi er "KRAFTAVERK" og hvernig er hægt að þakka svona yndislega gjöf..ábyggilega aldrei .. En það er hægt að gera eitthvað og þá fyrir aðra og leyfa öðrum að njóta ávaxta þess sem þú hefur sem einstaklingur orðið aðnjótandi.
Sem er að styrkja þá sem þurfa á að halda..ýta undir og hjálpa..upplýsa um hvað er hægt að gera og vera fyrst og fremst einstaklingur sem ert til í að gefa..hvort sem þú ert lifandi eða dáinn (dáinn þýðir að þú ert tilbúinn að láta eftir þau líffæri sem hægt er að nota að þér gegnum)
Er ekki yndisleg tilhugsun að geta gefið öðrum líf með þínum líffærum..það finnst mér allavega og það má nota allt eftir minn dag til að geta auðveldað líf annarra hvar í veröldinni það er.
Ég er reyndar í því ferli í dag (sem lifandi ..gefandi nýra) og er búin að vera það í nokkra mánuði vegna míns blóðflokks B+ að verða jafnvel gefandi nýs lífs en ég ásamt fleirrum erum í athugun.
Algjörlega ókunnug manneskja bað um hálp..
Ég sá hjálparbeiðni hennar fyrir mörgum mánuðum síðan á Facebook og bauð mig fram ásamt öðrum.
Hef fengið e-mail frá henni af og til og síðast þegar ég heyrði frá henni var hún dálítið döpur því það var búið að rannsaka nokkra aðila sem hentuðu henni ekki og ég fann sorg hennar en hvatti hana áfram.
Allavega var ekkert búið að hafa samband við mig ..
Svo með þessum skrifum mínum er ég að benda á að það er hægt að hjálpa öðrum og ekki vera smeyk við að bjóða ykkur fram.
T.d með nýrnagjöf úr lifandi manneskju (ykkur).
Tökum nærtækasta dæmið : Dadda (systurson minn) sem gaf Ingu systir annað nýrað sitt..því bæði nýrun hennar Ingu voru óstarfhæf.
Daddi er í dag að eigin sögn með þeim hressari og ég mæli með að fólk taki hann tali um þetta einstaklega mál ...hann býr hér í Eyjum þessi hetja..
Á Íslandi eru fullt af hetjum sem hafa gefið...hvernig væri að upplýsa almenning..akkúrat um þessi mál og jafnvel fá fók í viðtal sem hefir gefið lífgjöf og hina sem hafa þegið lífgjöfina Góð og falleg umfjöllun um lífið og.... fá að vera áfram í tilverunni..
Ps.
Á því tímabili sem úralausn mála systur minnar skiptu mestu máli .
Þá gerði ég allt sem hægt var að gera af manneskju og systir sem gat ekki gefið henni nýra vegna þess að hún var í blóðflokk O eins og mamma (heitin) og öll mín systkini en ég er í B+
Ég fór út í að safna fé handa henni Ingu systir minni svo hún gæti komið nýrnagjafanum..ásamt 4ramanna fjölskyldu hingað heim til Íslands þar sem nýrnagjafinn var við nám úti í Danmörku.
Það var allavega Ingu ....ósk ...að getað gefið eitthvað í staðinn fyrir þessa yndislegu lífgjöf...
Og mér tókst það..það voru fjölmagir sem studdu þetta framtak mitt..henni til handa og það tókst. Innilegar þakkir fyrir ykkar stuðning við hana Ingu Kolbeinsdóttur systur mína ..
Við eigum greinilega svo marga frábæra aðila og félagasamtök hér á Heimaey sem eru tilbúnir að ganga í lið með þér ef þú þarft virkilega á því að halda og ég varð ekki fyrir vonbrigðum.
Öll sem eitt tóku þessi félagasamtök hér í Eyjum þátt í veikindum hennar Ingu systir og lífgjafa hennar og gerði þeim það kleift að öll fjölskylda nýrnagjafans gat verið með honum frá upphafi til enda.
Þau fengu inni hjá Röggu frænku og hennar fjölskyldu og fengu meira að segja afnot af bifreið þeirra að mig minnir...hvernig er hægt að eignast svona ósjálfselska fjölskyldu og ég er að uppgötva í þessum skrifuðum orðum....Váááá...ég er ein af þeim .....
En það sem ég vildi tala um er þessi guðsgjöf til handa manneskju sem virkilega þarf á henni að halda til þess einfaldlega..halda lífi.
Og að eiga svona "HETJUR" innan fjölskyldunnar er ekki neitt sem maður á orð yfir en verður "ævinlega þakklátur" fyrir svona "'ÓEIGNGJARNA GJÖF" hvernig er yfirleitt hægt að þakka svona mannlega fórn til hjálpar öðrum.
Flokkur: DAGBÓKIN MÍN | Breytt s.d. kl. 07:08 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.