Þetta er bara brilljant kveðskapur....

-Vinsamleg tilmæli-

Ég veit...er ég dey...svo verði ég grátinn

þar verðurðu eflaust til taks.

En ætlarðu blómsveig að leggj'a á mig látinn

þá láttu mig fá hann strax.

Og mig eins aðra sem afbragðsmenn deyja

í annála skrásetur  þú

og hrós um mig ætlarðu sjálfsagt að segja

en... segðu það heldur nú.

Og vilji menn þökk mínum verðleikum sýna

þá verður það eflaust þú

sem sjóð lætur stofna í minningu mína

en...mér kæmi hann betur nú.

Og mannúðaduluna þekki ég þína

sem þenurðu dánum í hag.

En ætlarð'að breiða yfir brestina mína

þá breidd'yfir þá í dag.

 

Fyrir nokkuð mörgum árum rétti kona ein mér þetta ljóð. Hún hafði ekki minnstu hugmynd um hver hafði ort þetta. En svo datt ég um þetta ljóð í gullkistunni minni og vildi leyfa öðrum að njóta því það er svo mikið til í þessu..ekki satt? Ef einhver veit deili á höfundi yrði ég þakklát fyrir þær upplýsingar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ Harpa (Helenu-mamma)

er svo sammála þér... þetta eru snilldarskrif. Ég á vinkonu, sem fyrir nokkrum árum barðist tímabundið við veikindi...og hún sendi þetta ljóð um víðan völl og það hafði frábær áhrif - gömul og ný vina/kunningja/ástar-sambönd breyttust til batnaðar. Og síðan hefur þetta verið eitt af mínum uppáhalds.

Kv

Sigrún Páls

Sigrún (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 08:17

2 Smámynd: Kolbrún Harpa Vatnsdal  Kolbeinsdóttir

Hæ Sigrún  gaman að fá þig í heimsókn á síðuna mína. Já þetta eru svo sannarlega snilldarskrif og bíð spennt eftir að vita hvaða snilli orti þetta. Vonandi hefurðu það gott á fasta landinu. Bestu kveðjur úr Eyjum og endilega kíktu aftur

Kolbrún Harpa Vatnsdal Kolbeinsdóttir, 11.9.2008 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband