22.8.2008 | 20:02
Draumur að rætast
Öll eigum við okkur drauma og þessi draumur minn er að getað skrifað niður ljóð sem ég hef samið gegnum tíðina og annað nýlegt. Og hugmyndin er að myndskreyta þessi ljóð mín með myndum sem hæfa hverju sinni. Nú ef eitthvað annað skemmtilegt fellur til þá kem ég því áleiðis hér á síðunum mínum og það getur verið hvað sem er Ekki var nú meiningin að vera háfleig enda er ég það ekki..ekki á neinn hátt. Nema við hátíðleg tækifæri ha..ha. En þeir sem mig þekkja vita vel hversu mikill prakkari ég get verið og nóg um það. Takk fyrir Helena mín að opna þessa síðu fyrir mig. En ég hafði fyrir nokkru síðan nefnt þessa hugmynd mína við dóttur mína Helenu að opna svona síðu. Og það var ekki að spyrja að því. Nú svo getur vel verið að þegar maður verði hugrakkari að maður láti nú eina og eina smásögu fylgja...ef það liggur vel á mér..enda bjartsýniskerling fram úr hófi.. allavega oftast nær. Ég læt þetta duga að sinni á meðan ég er að kynnast þessari nýju vinkonu minni. Bless á meðan.......
Flokkur: DAGBÓKIN MÍN | Facebook
Athugasemdir
Hæ hæ mother dearest
Til hamingju með síðuna þína.....og já það var nú ekkert að þakka, lítið mál að koma upp þessari síðu fyrir þig
Nú er bara um að gera að vera dugleg að henda inn stöku ljóði úr því gríðarmikla safni sem þú átt, hugsunum, uppskriftum eða hvað eina sem þér dettur í hug að setja hér inn.Það verður gaman að fylgjast með
Bið annars bara að heilsa í bili........er að fara á næturvakt
ps.....ótrúlegt en satt þá tókst mér að sofna eftir leikinn í dag þrátt fyrir að vera vel upptjúnuð
Skældi hinsvegar enn og aftur þegar farið var yfir atburði dagsins í íþróttafréttunum í kvöld. Þetta var ÆÐI 
Mbk,
Helena
Helena, 22.8.2008 kl. 23:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.